Gáttuð á niðurlægingu vinnufélaganna gagnvart föður hennar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 20:48 Feðginin Ingibjörg Arngrímsdóttir og Arngrímur Jónsson. úr einkasafni Dóttir manns sem mætti til vinnu eftir þrálát veikindi í fyrradag kveðst gáttuð og sorgmædd yfir móttökunum sem hann fékk hjá vinnufélögum sínum. Hún segir þá hafa niðurlægt föður sinn og ekkert skeytt um heilsufar hans og aðstæður. Fyrirtækið hefur brugðist við málinu og beðist afsökunar. Arngrímur Jónsson faðir Ingibjargar Arngrímsdóttur var sjómaður í 44 ár en hóf að vinna á bryggjunni hjá Eimskip árið 2017. Árið eftir lenti hann í alvarlegu slysi og lá í kjölfarið á gjörgæslu í um viku. Eftir það tók við langt og strangt bataferli en Arngrímur var frá vinnu í rúmt ár og glímir enn við eftirköst af slysinu, að því er Ingibjörg lýsir í Facebook-færslu um málið sem vakið hefur gríðarlega athygli síðan hún var birt í gær. Það er ekki oft sem ég tjái mig hérna á Facebook en þetta grætti mig. Pabbi minn var sjómaður í 44 ár þar til hann...Posted by Ingibjörg Arngrímsdóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Hlógu og tóku upp myndband Í haust hafi heilsu hans svo byrjað að hraka aftur og hann þurft að leggjast ítrekað inn á spítala. Þar liggur hann til að mynda núna í fjórða sinn á nokkrum mánuðum. Ingibjörg lýsir því í færslunni að í fyrradag hefði Arngrímur mætt til vinnu, „hálfslappur enda hörkutól“. Þar hafi móttökur vinnufélaganna þó ekki verið upp á marga fiska. „Þegar pabbi fer inní skúrinn í vinnunni taka á móti honum karlar og hann boðinn velkominn til vinnu með bikar sem stendur á „til hamingju þú mættir í 4 daga til vinnu í síðustu viku“. Síðan stóðu allir og hlógu að honum og allt tekið upp á video. Atburður sem var planaður og virkilega lagt vinnu í hann. Niðurlægingin svo mikil að mér sárnaði inn að hjartarótum vitandi af pabba í þessum aðstæðum og vitandi best að hann myndi gera allt fyrir góða heilsu og það hefur verið nógu erfitt fyrir okkur fjölskylduna að horfa uppá pabba svona veikan,“ skrifar Ingibjörg. Arngrímur var lagður inn á spítala í gær og liggur þar enn, en er að braggast að sögn Ingibjargar.úr einkasafni Hún kveðst hafa grátið í 40 mínútur þegar hún frétti af málinu og furðar sig á því að þetta hafi í alvöru verið móttökurnar sem faðir hennar fékk eftir allt sem á undan var gengið. „Hann leikur sér ekki að því að mæta ekki í vinnuna, að vinna er það skemmtilegasta sem hann gerir og heldur honum gangandi, án vinnunnar er hann ómögulegur,“ skrifar Ingibjörg. „Pabbi minn er duglegasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst og ég vona að þessir menn sem voru inn í þessum skúr í gær sjái að sér. Þeir vita ekkert hvað hefur farið fram inn um veggi spítalans og hafa ekki hugmynd um hvort það sem hann er að kljást við sé gott eða illt.“ Eimskip brugðist mjög vel við Ingibjörg segir í samtali við Vísi í kvöld að Arngrímur pabbi hennar hafi ekki orðið fyrir viðlíka meðferð af hálfu vinnufélaga áður hjá fyrirtækinu. Hún segir að viðbrögðin við færslunni hafi verið afar góð; þau feðgin hafi fundið fyrir miklum stuðningi úr samfélaginu. Þá hafi Eimskip einnig brugðist mjög vel við málinu, að mati Ingibjargar. „Ég var ekki að búast við svo góðum viðbrögðum frá þeim. Mannauðsstjórar og forstjórinn hringdu í pabba í dag og eiginlega allir yfirmenn. Svo hafa margir af þeim sem voru inni í skúrnum beðist afsökunar,“ segir Ingibjörg. Þá muni sérstakt teymi taka á móti pabba hennar þegar hann mæti aftur til vinnu. „Þau koma mjög vel að þessu og eiga stórt hrós skilið,“ segir Ingibjörg. Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri fyrirtækisins, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið í dag að brugðist yrði við atvikinu af festu og ábyrgð innan fyrirtækisins. „Okkur þykir málið mjög leitt og hefur viðkomandi aðili verið beðinn afsökunar fyrir hönd félagsins.“ Ingibjörg segir föður sinn nú að braggast en hann var lagður inn á spítala í gær, daginn eftir atvikið. „Maður vill bara að hann fari heldur ekki of hratt af stað í vinnu aftur. Eimskip sagði að hann ætti að taka sér nægan tíma til þess,“ segir Ingibjörg. Vinnustaðamenning Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira
Arngrímur Jónsson faðir Ingibjargar Arngrímsdóttur var sjómaður í 44 ár en hóf að vinna á bryggjunni hjá Eimskip árið 2017. Árið eftir lenti hann í alvarlegu slysi og lá í kjölfarið á gjörgæslu í um viku. Eftir það tók við langt og strangt bataferli en Arngrímur var frá vinnu í rúmt ár og glímir enn við eftirköst af slysinu, að því er Ingibjörg lýsir í Facebook-færslu um málið sem vakið hefur gríðarlega athygli síðan hún var birt í gær. Það er ekki oft sem ég tjái mig hérna á Facebook en þetta grætti mig. Pabbi minn var sjómaður í 44 ár þar til hann...Posted by Ingibjörg Arngrímsdóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Hlógu og tóku upp myndband Í haust hafi heilsu hans svo byrjað að hraka aftur og hann þurft að leggjast ítrekað inn á spítala. Þar liggur hann til að mynda núna í fjórða sinn á nokkrum mánuðum. Ingibjörg lýsir því í færslunni að í fyrradag hefði Arngrímur mætt til vinnu, „hálfslappur enda hörkutól“. Þar hafi móttökur vinnufélaganna þó ekki verið upp á marga fiska. „Þegar pabbi fer inní skúrinn í vinnunni taka á móti honum karlar og hann boðinn velkominn til vinnu með bikar sem stendur á „til hamingju þú mættir í 4 daga til vinnu í síðustu viku“. Síðan stóðu allir og hlógu að honum og allt tekið upp á video. Atburður sem var planaður og virkilega lagt vinnu í hann. Niðurlægingin svo mikil að mér sárnaði inn að hjartarótum vitandi af pabba í þessum aðstæðum og vitandi best að hann myndi gera allt fyrir góða heilsu og það hefur verið nógu erfitt fyrir okkur fjölskylduna að horfa uppá pabba svona veikan,“ skrifar Ingibjörg. Arngrímur var lagður inn á spítala í gær og liggur þar enn, en er að braggast að sögn Ingibjargar.úr einkasafni Hún kveðst hafa grátið í 40 mínútur þegar hún frétti af málinu og furðar sig á því að þetta hafi í alvöru verið móttökurnar sem faðir hennar fékk eftir allt sem á undan var gengið. „Hann leikur sér ekki að því að mæta ekki í vinnuna, að vinna er það skemmtilegasta sem hann gerir og heldur honum gangandi, án vinnunnar er hann ómögulegur,“ skrifar Ingibjörg. „Pabbi minn er duglegasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst og ég vona að þessir menn sem voru inn í þessum skúr í gær sjái að sér. Þeir vita ekkert hvað hefur farið fram inn um veggi spítalans og hafa ekki hugmynd um hvort það sem hann er að kljást við sé gott eða illt.“ Eimskip brugðist mjög vel við Ingibjörg segir í samtali við Vísi í kvöld að Arngrímur pabbi hennar hafi ekki orðið fyrir viðlíka meðferð af hálfu vinnufélaga áður hjá fyrirtækinu. Hún segir að viðbrögðin við færslunni hafi verið afar góð; þau feðgin hafi fundið fyrir miklum stuðningi úr samfélaginu. Þá hafi Eimskip einnig brugðist mjög vel við málinu, að mati Ingibjargar. „Ég var ekki að búast við svo góðum viðbrögðum frá þeim. Mannauðsstjórar og forstjórinn hringdu í pabba í dag og eiginlega allir yfirmenn. Svo hafa margir af þeim sem voru inni í skúrnum beðist afsökunar,“ segir Ingibjörg. Þá muni sérstakt teymi taka á móti pabba hennar þegar hann mæti aftur til vinnu. „Þau koma mjög vel að þessu og eiga stórt hrós skilið,“ segir Ingibjörg. Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri fyrirtækisins, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið í dag að brugðist yrði við atvikinu af festu og ábyrgð innan fyrirtækisins. „Okkur þykir málið mjög leitt og hefur viðkomandi aðili verið beðinn afsökunar fyrir hönd félagsins.“ Ingibjörg segir föður sinn nú að braggast en hann var lagður inn á spítala í gær, daginn eftir atvikið. „Maður vill bara að hann fari heldur ekki of hratt af stað í vinnu aftur. Eimskip sagði að hann ætti að taka sér nægan tíma til þess,“ segir Ingibjörg.
Vinnustaðamenning Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira