Van de Beek byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en það byrjaði ekki vel því Southampton var 2-0 yfir í leikhléi. United kom þó til baka og vann dramatískan 3-2 sigur með Edinson Cavani.
„Donny er með mikla hæfileika. Við vitum að við getum spilað saman og einnig með öðrum leikmönnunum. Allir eru með gæðin til þess að spila og við þekkjum hvorn annan. Við getum spilað með þrjá og skipt um þessa þrjá í næsta leik eða spilað með fjóra,“ sagði Bruno.
„Það skiptir ekki máli hverjir spila því allir eru með gæðin til þess að spila og við getum allir verið saman á vellinum, allir geta skipt sköpum. Donny spilaði mjög góðan leik en Fred og Nemanja voru mjög mikilvægir einnig.“
Stigin þrjú lyftu United upp í níunda sæti deildarinnar en þeir eru þremur stigum á eftir Chelsea sem er í 3. sætinu. United á þó leik til góða en liðið mætir PSG á Old Trafford á miðvikudagskvöldið.
Bruno Fernandes eyes more minutes with Donny Van de Beek after Dutchman's first start for Man United https://t.co/TcHrhmeidy
— MailOnline Sport (@MailSport) December 1, 2020