Drátturinn fór fram á nýja Al Bayt-leikvanginum í Katar og voru það fyrrum knattspyrnumennir Daniele De Rossi [Ítalía] og Rafael van der Vaart [Holland] sem hjálpuðu til við dráttinn.
Byrjað var að draga úr fyrsta styrkleikaflokki. Alls eru 55 þjóðir eru í pottinum, þeim var skipt niður í tíu riðla en aðeins fimm lið eru í sjötta styrkleikaflokki og því verða bara fimm lið í helmingi riðlanna.
Riðlar A til E verða með fimm lið en riðlar F til J verða með sex lið en þrettán laus sæti eru á HM í Katar 2022.
Ísland leikur í J-riðli ásamt Þýskaland, Rúmenía, Ísland, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein. Meira um það hér.
Undankeppni mun fara fram frá mars til nóvember 2021 en úrslitakeppnin í Katar hefst síðan 21. nóvember 2022.
Riðlar undankeppninnar
A-riðill: Portúgal, Serbía, Írland, Lúxemborg og Aserbaídsjan.
B-riðill: Spánn, Svíþjóð, Grikkland, Georgía og Kósovó
C-riðill: Ítalía, Sviss, Norður-Írland, Búlgaría og Litáen
D-riðill: Frakkland, Úkraína, Finnland, Bosnía og Hersegóvína og Kasakstan.
E-riðill: Belgía, Wales, Tékkland, Hvíta-Rússland og Eistland
F-riðill: Danmörk, Austurríki, Skotland, Ísrael, Færeyjar og Moldóva.
G-riðill: Holland, Tyrkland, Noregur, Svartfjallaland, Lettland og Gíbraltar.
H-riðill: Króatía, Slóvakía, Rússland, Slóvenía, Kýpur og Malta.
I-riðill: England, Pólland, Ungverjaland, Albanía, Andorra og San Marínó.
J-riðill: Þýskaland, Rúmenía, Ísland, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein.
CONFIRMED: Here are the groups for @UEFA's #WCQ on the road to #WorldCup Qatar 2022!
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 7, 2020
Which games stand out to YOU? pic.twitter.com/sLsXolLR3t