„Að breyta sjálfum sér er oftast hvorki auðvelt né rómantískt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2020 11:31 Jelena Ćirić segir að árið 2020 hafi verið rússíbani. Vegna Covid lét hún draum um plötuútgáfu rætast en missti líka af brúðkaupi systur sinnar vegna heimsfaraldursins. Jelena Ćirić „Mér líður mjög vel á Íslandi. Það er orðið mitt heimili, það er engin spurning, og ég þrái ekki að flytja annars staðar,“ segir tónlistar- og blaðakonan Jelena Ćirić sem gaf á dögunum út sína fyrstu plötu. Hún viðurkennir þó að hún fái ekki heimþrá hafi það sannarlega verið erfitt að geta ekki heimsótt fjölskyldu sína í Kanada í ár. „Ég missti af brúðkaupi systur minnar sem var haldið í Toronto fyrr í þessum mánuði. Það voru átta á staðnum en við vorum um 80 sem vorum að fylgjast með í gegnum Zoom. Það var meira stemning í því en ég bjóst við, en auðvitað ótrúlega leiðinlegt að geta ekki verið með. En það leiðinlegasta er óvissan, að vita ekki hvenær ég fæ að sjá fjölskylduna mína. En svo er maður náttúrulega þakklátur fyrir margt líka, eins og að það hefur ekki komið upp veikindi í minni fjölskyldu, og fyrir að búa á Íslandi þar sem staðan er tiltölulega góð.“ Jelena hefur unnið mikið í tónlistinni sinni síðan hún flutti til Íslands árið 2016 og sendi svo frá sér sólóplötu á föstudaginn. Hún fæddist í Serbíu en flutti fjögurra ára til Kanada. Hún hefur unnið sem blaðamaður síðustu ár en í Covid gaf hún sér tíma til að láta plötuna verða að veruleika. „Þetta ár hefur verið svolítinn tilfinningarússíbani, sem virðist fara upp og niður með tölunum á covid.is, nema í öfuga átt. Ég á góð tímabil og slæm eins og við eigum flest. En ég geri mitt besta til að ekki berjast gegn því, heldur viðurkenna og sætta mig við hvernig mér líður á hverjum degi. Það er ekkert skrítið við að líða illa í miðjum heimsfaraldri,“ segir Jelena. „Ég hef haldið mun færri tónleika í ár en vanalega en þó hafa samt verið nokkrir frábærir, til dæmis í Norræna húsinu í sumar. Ég sakna þess að spila fyrir fólk, það er það skemmtilegasta og mest gefandi sem ég veit. Annars hefur ekki svo mikið breyst. Ég hef unnið sem blaðakona hjá Iceland Review síðan 2017 en í ár hef ég unnið að heiman miklu meira en vanalega, eins og margir. Ég er þakklát að vera í vinnu það sem það sé kostur. Stundum finnst mér yndislegt að vinna heima en stundum mjög erfitt.“ Jelena flutti til Íslands með eiginmanni sínum Snorra Hallgrímssyni árið 2016, en þau kynntust í tónlistarnámi á Spáni.Skjáskot/Youtube Jelena segir að platan hafi verið lengi í bígerð en faraldurinn hafi ýtt henni áfram. „Þegar maður má ekki hitta fólk eða halda tónleika þá opnast tími. En ástandið hefur líka fengið mig til að spyrja sjálfa mig: hvað er það mikilvægasta fyrir mig, sem ég verð að gera sama hvað? Og það var mjög skýrt fyrir mér að það er tónlist. Þannig að það varð auðveldara en aldrei fyrr að setja hana í forgang.“ Jelena er spennta að gera fleiri tónlistarmyndbönd, enda sé það skemmtilegur hluti af þessu ferli. Þó að þetta sé sólóplata finnst henni ekki rétt að nota orðið sóló listamaður. „Mér finnst það ósanngjarnt hvernig markaðssetning í tónlist strokar oft út allt fólkið sem vinnur að tónlistinni. Ég samdi lögin, spila og syng og gerði margt annað en það eru líka aðrir hljóðfæraleikarar, upptökustjórar, myndlistarfólkið, og svo framvegis sem komu að gerð plötunnar og mér finnst ég ekki vera verri tónlistarmaður fyrir að viðurkenna þeirra framlag. Tónlist er alltaf einhverskonar samvinna, á beinan eða óbeinan hátt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að vinna og skapa með frábæru fólki á þessari plötu.“ Hún myndi sjálf lýsa plötunni sinni með orðunum lífið er ferðalag. „Það er klisja en mér finnst það samt satt. En á lífsferðalaginu er ekki hægt að bara hlaupa áfram. Af og til verðum við að stoppa og hvíla okkur til að geta haldið áfram en það er líka partur af því ferðalagi. Ég kallaði plötuna Shelters one vegna þess að ég samdi lögin sem einhverskonar athvörf fyrir sjálfa mig. Hvert og eitt lag gaf mér pláss til að spyrja spurningu eða upplifa tilfinningu sem ég var að kljást við. En eftir að athvarfið hefur veitt manni skjól, þá er maður tilbúinn að halda áfram á ferðalaginu og meira viðbúinn fyrir það sem á undan er.“ Jelena hefur sent frá sér eitt tónlistarmyndband, við lagið Lines sem var fyrsta smáskífan á plötunni. „Textinn fyrir mig er ótrúlega mikilvægur og mér finnst meira að segja að tónlistin ætti að þjóna honum. Dolly Parton hefur nýlega notað orðið „songtelling“ sem mér finnst lýsi vel markmið mitt sem söngvaskáld. Ég vona að lögin mín nái alltaf að segja sögu. Lines fjallar um allt það sem við gerum til að reyna að breyta lífinu. Við hættum með elskhuga eða förum til spákonu, í rauninni gerum svo margt í lífinu og margt heimskulegt af því að við viljum trúa að ein ákvörðun geti breytt lífinu eða eitt augnablik varpað ljósi á það. Það er svo aðlaðandi af því að það væri svo auðvelt, og rómantískt. En það að breyta sjálfum sér er oftast hvorki auðvelt né rómantískt heldur erfitt og langt ferli.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Ég missti af brúðkaupi systur minnar sem var haldið í Toronto fyrr í þessum mánuði. Það voru átta á staðnum en við vorum um 80 sem vorum að fylgjast með í gegnum Zoom. Það var meira stemning í því en ég bjóst við, en auðvitað ótrúlega leiðinlegt að geta ekki verið með. En það leiðinlegasta er óvissan, að vita ekki hvenær ég fæ að sjá fjölskylduna mína. En svo er maður náttúrulega þakklátur fyrir margt líka, eins og að það hefur ekki komið upp veikindi í minni fjölskyldu, og fyrir að búa á Íslandi þar sem staðan er tiltölulega góð.“ Jelena hefur unnið mikið í tónlistinni sinni síðan hún flutti til Íslands árið 2016 og sendi svo frá sér sólóplötu á föstudaginn. Hún fæddist í Serbíu en flutti fjögurra ára til Kanada. Hún hefur unnið sem blaðamaður síðustu ár en í Covid gaf hún sér tíma til að láta plötuna verða að veruleika. „Þetta ár hefur verið svolítinn tilfinningarússíbani, sem virðist fara upp og niður með tölunum á covid.is, nema í öfuga átt. Ég á góð tímabil og slæm eins og við eigum flest. En ég geri mitt besta til að ekki berjast gegn því, heldur viðurkenna og sætta mig við hvernig mér líður á hverjum degi. Það er ekkert skrítið við að líða illa í miðjum heimsfaraldri,“ segir Jelena. „Ég hef haldið mun færri tónleika í ár en vanalega en þó hafa samt verið nokkrir frábærir, til dæmis í Norræna húsinu í sumar. Ég sakna þess að spila fyrir fólk, það er það skemmtilegasta og mest gefandi sem ég veit. Annars hefur ekki svo mikið breyst. Ég hef unnið sem blaðakona hjá Iceland Review síðan 2017 en í ár hef ég unnið að heiman miklu meira en vanalega, eins og margir. Ég er þakklát að vera í vinnu það sem það sé kostur. Stundum finnst mér yndislegt að vinna heima en stundum mjög erfitt.“ Jelena flutti til Íslands með eiginmanni sínum Snorra Hallgrímssyni árið 2016, en þau kynntust í tónlistarnámi á Spáni.Skjáskot/Youtube Jelena segir að platan hafi verið lengi í bígerð en faraldurinn hafi ýtt henni áfram. „Þegar maður má ekki hitta fólk eða halda tónleika þá opnast tími. En ástandið hefur líka fengið mig til að spyrja sjálfa mig: hvað er það mikilvægasta fyrir mig, sem ég verð að gera sama hvað? Og það var mjög skýrt fyrir mér að það er tónlist. Þannig að það varð auðveldara en aldrei fyrr að setja hana í forgang.“ Jelena er spennta að gera fleiri tónlistarmyndbönd, enda sé það skemmtilegur hluti af þessu ferli. Þó að þetta sé sólóplata finnst henni ekki rétt að nota orðið sóló listamaður. „Mér finnst það ósanngjarnt hvernig markaðssetning í tónlist strokar oft út allt fólkið sem vinnur að tónlistinni. Ég samdi lögin, spila og syng og gerði margt annað en það eru líka aðrir hljóðfæraleikarar, upptökustjórar, myndlistarfólkið, og svo framvegis sem komu að gerð plötunnar og mér finnst ég ekki vera verri tónlistarmaður fyrir að viðurkenna þeirra framlag. Tónlist er alltaf einhverskonar samvinna, á beinan eða óbeinan hátt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að vinna og skapa með frábæru fólki á þessari plötu.“ Hún myndi sjálf lýsa plötunni sinni með orðunum lífið er ferðalag. „Það er klisja en mér finnst það samt satt. En á lífsferðalaginu er ekki hægt að bara hlaupa áfram. Af og til verðum við að stoppa og hvíla okkur til að geta haldið áfram en það er líka partur af því ferðalagi. Ég kallaði plötuna Shelters one vegna þess að ég samdi lögin sem einhverskonar athvörf fyrir sjálfa mig. Hvert og eitt lag gaf mér pláss til að spyrja spurningu eða upplifa tilfinningu sem ég var að kljást við. En eftir að athvarfið hefur veitt manni skjól, þá er maður tilbúinn að halda áfram á ferðalaginu og meira viðbúinn fyrir það sem á undan er.“ Jelena hefur sent frá sér eitt tónlistarmyndband, við lagið Lines sem var fyrsta smáskífan á plötunni. „Textinn fyrir mig er ótrúlega mikilvægur og mér finnst meira að segja að tónlistin ætti að þjóna honum. Dolly Parton hefur nýlega notað orðið „songtelling“ sem mér finnst lýsi vel markmið mitt sem söngvaskáld. Ég vona að lögin mín nái alltaf að segja sögu. Lines fjallar um allt það sem við gerum til að reyna að breyta lífinu. Við hættum með elskhuga eða förum til spákonu, í rauninni gerum svo margt í lífinu og margt heimskulegt af því að við viljum trúa að ein ákvörðun geti breytt lífinu eða eitt augnablik varpað ljósi á það. Það er svo aðlaðandi af því að það væri svo auðvelt, og rómantískt. En það að breyta sjálfum sér er oftast hvorki auðvelt né rómantískt heldur erfitt og langt ferli.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira