Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2020 08:20 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetur hér Margaret Keenan gegn Covid-19 upp úr klukkan hálfsjö í morgun. Getty/Jacob King Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. Keenan var bólusett á háskólasjúkrahúsinu í Coventry í Bretlandi en Bretar hófu bólusetningu í morgun, fyrstir þjóða, eftir að yfirvöld þar í landi samþykktu bóluefni Pfizer í liðinni viku. Keenan verður 91 árs í næstu viku og sagði að bólusetningin væri besta afmælisgjöf sem hún gæti hugsað sér. Hún átti skartgripaverslun og settist ekki í helgan stein fyrr en hún var orðin 86 ára. „Mér líður eins og ég njóti mikilla forréttinda að vera fyrsta manneskjan sem er bólusett gegn Covid-19, þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað óskað mér því þetta þýðir að ég get nú hlakkað til að verja tíma með fjölskyldu minni og vinum á nýju ári eftir að hafa verið alein mestan hluta þessa árs,“ sagði Keenan við tilefnið í morgun. These cards are a standard NHS reminder card for your follow-up appointment. Health Secretary @MattHancock says cards issued by the NHS after receiving a #coronavirus vaccine and are not an immunity certificate .Get the latest on #COVID19: https://t.co/W5Gk1IqLzX pic.twitter.com/8wX5n3apnl— Sky News (@SkyNews) December 8, 2020 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetti Keeanan og sagði skartgripasalinn fyrrverandi að hún gæti ekki þakkað May og breska heilbrigðiskerfinu, NHS, nægilega fyrir að hugsa svo vel um sig. „Ég ráðlegg öllum að láta bólusetja sig. Ef ég get fengið bóluefnið 90 ára gömul getur þú fengið það líka,“ sagði Keenan. Þessi sögulegi dagur er kallaður V-day í Bretlandi með vísan í enska orðið fyrir bólusetningu, „vaccination“. 800 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í Bretlandi á næstu vikum. Í fyrstu atrennu í Englandi fær fólk yfir áttræðu sprautu með efninu frá Pfizer/BioNTech og einnig tilteknir heilbrigðisstarfsmenn. Í Skotlandi er annar háttur hafður á, þar fá þeir sem gefa bóluefnið fyrstir sprautu og í Wales og á Norður-Írlandi eru heilbrigðisstarfsmenn í fyrsta forgangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Keenan var bólusett á háskólasjúkrahúsinu í Coventry í Bretlandi en Bretar hófu bólusetningu í morgun, fyrstir þjóða, eftir að yfirvöld þar í landi samþykktu bóluefni Pfizer í liðinni viku. Keenan verður 91 árs í næstu viku og sagði að bólusetningin væri besta afmælisgjöf sem hún gæti hugsað sér. Hún átti skartgripaverslun og settist ekki í helgan stein fyrr en hún var orðin 86 ára. „Mér líður eins og ég njóti mikilla forréttinda að vera fyrsta manneskjan sem er bólusett gegn Covid-19, þetta er besta afmælisgjöf sem ég hefði getað óskað mér því þetta þýðir að ég get nú hlakkað til að verja tíma með fjölskyldu minni og vinum á nýju ári eftir að hafa verið alein mestan hluta þessa árs,“ sagði Keenan við tilefnið í morgun. These cards are a standard NHS reminder card for your follow-up appointment. Health Secretary @MattHancock says cards issued by the NHS after receiving a #coronavirus vaccine and are not an immunity certificate .Get the latest on #COVID19: https://t.co/W5Gk1IqLzX pic.twitter.com/8wX5n3apnl— Sky News (@SkyNews) December 8, 2020 Hjúkrunarfræðingurinn Matron May Parsons bólusetti Keeanan og sagði skartgripasalinn fyrrverandi að hún gæti ekki þakkað May og breska heilbrigðiskerfinu, NHS, nægilega fyrir að hugsa svo vel um sig. „Ég ráðlegg öllum að láta bólusetja sig. Ef ég get fengið bóluefnið 90 ára gömul getur þú fengið það líka,“ sagði Keenan. Þessi sögulegi dagur er kallaður V-day í Bretlandi með vísan í enska orðið fyrir bólusetningu, „vaccination“. 800 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í Bretlandi á næstu vikum. Í fyrstu atrennu í Englandi fær fólk yfir áttræðu sprautu með efninu frá Pfizer/BioNTech og einnig tilteknir heilbrigðisstarfsmenn. Í Skotlandi er annar háttur hafður á, þar fá þeir sem gefa bóluefnið fyrstir sprautu og í Wales og á Norður-Írlandi eru heilbrigðisstarfsmenn í fyrsta forgangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira