Mál Elísabetar á borði lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2020 10:24 Elísabet Guðmundsdóttir er ekki í tveggja vikna sóttkví þrátt fyrir að hafa ekki farið í skimun. Hún segist ekki taka þátt í þessari vitleysu. Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um einstök mál en staðfestir að mál sé á borði lögreglunnar vegna brota á sóttvarnarlögum. Brot gegn sóttvarnalögum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins fyrir helgi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í gær. Elísabet sagði í samtali við fréttastofu í gær að endurtekið hafi átt að þvinga hana í skimun á Keflavíkurflugvelli. Þá hafi hún verið látin dúsa á bekk í klukkustund án þess að nokkuð væri að gera hjá tollvörðum og lögreglu. „Ég er bara að koma inn í landið. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að þvinga fólk eitt né neitt. Ég er ekki í sóttkví og ég er ekki búin að fara í skimun,“ sagði Elísabet í samtali við fréttastofu í gær. Það hafi ekki verið fyrr en hún hafi hótað að ræða við lögfræðinga sína sem lögreglan á flugvellinum hafi hleypt henni í gegn. Hún lýsir komu sinni til landsins sem hryllingi. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Gagnrýnir aðgerðir Elísabet hefur vakið nokkra athygli undanfarnar vikur fyrir háværar athugasemdir við aðgerðir stjórnvalda. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð fyrir þremur árum, starfði hjá Íslenskri erfðagreiningu og tók svo við starfi klínísks skurðlæknis á brjóstamiðstöð Landspítalans. Í samtali við Vísi gagnrýnir hún aðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Við komuna til Kaupmannahafnar hafi hún bara gengið inn í landið en hér hafi hún getað valið um tvær raðir; Skimunarröðina eða hina röðina þar sem lögreglumenn og tollarar bíði áberandi að hennar sögn. Reglur á landamærum af vefnum Covid.is er nokkuð skýrar. En þar segir að farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um einstök mál en staðfestir að mál sé á borði lögreglunnar vegna brota á sóttvarnarlögum. Brot gegn sóttvarnalögum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins fyrir helgi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í gær. Elísabet sagði í samtali við fréttastofu í gær að endurtekið hafi átt að þvinga hana í skimun á Keflavíkurflugvelli. Þá hafi hún verið látin dúsa á bekk í klukkustund án þess að nokkuð væri að gera hjá tollvörðum og lögreglu. „Ég er bara að koma inn í landið. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að þvinga fólk eitt né neitt. Ég er ekki í sóttkví og ég er ekki búin að fara í skimun,“ sagði Elísabet í samtali við fréttastofu í gær. Það hafi ekki verið fyrr en hún hafi hótað að ræða við lögfræðinga sína sem lögreglan á flugvellinum hafi hleypt henni í gegn. Hún lýsir komu sinni til landsins sem hryllingi. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Gagnrýnir aðgerðir Elísabet hefur vakið nokkra athygli undanfarnar vikur fyrir háværar athugasemdir við aðgerðir stjórnvalda. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð fyrir þremur árum, starfði hjá Íslenskri erfðagreiningu og tók svo við starfi klínísks skurðlæknis á brjóstamiðstöð Landspítalans. Í samtali við Vísi gagnrýnir hún aðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Við komuna til Kaupmannahafnar hafi hún bara gengið inn í landið en hér hafi hún getað valið um tvær raðir; Skimunarröðina eða hina röðina þar sem lögreglumenn og tollarar bíði áberandi að hennar sögn. Reglur á landamærum af vefnum Covid.is er nokkuð skýrar. En þar segir að farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32