Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 15:00 Gríðarlegt ísstál. BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. Vísir hefur áður fjallað um ísjakann sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu árið 2017. Gervihnettir hafa fylgst með reki ísjakans sem hlaut raðheitið A-68 og áætlað var að hann væri um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Til samanburðar mældist Vatnajökull um 7.700 ferkílómetrar að flatarmáli árið 2017. Liðsmenn breska flughersins flugu yfir jakann á dögunum sem sýnir ótrúlegt umfang hans. Er ísjakinn það stór að ómögulegt reyndist að ná honum öllum á eina mynd. Gervihnattamynd sem sjá má hér í fréttinni sýnir þó ágætlega umfang hans, í samanburði við eyjuna. Gríðarstór ísgöng virðast liggja undir jakanum.BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE Stærstur hluti jakans rekur nú hratt norðaustur í átt að Suður-Georgíu. Er það nú aðeins um 350 kílómetra frá eyjunni. Talið er að jakinn gæti strandað á grunnsævi og valdið verulegum usla fyrir dýr á eyjunni og á hafsbotni Eins og sjá má er jakinn gríðarlega stór.BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE Strandi ísjakinn við Suður-Georgíu gæti hann verið þar næstu tíu árin. Ísjaki sem rak að ströndum eyjarinnar árið 2004 olli dauða ungviðis bæði mörgæsa og sela. Enn er þó ekki útilokað að hafstraumar beri ísjakann fram hjá Suður-Georgíu til norðvesturs og hann brotni smám saman upp í minni borgarísjaka. Hér sést ísjakinn í samanburði við eyjuna sem hann stefnir á. Eyjan og jakinn eru álíka stórar.COPERNICUS SENTINEL DATA (2020)/PIERRE MARKUSE Suðurskautslandið Loftslagsmál Umhverfismál Bretland Tengdar fréttir Tröllaukinn ísjaki stefnir á breska eyju Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast. 10. nóvember 2020 23:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Vísir hefur áður fjallað um ísjakann sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu árið 2017. Gervihnettir hafa fylgst með reki ísjakans sem hlaut raðheitið A-68 og áætlað var að hann væri um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Til samanburðar mældist Vatnajökull um 7.700 ferkílómetrar að flatarmáli árið 2017. Liðsmenn breska flughersins flugu yfir jakann á dögunum sem sýnir ótrúlegt umfang hans. Er ísjakinn það stór að ómögulegt reyndist að ná honum öllum á eina mynd. Gervihnattamynd sem sjá má hér í fréttinni sýnir þó ágætlega umfang hans, í samanburði við eyjuna. Gríðarstór ísgöng virðast liggja undir jakanum.BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE Stærstur hluti jakans rekur nú hratt norðaustur í átt að Suður-Georgíu. Er það nú aðeins um 350 kílómetra frá eyjunni. Talið er að jakinn gæti strandað á grunnsævi og valdið verulegum usla fyrir dýr á eyjunni og á hafsbotni Eins og sjá má er jakinn gríðarlega stór.BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE Strandi ísjakinn við Suður-Georgíu gæti hann verið þar næstu tíu árin. Ísjaki sem rak að ströndum eyjarinnar árið 2004 olli dauða ungviðis bæði mörgæsa og sela. Enn er þó ekki útilokað að hafstraumar beri ísjakann fram hjá Suður-Georgíu til norðvesturs og hann brotni smám saman upp í minni borgarísjaka. Hér sést ísjakinn í samanburði við eyjuna sem hann stefnir á. Eyjan og jakinn eru álíka stórar.COPERNICUS SENTINEL DATA (2020)/PIERRE MARKUSE
Suðurskautslandið Loftslagsmál Umhverfismál Bretland Tengdar fréttir Tröllaukinn ísjaki stefnir á breska eyju Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast. 10. nóvember 2020 23:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Tröllaukinn ísjaki stefnir á breska eyju Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast. 10. nóvember 2020 23:35