„Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2020 21:20 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. „Það hreinlega hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna,“ segir Bjarni. „Það er augljóst af upphrópunum nokkurra úr stjórnarandstöðunni í dag.“ Bjarni segir enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“, þar sem helstu álitamálum að íslenskum rétti hefði þegar verið svarað af Hæstarétti Íslands; annars vegar spurningum er vörðuðu skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt og hins vegar um áhrif á niðurstöður þeirra mála sem skipaðir dómarar sem voru ekki á lista hæfisnefndar hefðu dæmt. Vísar Bjarni í dóm Hæstaréttar frá 2018: „Er að þessu öllu virtu ekki næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að ákærði hafi, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, fengið notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum“. Staða dæmda óbreytt Segir Bjarni Hæstarétt þannig hafa komist að skýrri niðurstöðu um umrætt álitamál. Þá finnist honum fyrir sinn smekk of lítið verið fjallað um inntak þeirra þjóðréttarlegu skuldbindinga sem felast í aðild Ísland að MDE. Bjarni segir málið sem MDE hafði til umfjöllunar hafa snúist um það hvort annmarkar við skiptan Landsdóms hefðu haft áhrif á réttarstöðu dæmda, sem Bjarni bendir á að hefði játað brot sitt. „Málið tapaðist í Hæstarétti. Og í dag var bótakröfu hans hafnað af MDE. Ekki verður því annað séð en að staða hans sé, eftir alla þessa málsmeðferð, hin sama og eftir dóm Landsréttar. Dómur Landsréttar stendur óraskaður. Í því er ekkert óvænt. Það lá fyrir strax í maí 2018. Og í dag varð ljóst að engar bætur verða greiddar. En þessi niðurstaða málsins virðist ekki skipta suma neinu máli. En þetta mál snérist nú samt fyrst og fremst um þetta allan tímann.“ Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Dómstólar Alþingi Tengdar fréttir Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
„Það hreinlega hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna,“ segir Bjarni. „Það er augljóst af upphrópunum nokkurra úr stjórnarandstöðunni í dag.“ Bjarni segir enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“, þar sem helstu álitamálum að íslenskum rétti hefði þegar verið svarað af Hæstarétti Íslands; annars vegar spurningum er vörðuðu skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt og hins vegar um áhrif á niðurstöður þeirra mála sem skipaðir dómarar sem voru ekki á lista hæfisnefndar hefðu dæmt. Vísar Bjarni í dóm Hæstaréttar frá 2018: „Er að þessu öllu virtu ekki næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að ákærði hafi, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, fengið notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum“. Staða dæmda óbreytt Segir Bjarni Hæstarétt þannig hafa komist að skýrri niðurstöðu um umrætt álitamál. Þá finnist honum fyrir sinn smekk of lítið verið fjallað um inntak þeirra þjóðréttarlegu skuldbindinga sem felast í aðild Ísland að MDE. Bjarni segir málið sem MDE hafði til umfjöllunar hafa snúist um það hvort annmarkar við skiptan Landsdóms hefðu haft áhrif á réttarstöðu dæmda, sem Bjarni bendir á að hefði játað brot sitt. „Málið tapaðist í Hæstarétti. Og í dag var bótakröfu hans hafnað af MDE. Ekki verður því annað séð en að staða hans sé, eftir alla þessa málsmeðferð, hin sama og eftir dóm Landsréttar. Dómur Landsréttar stendur óraskaður. Í því er ekkert óvænt. Það lá fyrir strax í maí 2018. Og í dag varð ljóst að engar bætur verða greiddar. En þessi niðurstaða málsins virðist ekki skipta suma neinu máli. En þetta mál snérist nú samt fyrst og fremst um þetta allan tímann.“
Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Dómstólar Alþingi Tengdar fréttir Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14