Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 11:50 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn nú í morgun. Líkt og áður segir munu aðgerðirnar sem taka gildi næsta fimmtudag 10. desember gilda í rúman mánuð, eða til 12. janúar, sem Svandís sagði óvenjulangan tíma. Hingað til hafa aðgerðir iðulega gilt í tvær til þrjár vikur í senn. Opið lengur á veitingastöðum Auk breytinga á fjöldatakmörkunum í verslunum munu veitingastaðir geta tekið á móti fimmtán manns og þá verður þeim heimilt að lengja opnunartíma sinn til 22. Ekki verður þó heimilt að taka við nýjum viðskiptavinum eftir klukkan 21. Kynningu ráðherra á aðgerðunum og viðtal Lillýjar Valgerðar Pétursdóttur fréttamanns má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Sund- og baðstöðum verður einnig heimilt að opna á ný fyrir allt að 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Rýmkað í sviðslistum og íþróttum Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða einnig heimilaðir með allt að 30 manns á sviði í einu. Heimilt verður að taka við 50 gestum í sæti á slíka viðburði en þeim skylt að bera grímu. Þá verður fyrirkomulag skólastarfs að mestu óbreytt fyrir utan eftirfarandi breytingar: Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla. Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega. Svandís sagðist hafa gert nokkrar breytingar á tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í samráði við hann. Breytingarnar vörðuðu til dæmis fyrirkomulag á veitingastöðum og í jarðarförum, hvar hámarksfjöldi verður 50 með nýju reglunum. Tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins um tilslakanir á sóttvarnareglum frá 10. desember má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. 8. desember 2020 06:52 „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. 6. desember 2020 19:07 Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. 7. desember 2020 18:19 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn nú í morgun. Líkt og áður segir munu aðgerðirnar sem taka gildi næsta fimmtudag 10. desember gilda í rúman mánuð, eða til 12. janúar, sem Svandís sagði óvenjulangan tíma. Hingað til hafa aðgerðir iðulega gilt í tvær til þrjár vikur í senn. Opið lengur á veitingastöðum Auk breytinga á fjöldatakmörkunum í verslunum munu veitingastaðir geta tekið á móti fimmtán manns og þá verður þeim heimilt að lengja opnunartíma sinn til 22. Ekki verður þó heimilt að taka við nýjum viðskiptavinum eftir klukkan 21. Kynningu ráðherra á aðgerðunum og viðtal Lillýjar Valgerðar Pétursdóttur fréttamanns má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Sund- og baðstöðum verður einnig heimilt að opna á ný fyrir allt að 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Rýmkað í sviðslistum og íþróttum Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða einnig heimilaðir með allt að 30 manns á sviði í einu. Heimilt verður að taka við 50 gestum í sæti á slíka viðburði en þeim skylt að bera grímu. Þá verður fyrirkomulag skólastarfs að mestu óbreytt fyrir utan eftirfarandi breytingar: Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla. Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega. Svandís sagðist hafa gert nokkrar breytingar á tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í samráði við hann. Breytingarnar vörðuðu til dæmis fyrirkomulag á veitingastöðum og í jarðarförum, hvar hámarksfjöldi verður 50 með nýju reglunum. Tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins um tilslakanir á sóttvarnareglum frá 10. desember má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. 8. desember 2020 06:52 „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. 6. desember 2020 19:07 Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. 7. desember 2020 18:19 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. 8. desember 2020 06:52
„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. 6. desember 2020 19:07
Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. 7. desember 2020 18:19