„Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 21:46 Tómas Guðbjartsson lýsir vanþóknun sinni vegna sölunnar á Hjörleifshöfða í færslu á Facebook. Vísir/Vilhelm Læknirinn, útivistarmaðurinn og umhverfisverndarsinninn Tómas Guðbjartsson er lítt hrifinn af hátt í fimm hundruð milljóna króna sölunni á Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða. Tómas lýsir vonbrigðum sínum með söluna, sem hann kallar „heimaskítsmát í Mýrdal.“ í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu sem Hjörleifshöfði er - og það fyrir námavinnslu á vikri!. Eru menn blindir?“ spyr Tómas. Staðurinn sé stórkostlegur, skarti hellum og klettum og sé langt frá því að vera „svartur sandur.“ „Þarna kom jú fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, Hjörleifur Hróðmarsson og var veginn af írskum þrælum sem Ingólfur elti uppi og drap. Höfðnn er því stórmerkilegur fyrir sögu okkar Íslendinga,“ bætir Tómas við en hann kveðst ekki kaupa rök þess efnis að það vanti námuvinnslu á svæðinu. Vík í Mýrdal sé eitt stærsta ferðamannasvæði landsins sem skarti heimsfrægum náttúruperlum. „Námavinnsla í næsta nágrenni á enga samleið með öflugum ferðamannaiðnaði. Það er eins og að slátra mjólkurkúnni en er auk þess út frá sjónarmiði náttúruverndar og sagnfræði algjör tímaskekkja,“ skrifar Tómas. Fleiri deila skoðun Tómasar og má þar nefna Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, lögmann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. „Tek heilshugar undir það að þetta er hneisa,“ segir Herdís. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, er sama sinnis. „Heimska er því miður ólæknandi og íslendingar munu ekki hætta fyrr en þeir hafa selt allt landið undan sér.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona segir um hneyksli að ræða og Ingólfur Bruun leiðsögumaður er hugsi yfir að ríkið hafi ekki keypt jörðina. ísleand Litháen undankeppni EM í handbolta Laugardalshöll landsleikur ísland - LitháenFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er nú ekki mikill talsmaður þess að ríkið sé að kaupa jarðir (ríkið á þegar of margar jarðir) en það skiptir miklu máli um hvaða jarðir er að ræða. Það var t.d. glórulaust að ríkið skildi ekki kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hneisa bókstaflega. Og eins er það hneisa að núverandi ríkisstjórn með Bjarna og Katrínu í fararbroddi skyldi ekki kaupa jörðina Hjörleifshöfða þegar það bauðst. Galið! Hins vegar óska ég nýjum eigendum til hamingju með kaupin. Þetta voru mjög snjöll kaup.“ Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson segir óeðlilegt að fólk geti selt landið. „Ríkið ætti að virkja forkaupsrétt með lagasetningu og borga kaupandanum sömu upphæð til baka. Landeigendur“ sem vilja ekki eða geta ekki gætt landareigar sinnar lengur eiga að skila henni til þjóðarinnar sem á að fara með vörslu hennar fyrir komandi kynslóðir. Það á ekkert að vera hægt að eiga og selja land.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er ósáttur. „Þetta er hörmulegt.“ Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Tómas lýsir vonbrigðum sínum með söluna, sem hann kallar „heimaskítsmát í Mýrdal.“ í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu sem Hjörleifshöfði er - og það fyrir námavinnslu á vikri!. Eru menn blindir?“ spyr Tómas. Staðurinn sé stórkostlegur, skarti hellum og klettum og sé langt frá því að vera „svartur sandur.“ „Þarna kom jú fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, Hjörleifur Hróðmarsson og var veginn af írskum þrælum sem Ingólfur elti uppi og drap. Höfðnn er því stórmerkilegur fyrir sögu okkar Íslendinga,“ bætir Tómas við en hann kveðst ekki kaupa rök þess efnis að það vanti námuvinnslu á svæðinu. Vík í Mýrdal sé eitt stærsta ferðamannasvæði landsins sem skarti heimsfrægum náttúruperlum. „Námavinnsla í næsta nágrenni á enga samleið með öflugum ferðamannaiðnaði. Það er eins og að slátra mjólkurkúnni en er auk þess út frá sjónarmiði náttúruverndar og sagnfræði algjör tímaskekkja,“ skrifar Tómas. Fleiri deila skoðun Tómasar og má þar nefna Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, lögmann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. „Tek heilshugar undir það að þetta er hneisa,“ segir Herdís. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, er sama sinnis. „Heimska er því miður ólæknandi og íslendingar munu ekki hætta fyrr en þeir hafa selt allt landið undan sér.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona segir um hneyksli að ræða og Ingólfur Bruun leiðsögumaður er hugsi yfir að ríkið hafi ekki keypt jörðina. ísleand Litháen undankeppni EM í handbolta Laugardalshöll landsleikur ísland - LitháenFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er nú ekki mikill talsmaður þess að ríkið sé að kaupa jarðir (ríkið á þegar of margar jarðir) en það skiptir miklu máli um hvaða jarðir er að ræða. Það var t.d. glórulaust að ríkið skildi ekki kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hneisa bókstaflega. Og eins er það hneisa að núverandi ríkisstjórn með Bjarna og Katrínu í fararbroddi skyldi ekki kaupa jörðina Hjörleifshöfða þegar það bauðst. Galið! Hins vegar óska ég nýjum eigendum til hamingju með kaupin. Þetta voru mjög snjöll kaup.“ Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson segir óeðlilegt að fólk geti selt landið. „Ríkið ætti að virkja forkaupsrétt með lagasetningu og borga kaupandanum sömu upphæð til baka. Landeigendur“ sem vilja ekki eða geta ekki gætt landareigar sinnar lengur eiga að skila henni til þjóðarinnar sem á að fara með vörslu hennar fyrir komandi kynslóðir. Það á ekkert að vera hægt að eiga og selja land.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er ósáttur. „Þetta er hörmulegt.“
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira