Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 16:04 Ísland vann tólf af 20 leikjum sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. Jón Þór segist hafa farið yfir strikið í samræðum sínum við leikmenn landsliðsins þegar hann var undir áhrifum áfengis í Ungverjalandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Íslenska liðið fagnaði þá því að vera komið á EM 2022 í Englandi. Í yfirlýsingu frá KSÍ kemur fram að sambandið og Jón Þór hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins. Í yfirlýsingu Jóns Þórs viðurkennir hann mistök sín í fögnuðinum í Ungverjalandi og segist hafa brugðist sem þjálfari íslenska liðsins. Jón Þór segir jafnframt að eftir samtöl við leikmenn væri ljóst að það yrði erfitt að endurheimta nauðsynlegt traust milli sín og þeirra. Því hafi það verið heillavænlegast að hann stigi frá borði. Yfirlýsing KSÍ Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson Jón Þór stýrði Íslandi í síðasta sinn þegar það vann Ungverjaland, 0-1, fyrir viku. Íslendingar enduðu í 2. sæti H-riðils undankeppni EM með nítján stig og komust inn á lokamótið sem eitt þeirra þriggja liða sem var með bestan árangur í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Jón Þór tók við íslenska landsliðinu af Frey Alexanderssyni haustið 2018. Hann stýrði Íslandi í 20 leikjum; tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. Skagamaðurinn er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins frá upphafi. EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Sjá meira
Jón Þór segist hafa farið yfir strikið í samræðum sínum við leikmenn landsliðsins þegar hann var undir áhrifum áfengis í Ungverjalandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Íslenska liðið fagnaði þá því að vera komið á EM 2022 í Englandi. Í yfirlýsingu frá KSÍ kemur fram að sambandið og Jón Þór hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins. Í yfirlýsingu Jóns Þórs viðurkennir hann mistök sín í fögnuðinum í Ungverjalandi og segist hafa brugðist sem þjálfari íslenska liðsins. Jón Þór segir jafnframt að eftir samtöl við leikmenn væri ljóst að það yrði erfitt að endurheimta nauðsynlegt traust milli sín og þeirra. Því hafi það verið heillavænlegast að hann stigi frá borði. Yfirlýsing KSÍ Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson Jón Þór stýrði Íslandi í síðasta sinn þegar það vann Ungverjaland, 0-1, fyrir viku. Íslendingar enduðu í 2. sæti H-riðils undankeppni EM með nítján stig og komust inn á lokamótið sem eitt þeirra þriggja liða sem var með bestan árangur í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Jón Þór tók við íslenska landsliðinu af Frey Alexanderssyni haustið 2018. Hann stýrði Íslandi í 20 leikjum; tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. Skagamaðurinn er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins frá upphafi.
Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálfari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síður telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum velfarnaðar í þjálfarastörfum í framtíðinni. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því markmiði sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Efti sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Ég óska liðinu og leikmönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson
EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Sjá meira