Rifjuðu upp þegar Ferguson kallaði Raiola drulluhala Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 11:30 Sir Alex á Cheltenham Festival fyrr á þessu ári en hann er mikill hestamaður. Max Mumby/Getty Mino Raiola er umdeildur umboðsmaður og sér í lagi í Manchester borg. Það má með sanni segja að Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður, séu ekki bestu mátar. Stuðningsmenn United rifjuðu það upp í gær. Það vakti ekki mikla kátínu meðal stuðningsmanna United í gær er Raiola kom fram í viðtali og sagði að tími Pogba hjá félaginu væri liðinn, degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hjá United; gegn Leipzig í Meistaradeildini. Raiola sagði að Pogba væri óhamingjusamur í Manchester borg og að hann þyrfti að komast burt sem fyrst. Þetta sagði hann í samtali við miðilinn Tuttosport og vonaðist eftir að Pogba yrði seldur í janúar. Eflaust ekki það Ole Gunnar Solskjær vildi lesa degi fyrir mikilvægan leik gegn RB Leipzig https://t.co/nLUPQc0uXg— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 7, 2020 Raiola og stuðningsmenn Man. United hafa ekki verið bestu vinir frá komunni hans til félagsins og því rifjuðu stuðningsmenn United upp myndband af Sir Alex tala um Raiola. Sir Alex var spurður af hverju Pogba hafði ekki slegið í gegn er hann var á sínum yngri árum hjá United og sá skoski lá ekki á svörum sínum. „Paul Pogba? Hann er bara með lélegan umboðsmann, drulluhala,“ sagði Ferguson við mikil hlátrasköll í salnum. Sir Alex Ferguson on Mino Raiola in 2012: "Paul Pogba? He just had a bad agent, a sh*t bag." #MUFC pic.twitter.com/is6oVGOIJk— United Zone (@ManUnitedZone_) December 7, 2020 Pogba kom til Manchester United sextán ára gamall og var hjá félaginu þangað til hann varð nítján. Þá beið hann ekki lengur eftir fleiri tækifærum hjá United og fór til Juventus. Einungis fjórum árum síðar snéri hann svo aftur til Englands eftir að hafa unnið fjöldann allan af titlum á Ítalíu en endurkoman hefur, að margra mati, ekki verið eins góð og vonast var eftir. Pogba verður í eldlínunni í kvöld er United mætir Leipzig í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið verður í Þýskalandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Það má með sanni segja að Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður, séu ekki bestu mátar. Stuðningsmenn United rifjuðu það upp í gær. Það vakti ekki mikla kátínu meðal stuðningsmanna United í gær er Raiola kom fram í viðtali og sagði að tími Pogba hjá félaginu væri liðinn, degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hjá United; gegn Leipzig í Meistaradeildini. Raiola sagði að Pogba væri óhamingjusamur í Manchester borg og að hann þyrfti að komast burt sem fyrst. Þetta sagði hann í samtali við miðilinn Tuttosport og vonaðist eftir að Pogba yrði seldur í janúar. Eflaust ekki það Ole Gunnar Solskjær vildi lesa degi fyrir mikilvægan leik gegn RB Leipzig https://t.co/nLUPQc0uXg— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 7, 2020 Raiola og stuðningsmenn Man. United hafa ekki verið bestu vinir frá komunni hans til félagsins og því rifjuðu stuðningsmenn United upp myndband af Sir Alex tala um Raiola. Sir Alex var spurður af hverju Pogba hafði ekki slegið í gegn er hann var á sínum yngri árum hjá United og sá skoski lá ekki á svörum sínum. „Paul Pogba? Hann er bara með lélegan umboðsmann, drulluhala,“ sagði Ferguson við mikil hlátrasköll í salnum. Sir Alex Ferguson on Mino Raiola in 2012: "Paul Pogba? He just had a bad agent, a sh*t bag." #MUFC pic.twitter.com/is6oVGOIJk— United Zone (@ManUnitedZone_) December 7, 2020 Pogba kom til Manchester United sextán ára gamall og var hjá félaginu þangað til hann varð nítján. Þá beið hann ekki lengur eftir fleiri tækifærum hjá United og fór til Juventus. Einungis fjórum árum síðar snéri hann svo aftur til Englands eftir að hafa unnið fjöldann allan af titlum á Ítalíu en endurkoman hefur, að margra mati, ekki verið eins góð og vonast var eftir. Pogba verður í eldlínunni í kvöld er United mætir Leipzig í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið verður í Þýskalandi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira