„Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 21:59 Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja. Vísir/Arnar Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til lengri tíma, segir breytingar á lögræðislögum nauðsynlegar. Fjarlægja þurfi greinar í lögunum, meðal annars þær sem heimila geðlæknum valdbeitingu gagnvart sjúklingi. Hann hafi gengið í gegnum það að vera sviptur sjálfræði fyrir löngu síðan og lítið hafi breyst í þeim efnum miðað við lýsingar félaga hans. Sveinn Rúnar settist í viðmælandasætið í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hans skoðun er að þrefalda þurfi útgjöld til geðheilbrigðismála á Íslandi svo þau fái nauðsynlegt fé miðað við aðra málaflokka á heilbrigðissviði. Meðferð fólks með geðræn vandamál þurfi að vera grundvölluð á mannréttindanálgun. „Að við komumst burt frá þessu staðnaða kerfi þar sem ofuráhersla hefur verið á lyflækningar, innilokun og þvingun gagnvart sjúklingnum.“ Mikill þyrnir í augum Sveinn Rúnar glímir sjálfur við geðhvörf og þekkir því geðræn vandamál af eigin raun. Hann hefur látið sig málaflokkinn varða lengi. Hann segir nánast ekkert ætlast til þátttöku sjúklingsins í dag. Allt eigi að lækna með lyfjum og raflosti. „Þetta er lýsingin og þetta er í grundvallaratriðum því miður nálgunin enn í dag. Það er það sem við þurfum að skoða og líta á þessi lögræðislög. Þau eru okkur mikill þyrnir í augum. Með lögræðislögunum er heimilað að svipta fólk sjálfræði ef svo ber undir.“ Viðmiðið, mörkin séu svo óskýr. „Það er talað um að ef viðkomandi er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða að útlit sé fyrir það. Eða ætla megi. Það eru nógar líkur. Til þess að viðkomandi sé handtekinn, fluttur á geðdeild, tekinn þar gjarnan föstum tökum. Það er mín eigin reynsla, að fara í gegnum það. Það hefur því miður lítið breyst í því,“ segir Sveinn Rúnar. Eigi ekki að vera hægt Hann lýsir fyrstu móttökunum þannig að hópur manna, sex til sjö, ráðist á mann, felli og svo sé sprautaður í mann stór skammtur af sterku geðlyfi. „Ég er að lýsa því sem ég gekk í gegnum sjálfur oftar en einu sinni. Hjá mér var þetta fyrir 35 árum en hjá öðrum félögum mínum er þetta það sem er að gerast í dag.“ Með sjálfræði séu öll völd einstaklins yfir sjálfum sér fjarlægð. „Þetta á ekkert að vera hægt. Það á að útiloka þetta og sáttmálin um réttindi fólks með fatlanir styður okkur í því. Við þurfum engin lög eða sáttamála. Við vitum með sjálfum okkur, okkar siðferðisvitund segir okkur að svona eigi ekki að fara með fólk.“ Ég er meinleysis grey 28. grein lögræðislaganna sé verst af þeim öllum. Hún gefi vakthafandi geðlækni leyfi til að framkalla þessa svokölluðu þvinguðu lyfjagjöf. 28. grein laganna. „Þessi grein verður bara að fara.“ Auðvitað eigi sjúklingurinn að geta sagt nei við lyfjum. „Auðvitað á lyfjagjöfin að vera í samvinnu og með fullri virðingu. Ef virðingin brestur er lítil von um bata. Þarna er þessum vakthafandi geðlækni gefið allt of mikið valda, sem spillir.“ Hann vísar til 28. greinarinnar þar sem segi að vakthafandi læknir geti aðeins tekið ákvörðun um lyfjagjöf ef hann sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur, eða ef lífi hans og heilsu sé stefnt í voða. „Það hefur aldrei átt við um mig. Ég er meinleysis grey. Ég hef aldrei verið hættulegur sjálfum mér né öðrum. Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt.“ Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Hann hafi gengið í gegnum það að vera sviptur sjálfræði fyrir löngu síðan og lítið hafi breyst í þeim efnum miðað við lýsingar félaga hans. Sveinn Rúnar settist í viðmælandasætið í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hans skoðun er að þrefalda þurfi útgjöld til geðheilbrigðismála á Íslandi svo þau fái nauðsynlegt fé miðað við aðra málaflokka á heilbrigðissviði. Meðferð fólks með geðræn vandamál þurfi að vera grundvölluð á mannréttindanálgun. „Að við komumst burt frá þessu staðnaða kerfi þar sem ofuráhersla hefur verið á lyflækningar, innilokun og þvingun gagnvart sjúklingnum.“ Mikill þyrnir í augum Sveinn Rúnar glímir sjálfur við geðhvörf og þekkir því geðræn vandamál af eigin raun. Hann hefur látið sig málaflokkinn varða lengi. Hann segir nánast ekkert ætlast til þátttöku sjúklingsins í dag. Allt eigi að lækna með lyfjum og raflosti. „Þetta er lýsingin og þetta er í grundvallaratriðum því miður nálgunin enn í dag. Það er það sem við þurfum að skoða og líta á þessi lögræðislög. Þau eru okkur mikill þyrnir í augum. Með lögræðislögunum er heimilað að svipta fólk sjálfræði ef svo ber undir.“ Viðmiðið, mörkin séu svo óskýr. „Það er talað um að ef viðkomandi er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða að útlit sé fyrir það. Eða ætla megi. Það eru nógar líkur. Til þess að viðkomandi sé handtekinn, fluttur á geðdeild, tekinn þar gjarnan föstum tökum. Það er mín eigin reynsla, að fara í gegnum það. Það hefur því miður lítið breyst í því,“ segir Sveinn Rúnar. Eigi ekki að vera hægt Hann lýsir fyrstu móttökunum þannig að hópur manna, sex til sjö, ráðist á mann, felli og svo sé sprautaður í mann stór skammtur af sterku geðlyfi. „Ég er að lýsa því sem ég gekk í gegnum sjálfur oftar en einu sinni. Hjá mér var þetta fyrir 35 árum en hjá öðrum félögum mínum er þetta það sem er að gerast í dag.“ Með sjálfræði séu öll völd einstaklins yfir sjálfum sér fjarlægð. „Þetta á ekkert að vera hægt. Það á að útiloka þetta og sáttmálin um réttindi fólks með fatlanir styður okkur í því. Við þurfum engin lög eða sáttamála. Við vitum með sjálfum okkur, okkar siðferðisvitund segir okkur að svona eigi ekki að fara með fólk.“ Ég er meinleysis grey 28. grein lögræðislaganna sé verst af þeim öllum. Hún gefi vakthafandi geðlækni leyfi til að framkalla þessa svokölluðu þvinguðu lyfjagjöf. 28. grein laganna. „Þessi grein verður bara að fara.“ Auðvitað eigi sjúklingurinn að geta sagt nei við lyfjum. „Auðvitað á lyfjagjöfin að vera í samvinnu og með fullri virðingu. Ef virðingin brestur er lítil von um bata. Þarna er þessum vakthafandi geðlækni gefið allt of mikið valda, sem spillir.“ Hann vísar til 28. greinarinnar þar sem segi að vakthafandi læknir geti aðeins tekið ákvörðun um lyfjagjöf ef hann sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur, eða ef lífi hans og heilsu sé stefnt í voða. „Það hefur aldrei átt við um mig. Ég er meinleysis grey. Ég hef aldrei verið hættulegur sjálfum mér né öðrum. Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt.“
Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira