Floni sviptir hulunni af nýju ilmvatni Ritstjórn Albumm skrifar 3. desember 2020 21:00 Ilmhönnuðurinn Andrea Maack er meðal þeirra sem lögðu hönd á plóg við gerð Floni Eau De Parfum. Anna Maggý Íslenski tónlistarmaðurinn Floni svipti í dag hulunni af nýju ilmvatni sem einfaldlega nefnist Floni Eau De Parfum. Floni Eau De Parfum er samstarfsverkefni milli Flona og Laugar Spa sem unnið hefur verið síðasta eina og hálfa árið. Eins og nafnið gefur til kynna er um mjög persónulegt verkefni að ræða fyrir Flona en hann hefur um árabil verið mikill snyrtivöru- og ilmáhugamaður og hefur lengi blundað í honum að þróa sinn eigin ilm sem er jafnt ætlaður fyrir öll kyn. Útgangspunktur Flona þegar hann ímyndaði sér ilminn voru meðal annars „ýkt mótvægi dimmra vetrarnótta vs. falleg sumarkvöld“ og „rómantík skemmtanalífsins vs. látlausar samkomur“. Ilmurinn er sagður fullur af mystík, spennu, kynþokka og frelsi líkt og tónlist hans er. Tónlist Flona hefur notið vinsælda um árabil en nú fetar hann nýjar slóðir.Brynjar Snær Við framleiðsluna leitaði Floni til Laugar Spa sem hafa þróað og sett á markað vörur innan snyrtivörumarkaðarins með línunni Laugar Spa Organic Skincare með frábærum árangri. Við ilminn sjálfan fengu þau ilm-hönnuðinn Andreu Maack til að aðstoða sig, en hennar vörumerki er flokkað í s.k Niche Parfums og eru seld í lúxusverslunum erlendis, enda skipti það Flona máli að ilmurinn væru unninn úr háklassa efnivið. Andrea horfði aðallega til Flona sem persónu og hugmyndir hans um ilminn og sammæltust þau um að útgangspunktur hans væri einskonar nútíma “rakspíri” fyrir öll kyn og aldur. Ilm-nóturnar eru samblanda af krydduðum og sætum nótum eins og kardimommu, patchouli, greipaldin og frosnu lavender sem mynda saman mjög fókuseraðan og dulkenndan ilm. Klippa: Flóni hittir beint á unga fólkið Allar ljósmyndir fyrir ilminn voru teknar af Önnu Maggý sem hefur unnið áður með Flona og fékk hennar listræna auga að njóta sín í verkefninu. Síðar meir komu þeir Sindri og Jón Davíð hjá Húrra Reykjavík með í verkefnið þar sem ilmurinn verður fáanlegur hjá þeim. Floni Eau De Parfum kemur út í takmörkuðu upplagi og er fáanlegur í Húrra Reykjavík og í vefverslun á Floni.is. Hægt er að fylgjast nánar með Flona á Instagram og Facebook. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tíska og hönnun Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun
Eins og nafnið gefur til kynna er um mjög persónulegt verkefni að ræða fyrir Flona en hann hefur um árabil verið mikill snyrtivöru- og ilmáhugamaður og hefur lengi blundað í honum að þróa sinn eigin ilm sem er jafnt ætlaður fyrir öll kyn. Útgangspunktur Flona þegar hann ímyndaði sér ilminn voru meðal annars „ýkt mótvægi dimmra vetrarnótta vs. falleg sumarkvöld“ og „rómantík skemmtanalífsins vs. látlausar samkomur“. Ilmurinn er sagður fullur af mystík, spennu, kynþokka og frelsi líkt og tónlist hans er. Tónlist Flona hefur notið vinsælda um árabil en nú fetar hann nýjar slóðir.Brynjar Snær Við framleiðsluna leitaði Floni til Laugar Spa sem hafa þróað og sett á markað vörur innan snyrtivörumarkaðarins með línunni Laugar Spa Organic Skincare með frábærum árangri. Við ilminn sjálfan fengu þau ilm-hönnuðinn Andreu Maack til að aðstoða sig, en hennar vörumerki er flokkað í s.k Niche Parfums og eru seld í lúxusverslunum erlendis, enda skipti það Flona máli að ilmurinn væru unninn úr háklassa efnivið. Andrea horfði aðallega til Flona sem persónu og hugmyndir hans um ilminn og sammæltust þau um að útgangspunktur hans væri einskonar nútíma “rakspíri” fyrir öll kyn og aldur. Ilm-nóturnar eru samblanda af krydduðum og sætum nótum eins og kardimommu, patchouli, greipaldin og frosnu lavender sem mynda saman mjög fókuseraðan og dulkenndan ilm. Klippa: Flóni hittir beint á unga fólkið Allar ljósmyndir fyrir ilminn voru teknar af Önnu Maggý sem hefur unnið áður með Flona og fékk hennar listræna auga að njóta sín í verkefninu. Síðar meir komu þeir Sindri og Jón Davíð hjá Húrra Reykjavík með í verkefnið þar sem ilmurinn verður fáanlegur hjá þeim. Floni Eau De Parfum kemur út í takmörkuðu upplagi og er fáanlegur í Húrra Reykjavík og í vefverslun á Floni.is. Hægt er að fylgjast nánar með Flona á Instagram og Facebook. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tíska og hönnun Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun