Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 07:30 Jón Þór Hauksson hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið frá árinu 2018. Vísir/Vilhelm Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. Sigurhátíð íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Búdapest á þriðjudagskvöldið í síðustu viku gæti sett mikinn svip á framtíð liðsins því það virðist vera sem að Knattspyrnusamband Íslands þurfi að velja á milli þjálfarans og nokkurra leikmanna liðsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þá íhuga nokkrir leikmenn, sem hafa verið fastakonur í landsliðinu, að gefa ekki kost á sér í komandi landsliðsverkefni vegna hegðunar landsliðsþjálfarans. Margir leikmannanna voru í uppnámi eftir atvik síðustu viku og eftir því sem mbl.is kemst næst situr það enn í mörgum þeirra þrátt fyrir að þjálfarinn hafi haft samband og beðist afsökunar á hegðun sinni. Jón Þór Hauksson hefur verið í sóttkví síðan að hann kom til landsins frá Ungverjalandi en mun fá tækifæri til að skýra sitt mál þegar hann losnar úr henni. Fótbolti.net sagði fyrst frá því að Jón Þór Hauksson hafi verið undir áhrifum áfengis í fögnuði liðsins eftir að sætið á EM var í höfn og að landsliðsþjálfarinn hafi þótt fara langt yfir strikið í samræðum við leikmenn sem sumar voru í uppnámi eftir þau samtöl. Íslenska liðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi með 1-0 sigri á Ungverjalandi í síðustu viku en liðið er öruggt með að vera eitt af liðunum í öðru sæti sem fer beint á EM. Evrópumótið fer ekki fram fyrr en sumarið 2022 og því er langt í mótið. Næstu verkefni íslenska kvennalandsliðsins er því undankeppni HM í knattspyrnu en næsta úrslitakeppni hennar fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi árið 2023. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Sigurhátíð íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Búdapest á þriðjudagskvöldið í síðustu viku gæti sett mikinn svip á framtíð liðsins því það virðist vera sem að Knattspyrnusamband Íslands þurfi að velja á milli þjálfarans og nokkurra leikmanna liðsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þá íhuga nokkrir leikmenn, sem hafa verið fastakonur í landsliðinu, að gefa ekki kost á sér í komandi landsliðsverkefni vegna hegðunar landsliðsþjálfarans. Margir leikmannanna voru í uppnámi eftir atvik síðustu viku og eftir því sem mbl.is kemst næst situr það enn í mörgum þeirra þrátt fyrir að þjálfarinn hafi haft samband og beðist afsökunar á hegðun sinni. Jón Þór Hauksson hefur verið í sóttkví síðan að hann kom til landsins frá Ungverjalandi en mun fá tækifæri til að skýra sitt mál þegar hann losnar úr henni. Fótbolti.net sagði fyrst frá því að Jón Þór Hauksson hafi verið undir áhrifum áfengis í fögnuði liðsins eftir að sætið á EM var í höfn og að landsliðsþjálfarinn hafi þótt fara langt yfir strikið í samræðum við leikmenn sem sumar voru í uppnámi eftir þau samtöl. Íslenska liðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi með 1-0 sigri á Ungverjalandi í síðustu viku en liðið er öruggt með að vera eitt af liðunum í öðru sæti sem fer beint á EM. Evrópumótið fer ekki fram fyrr en sumarið 2022 og því er langt í mótið. Næstu verkefni íslenska kvennalandsliðsins er því undankeppni HM í knattspyrnu en næsta úrslitakeppni hennar fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi árið 2023.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51