Tilboðið sem um ræðir er frá spænska B-deildarliðinu Girona og hefur Kári skrifað undir samning við félagið. Girona hefur farið illa af stað á tímabilinu og aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum.
Forseti félagsins er NBA stjarnan Marc Gasol.
Kári, sem er 23 ára, hefur leikið með Haukum allan sinn feril ef frá er talið tímabilið 2016-17, þegar hann lék með Draxel háskólanum í Bandaríkjunum, og tímabilið 2018-19 þegar hann var hjá Barcelona.
Kári lék báða leiki íslenska landsliðsins í forkeppni heimsmeistaramótsins í síðasta mánuði. Hann hefur leikið með landsliðinu síðan 2017.