Íslenski tónlistarhraðallinn Firestarter kynntur til leiks Ritstjórn Albumm skrifar 7. desember 2020 07:00 Ný viðskiptatækifæri í tónlistargeiranum – Covid og hvað svo? Hvernig verður tónlistargeirinn tilbúinn fyrir nýja framtíð þegar kórónuveirufaraldurinn gengur yfir? Dagana 9. og 10. desember fara fram fyrirlestrar, umræður og vinnusmiðjur í nafni tónlistarhraðalsins Firestarter sem ætlað er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Dagskráin hefst með röð fyrirlestra þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar veita þátttakendum innblástur og innsýn í helstu áskoranir og tækifæri tónlistargeirans í kjölfar heimsfaraldurs. Áherslan verður á þá nýju framtíð sem blasir við þeirri starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi, nánar tiltekið tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess. Umsjón í höndum Icelandic Startups Í framhaldi af því býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Að Firestarter standa Tónlistarborgin Reykjavík og ÚTÓN í samstarfi við Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytissins. Nánari upplýsingar er að finna á firestarter.is. Þar er hægt er að skrá sig til þátttöku fram til miðnættis á morgun 8. desember. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Nýsköpun Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið
Dagana 9. og 10. desember fara fram fyrirlestrar, umræður og vinnusmiðjur í nafni tónlistarhraðalsins Firestarter sem ætlað er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Dagskráin hefst með röð fyrirlestra þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar veita þátttakendum innblástur og innsýn í helstu áskoranir og tækifæri tónlistargeirans í kjölfar heimsfaraldurs. Áherslan verður á þá nýju framtíð sem blasir við þeirri starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi, nánar tiltekið tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess. Umsjón í höndum Icelandic Startups Í framhaldi af því býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Að Firestarter standa Tónlistarborgin Reykjavík og ÚTÓN í samstarfi við Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytissins. Nánari upplýsingar er að finna á firestarter.is. Þar er hægt er að skrá sig til þátttöku fram til miðnættis á morgun 8. desember. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Nýsköpun Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið