Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 11:50 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn nú í morgun. Líkt og áður segir munu aðgerðirnar sem taka gildi næsta fimmtudag 10. desember gilda í rúman mánuð, eða til 12. janúar, sem Svandís sagði óvenjulangan tíma. Hingað til hafa aðgerðir iðulega gilt í tvær til þrjár vikur í senn. Opið lengur á veitingastöðum Auk breytinga á fjöldatakmörkunum í verslunum munu veitingastaðir geta tekið á móti fimmtán manns og þá verður þeim heimilt að lengja opnunartíma sinn til 22. Ekki verður þó heimilt að taka við nýjum viðskiptavinum eftir klukkan 21. Kynningu ráðherra á aðgerðunum og viðtal Lillýjar Valgerðar Pétursdóttur fréttamanns má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Sund- og baðstöðum verður einnig heimilt að opna á ný fyrir allt að 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Rýmkað í sviðslistum og íþróttum Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða einnig heimilaðir með allt að 30 manns á sviði í einu. Heimilt verður að taka við 50 gestum í sæti á slíka viðburði en þeim skylt að bera grímu. Þá verður fyrirkomulag skólastarfs að mestu óbreytt fyrir utan eftirfarandi breytingar: Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla. Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega. Svandís sagðist hafa gert nokkrar breytingar á tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í samráði við hann. Breytingarnar vörðuðu til dæmis fyrirkomulag á veitingastöðum og í jarðarförum, hvar hámarksfjöldi verður 50 með nýju reglunum. Tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins um tilslakanir á sóttvarnareglum frá 10. desember má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. 8. desember 2020 06:52 „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. 6. desember 2020 19:07 Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. 7. desember 2020 18:19 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn nú í morgun. Líkt og áður segir munu aðgerðirnar sem taka gildi næsta fimmtudag 10. desember gilda í rúman mánuð, eða til 12. janúar, sem Svandís sagði óvenjulangan tíma. Hingað til hafa aðgerðir iðulega gilt í tvær til þrjár vikur í senn. Opið lengur á veitingastöðum Auk breytinga á fjöldatakmörkunum í verslunum munu veitingastaðir geta tekið á móti fimmtán manns og þá verður þeim heimilt að lengja opnunartíma sinn til 22. Ekki verður þó heimilt að taka við nýjum viðskiptavinum eftir klukkan 21. Kynningu ráðherra á aðgerðunum og viðtal Lillýjar Valgerðar Pétursdóttur fréttamanns má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Sund- og baðstöðum verður einnig heimilt að opna á ný fyrir allt að 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Rýmkað í sviðslistum og íþróttum Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða einnig heimilaðir með allt að 30 manns á sviði í einu. Heimilt verður að taka við 50 gestum í sæti á slíka viðburði en þeim skylt að bera grímu. Þá verður fyrirkomulag skólastarfs að mestu óbreytt fyrir utan eftirfarandi breytingar: Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla. Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega. Svandís sagðist hafa gert nokkrar breytingar á tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í samráði við hann. Breytingarnar vörðuðu til dæmis fyrirkomulag á veitingastöðum og í jarðarförum, hvar hámarksfjöldi verður 50 með nýju reglunum. Tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins um tilslakanir á sóttvarnareglum frá 10. desember má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. 8. desember 2020 06:52 „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. 6. desember 2020 19:07 Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. 7. desember 2020 18:19 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. 8. desember 2020 06:52
„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. 6. desember 2020 19:07
Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. 7. desember 2020 18:19