Rússneskur vísindamaður ákærður fyrir landráð Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 16:51 Anatoly Gubanov er sagður vera sérfræðingur í þróun hljóðfrárra eldflauga. EPA/Maxim Shipenkov Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir landráð. Fregnir bárust af handtöku Anatoly Gubanov í gær og er hann sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum um þróun hljóðfrárra flugvéla og eldflauga til útsendara annars ríkis. TASS fréttaveitan, sem er í eigu ríkisins, sagði frá því í gær að mál Gubanov væri leynilegt og því væru upplýsingar um hvaða gögn eðlisfræðingurinn er sakaður um að hafa afhent og til hvaða ríkis, væru ríkisleyndarmál. Réttarhöldin sjálf verða líklegast leynileg en verði Gubanov fundinn sekur gæti hann verið dæmdur til allt að tuttugu ára fangelsisvistar. Rússar hafa á undanförnum árum lagt mikið kapp í að þróa hljóðfráar eldfalugar og flugvélar. Þegar tilraun með eina slíka eldflaug heppnaðist í október sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að slík vopn myndu tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Þá var eldflaug af gerðinni Tsirkon skotið af skipi og að eyju í um 450 kílómetra fjarlægð. Þegar mest var, náði eldflaugin áttföldum hljóðhraða, sem samsvarar tæplega tíu þúsund kílómetrum á klukkustund. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Reuters segir málaferli eins og þau sem beinast nú gegn Gubanov vera tiltölulega algeng í Rússlandi. Í síðasta mánuði hafi maður verið dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að reyna að leka hernaðarleyndarmálum til Bandaríkjanna. Þá hafi hermaður og bróðir hans verið handteknir í október fyrir að leka ríkisleyndarmálum til Eistlands. Rússland Hernaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
TASS fréttaveitan, sem er í eigu ríkisins, sagði frá því í gær að mál Gubanov væri leynilegt og því væru upplýsingar um hvaða gögn eðlisfræðingurinn er sakaður um að hafa afhent og til hvaða ríkis, væru ríkisleyndarmál. Réttarhöldin sjálf verða líklegast leynileg en verði Gubanov fundinn sekur gæti hann verið dæmdur til allt að tuttugu ára fangelsisvistar. Rússar hafa á undanförnum árum lagt mikið kapp í að þróa hljóðfráar eldfalugar og flugvélar. Þegar tilraun með eina slíka eldflaug heppnaðist í október sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að slík vopn myndu tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Þá var eldflaug af gerðinni Tsirkon skotið af skipi og að eyju í um 450 kílómetra fjarlægð. Þegar mest var, náði eldflaugin áttföldum hljóðhraða, sem samsvarar tæplega tíu þúsund kílómetrum á klukkustund. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Reuters segir málaferli eins og þau sem beinast nú gegn Gubanov vera tiltölulega algeng í Rússlandi. Í síðasta mánuði hafi maður verið dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að reyna að leka hernaðarleyndarmálum til Bandaríkjanna. Þá hafi hermaður og bróðir hans verið handteknir í október fyrir að leka ríkisleyndarmálum til Eistlands.
Rússland Hernaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira