Vandræði við bóluefnaframleiðslu Pfizer Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 22:07 Framleiðsla við bóluefni Pfizer og BioNTech hefur frestast vegna skorts á hráefnum í efnið. Aðeins helmingi þeirra skammta sem dreifa átti fyrir árslok verður dreift. Getty/Tayfun Coskun Lyfjaframleiðandinn Pfizer gerir ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra Covid-19 bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. Pfizer gerir þó ráð fyrir því að dreifa meira en milljarði skammta árið 2021. Pfizer og þýska lyfjafyrirtækið BioNTech, sem framleiðir bóluefnið með Pfizer, vonuðust til þess að geta dreift 100 milljón bóluefnaskömmtum fyrir árslok en miðað við nýjustu vendingar munu það aðeins verða 50 milljón skammtar. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal. Bresk heilbrigðisyfirvöld ákváðu í gær að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech og verður það þar með fyrsta ríkið á Vesturlöndum til að hefja dreifingu efnisins. Bretland hefur pantað 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, sem mun nýtast í að bólusetja 20 milljón manns, en tvo skammta þarf til bólusetningar. Yfirvöld á Bretlandi lýstu því yfir í nóvembermánuði að þau stefndu á að fá allt að 10 milljón bóluefnaskammta á þessu ári, en nú er talið að fjórar eða fimm milljónir skammta berist til Bretlands fyrir árslok. Hófu aukna framleiðslu hráefna fyrr en vanalega Bóluefni Pfizer og BioNTech er einnig í skoðun hjá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, og gert er ráð fyrir því að leyfi fyrir notkun efnisins verði gefið út um miðjan mánuðinn og að dreifing hefjist fyrir árslok. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er einnig með bóluefni frá Cambridge háskóla og Moderna í skoðun og gæti dreifing á því hafist fyrir jól. Pfizer kaupir hráefni í bóluefnið frá fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Evrópu en erfitt hefur reynst að auka framleiðslu á efnunum undanfarinn mánuð. Aukin framleiðsla hráefnanna hófst áður en leyfi fékkst fyrir notkun bóluefnisins, en undir venjulegum kringumstæðum myndu lyfjafyrirtæki bíða með það þar til efnið hefur fengið leyfi. Bandaríkjastjórn hefur pantað 100 milljón skammta af bóluefni Pfizer, en hefur svigrúm til að panta 500 milljón skammta til viðbótar. Ríkisstjórn Íslands hefur einnig skrifað undir samning við Pfizer um kaup á 85 þúsund skömmtum af efninu. Þá hefur Evrópusambandið pantað 200 milljón skammta af bóluefninu með svigrúm fyrir aukalegum 100 milljón skömmtum. Japan hefur pantað 120 milljón bóluefnaskammta og ríki í Suður-Ameríku og í Kyrrahafinu hafa einnig lagt inn stórar pantanir fyrir efninu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56 Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59 Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Pfizer gerir þó ráð fyrir því að dreifa meira en milljarði skammta árið 2021. Pfizer og þýska lyfjafyrirtækið BioNTech, sem framleiðir bóluefnið með Pfizer, vonuðust til þess að geta dreift 100 milljón bóluefnaskömmtum fyrir árslok en miðað við nýjustu vendingar munu það aðeins verða 50 milljón skammtar. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal. Bresk heilbrigðisyfirvöld ákváðu í gær að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech og verður það þar með fyrsta ríkið á Vesturlöndum til að hefja dreifingu efnisins. Bretland hefur pantað 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, sem mun nýtast í að bólusetja 20 milljón manns, en tvo skammta þarf til bólusetningar. Yfirvöld á Bretlandi lýstu því yfir í nóvembermánuði að þau stefndu á að fá allt að 10 milljón bóluefnaskammta á þessu ári, en nú er talið að fjórar eða fimm milljónir skammta berist til Bretlands fyrir árslok. Hófu aukna framleiðslu hráefna fyrr en vanalega Bóluefni Pfizer og BioNTech er einnig í skoðun hjá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, og gert er ráð fyrir því að leyfi fyrir notkun efnisins verði gefið út um miðjan mánuðinn og að dreifing hefjist fyrir árslok. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er einnig með bóluefni frá Cambridge háskóla og Moderna í skoðun og gæti dreifing á því hafist fyrir jól. Pfizer kaupir hráefni í bóluefnið frá fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Evrópu en erfitt hefur reynst að auka framleiðslu á efnunum undanfarinn mánuð. Aukin framleiðsla hráefnanna hófst áður en leyfi fékkst fyrir notkun bóluefnisins, en undir venjulegum kringumstæðum myndu lyfjafyrirtæki bíða með það þar til efnið hefur fengið leyfi. Bandaríkjastjórn hefur pantað 100 milljón skammta af bóluefni Pfizer, en hefur svigrúm til að panta 500 milljón skammta til viðbótar. Ríkisstjórn Íslands hefur einnig skrifað undir samning við Pfizer um kaup á 85 þúsund skömmtum af efninu. Þá hefur Evrópusambandið pantað 200 milljón skammta af bóluefninu með svigrúm fyrir aukalegum 100 milljón skömmtum. Japan hefur pantað 120 milljón bóluefnaskammta og ríki í Suður-Ameríku og í Kyrrahafinu hafa einnig lagt inn stórar pantanir fyrir efninu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56 Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59 Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56
Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59
Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40