Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 18:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu. Forsætisráðherra segir ómögulegt að breyta hinu liðna en að draga eigi lærdóm af málinu til framtíðar. „Þáverandi dómsmálaráðherra framkvæmdi ekki sjálfstæða rannsókn á þeim fjórum umsækjendum sem hún ákvað að skipa sem ekki voru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfisnefnd mat hæfasta. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans á þeim tíma sem ég mælti fyrir. Þau varnaðarorð sem ég mælti fyrir hafa síðan ræst í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar og nú síðast í dómi undir- og yfirdeildar Mannréttindadómstólsins,“ segir Katrín. „Í álitinu var bent á að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum og ekki virt andmælarétt. Ennfremur að ekki hefði verið vandað nægjanlega til verka í meðferð þingsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði fengið óhóflega skamman tíma til skoðunar máls sem væri grundvallarmál og varðaði skipun nýs dómstóls sem falið væri mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins. Við í minnihlutanum lögðum til að málinu yrði frestað til að ráðherra gæfist kostur á að bæta úr ágöllum á málsmeðferð sinni en því var hafnað.“ Viðbrögð forsætisráðherra eru nokkuð önnur en Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem bæði hafa gert lítið úr mikilvægi dómsins og þeim lærdómum sem má draga af honum. „Mannréttindadómstóll Evrópu gegnir því veigamkila hlutverki að skera úr um það hvort að aðildarríki fylgi skuldbindingum sáttmálans um mannréttindi. Þegar dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd eða löggjöf hér á landi sé í ósamræmi við þessar skuldbindingar höfum við brugðist við með því að greina viðkomandi dóm og lagfæra annmarka til framtíðar litið. Þannig haga ábyrg stjórnvöld sér,“ segir Katrín. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu. Forsætisráðherra segir ómögulegt að breyta hinu liðna en að draga eigi lærdóm af málinu til framtíðar. „Þáverandi dómsmálaráðherra framkvæmdi ekki sjálfstæða rannsókn á þeim fjórum umsækjendum sem hún ákvað að skipa sem ekki voru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfisnefnd mat hæfasta. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans á þeim tíma sem ég mælti fyrir. Þau varnaðarorð sem ég mælti fyrir hafa síðan ræst í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar og nú síðast í dómi undir- og yfirdeildar Mannréttindadómstólsins,“ segir Katrín. „Í álitinu var bent á að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum og ekki virt andmælarétt. Ennfremur að ekki hefði verið vandað nægjanlega til verka í meðferð þingsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði fengið óhóflega skamman tíma til skoðunar máls sem væri grundvallarmál og varðaði skipun nýs dómstóls sem falið væri mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins. Við í minnihlutanum lögðum til að málinu yrði frestað til að ráðherra gæfist kostur á að bæta úr ágöllum á málsmeðferð sinni en því var hafnað.“ Viðbrögð forsætisráðherra eru nokkuð önnur en Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem bæði hafa gert lítið úr mikilvægi dómsins og þeim lærdómum sem má draga af honum. „Mannréttindadómstóll Evrópu gegnir því veigamkila hlutverki að skera úr um það hvort að aðildarríki fylgi skuldbindingum sáttmálans um mannréttindi. Þegar dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd eða löggjöf hér á landi sé í ósamræmi við þessar skuldbindingar höfum við brugðist við með því að greina viðkomandi dóm og lagfæra annmarka til framtíðar litið. Þannig haga ábyrg stjórnvöld sér,“ segir Katrín.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20