Hárstofuhrellirinn fer um land allt og gerir hárgreiðslumeistara gráhærða Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2020 15:23 Afar sérkennilegt mál er nú komið upp en kona sem virðist vera með einskonar hárgreiðsluáráttu hefur farið um landið allt, lagt leið sína á hárgreiðslustofur, fengið klippingu en krefst svo ætíð endurgreiðslu. Kona nokkur virðist haldin einskonar hárgreiðsluáráttu því hún fer um án afláts milli hárgreiðslustofa og er komin víða á bannlista. Ónefnd kona hefur stundað það, að því er virðist árum saman að flakka á milli hárgreiðslustofa; fá lit, klipp, strípur, allt mögulegt – dvelur á stofunum klukkutímunum saman og fær ráðgjöf – fer ánægð en hringir svo yfirleitt aftur eða sendir tölvupóst og segist ósátt. „Já, hún fer út ánægð en hringir svo ósátt daginn eftir og vill fá endurgreitt,“ segir Þuríður Halldórsdóttir eigandi Ónix Hár – hárgreiðslustofu í Þverholtinu. En þau þar hafa fengið konuna í stólinn og er hún nú komin á bannlista þar sem víðar. Þuríður veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Segir málið allt tragíkómískt. Hún ýmist neitar að borga eða borgar og hefur síðan samband og fer fram á endurgreiðslu. Og lætur þá mömmu sína, eða „Rakel systur sína“, jafnvel lögmann hringja eða senda póst. En talar einatt af sér og kemur þá í ljós að þetta er hún sjálf í símanum og er þá að reyna að villa á sér heimildir. Orðin fræg um land allt „Já, hárgreiðslukonurnar eru alveg vissar um að þá sé þetta konan sjálf. Við viljum yfirleitt fá að laga ef um það er beðið eða leiðrétta en hún vill bara fá endurgreitt,“ segir Þuríður. En fæstar láta það eftir henni. Ekki lengur. „Þetta hlýtur að vera einhver hárgreiðsluárátta,“ segir Þuríður og vísar til þess að athæfi konunnar hefur staðið yfir árum saman. Og um land allt. Þuríður Hildur á Ónix Hár. Hún fagnar samstöðunni því vont sé ef kollegar lendi í slíkum hrelli og konan hefur reynst. En það gæti reynst erfitt fyrir hana að fá jólaklippingu í ljósi þess að búið er að vara við konunni og hún víða komin á svartan lista. „Þetta eru um sextíu hárgreiðslustofur sem hafa komist í kast við hana. Akureyri, Húsavík, Selfoss … Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt. Svo bara hlær maður að þessu, þetta er svo skrítið.“ Ekki við þetta búandi En nú er komin upp samstaða, orðið gengur milli hárgreiðslustofa þar sem varað er við hárstofuhrellinum. Þuríður fagnar því og segir að jafnframt sé komið upp kerfi, ákveðin símanúmer eru á válista. En konan leikur reyndar þann leik að hringja úr mismunandi símanúmerum og panta sér tíma undir ólíkum nöfnum. Þannig að erfitt getur reynst að verjast henni. Þuríður segir þetta einstakt tilfelli og ekki liggi fyrir hvort um sé að ræða blákalda og kaldrifjaða lygi, og einhvers konar hrappshátt eða hvort um sé að ræða áráttu sem lýsir sér þá þannig að viðkomandi trúi þessu sjálf. En fyrir mestu er að nú láti hárgreiðslufólk boð á milli sín ganga í sérstökum hópi á Facebook. Og hægt að vara við óalandi og óferjandi viðskiptavinum. Því við þetta sé ekki hægt að búa. „Í vor sagðist einhver vera hjúkrunarfræðingur, fór í framlínuna en reyndist svo ekki vera sú sem hún sagðist vera. Við héldum fyrst að þetta gæti verið sama manneskjan. En svo reyndist þó ekki vera.“ Þuríður segist reyndar hafa heyrt áhyggjuraddir þess efnis, í ljósi hinnar miklu samstöðu meðal hárgreiðslufólks, að það gæti reynst erfitt fyrir konuna að fá jólaklippingu. Neytendur Verslun Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ónefnd kona hefur stundað það, að því er virðist árum saman að flakka á milli hárgreiðslustofa; fá lit, klipp, strípur, allt mögulegt – dvelur á stofunum klukkutímunum saman og fær ráðgjöf – fer ánægð en hringir svo yfirleitt aftur eða sendir tölvupóst og segist ósátt. „Já, hún fer út ánægð en hringir svo ósátt daginn eftir og vill fá endurgreitt,“ segir Þuríður Halldórsdóttir eigandi Ónix Hár – hárgreiðslustofu í Þverholtinu. En þau þar hafa fengið konuna í stólinn og er hún nú komin á bannlista þar sem víðar. Þuríður veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Segir málið allt tragíkómískt. Hún ýmist neitar að borga eða borgar og hefur síðan samband og fer fram á endurgreiðslu. Og lætur þá mömmu sína, eða „Rakel systur sína“, jafnvel lögmann hringja eða senda póst. En talar einatt af sér og kemur þá í ljós að þetta er hún sjálf í símanum og er þá að reyna að villa á sér heimildir. Orðin fræg um land allt „Já, hárgreiðslukonurnar eru alveg vissar um að þá sé þetta konan sjálf. Við viljum yfirleitt fá að laga ef um það er beðið eða leiðrétta en hún vill bara fá endurgreitt,“ segir Þuríður. En fæstar láta það eftir henni. Ekki lengur. „Þetta hlýtur að vera einhver hárgreiðsluárátta,“ segir Þuríður og vísar til þess að athæfi konunnar hefur staðið yfir árum saman. Og um land allt. Þuríður Hildur á Ónix Hár. Hún fagnar samstöðunni því vont sé ef kollegar lendi í slíkum hrelli og konan hefur reynst. En það gæti reynst erfitt fyrir hana að fá jólaklippingu í ljósi þess að búið er að vara við konunni og hún víða komin á svartan lista. „Þetta eru um sextíu hárgreiðslustofur sem hafa komist í kast við hana. Akureyri, Húsavík, Selfoss … Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt. Svo bara hlær maður að þessu, þetta er svo skrítið.“ Ekki við þetta búandi En nú er komin upp samstaða, orðið gengur milli hárgreiðslustofa þar sem varað er við hárstofuhrellinum. Þuríður fagnar því og segir að jafnframt sé komið upp kerfi, ákveðin símanúmer eru á válista. En konan leikur reyndar þann leik að hringja úr mismunandi símanúmerum og panta sér tíma undir ólíkum nöfnum. Þannig að erfitt getur reynst að verjast henni. Þuríður segir þetta einstakt tilfelli og ekki liggi fyrir hvort um sé að ræða blákalda og kaldrifjaða lygi, og einhvers konar hrappshátt eða hvort um sé að ræða áráttu sem lýsir sér þá þannig að viðkomandi trúi þessu sjálf. En fyrir mestu er að nú láti hárgreiðslufólk boð á milli sín ganga í sérstökum hópi á Facebook. Og hægt að vara við óalandi og óferjandi viðskiptavinum. Því við þetta sé ekki hægt að búa. „Í vor sagðist einhver vera hjúkrunarfræðingur, fór í framlínuna en reyndist svo ekki vera sú sem hún sagðist vera. Við héldum fyrst að þetta gæti verið sama manneskjan. En svo reyndist þó ekki vera.“ Þuríður segist reyndar hafa heyrt áhyggjuraddir þess efnis, í ljósi hinnar miklu samstöðu meðal hárgreiðslufólks, að það gæti reynst erfitt fyrir konuna að fá jólaklippingu.
Neytendur Verslun Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira