Fastur í Tókýó: „Legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Víkingur er einn besti píanóleikari landsins @vikingurolafsson Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er sem stendur staddur í Japan á tónleikaferðalagi og verður hann fastur þar einn yfir jólin. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Ég var með rosalega þéttan túr sem lýkur á Þorláksmessu og ætlaði síðan í miðnæturflug til Evrópu og var skipulagt fyrir um tveimur árum. Svo átti ég flug frá Evrópu með Icelandair og átti að lenda klukkan tvö á aðfangadag og það var svona fallegur jólaljómi yfir þessu,“ segir Víkingur sem staddur er í Japan. Hann segir að á dögunum hafi verið tilkynnt að öllum flugum hefði verið aflýst á aðfangadag. „Ekki bara Icelandair, heldur það flýgur ekkert flugfélag til landsins og aðfangadag og ekki heldur á jóladag. Ég gat ekki aflýst þessum tónleikum því það var búið að selja þá upp og ég væri skaðabótaskyldur. Þannig að ég er bara í þeirri stöðu að vera einn í Tókýó á jólunum. Ég var að horfa á Lost in Translation þar sem að Bill Murray er í mínum sporum og eftir að hafa horft á það lítur þetta betur út og gæti bara orðið ævintýralega skemmtilegt.“ Víkingur segist ætla fá sér gott sushi á aðfangadagskvöld. „Ég var farinn að velta fyrir mér að reyna koma mér í cargo vél og sitja í kuldanum, mig langaði bara að komast heim til sonar míns og konunnar minnar en ég er bara að verða eins og Trump og er hægt og bítandi að sætta mig við þetta.“ Hann segir að þetta sé vissulega fyrsta heims vandamál og hann sé ánægður að vera yfirleitt með atvinnu og geta komið fram á tónleikum. Hann segir að þetta verði Skype-jólin. „Nema klukkan sex á aðfangadag er klukkan þrjú um nótt í Tókýó. Ég legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Japan Jól Menning Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Ég var með rosalega þéttan túr sem lýkur á Þorláksmessu og ætlaði síðan í miðnæturflug til Evrópu og var skipulagt fyrir um tveimur árum. Svo átti ég flug frá Evrópu með Icelandair og átti að lenda klukkan tvö á aðfangadag og það var svona fallegur jólaljómi yfir þessu,“ segir Víkingur sem staddur er í Japan. Hann segir að á dögunum hafi verið tilkynnt að öllum flugum hefði verið aflýst á aðfangadag. „Ekki bara Icelandair, heldur það flýgur ekkert flugfélag til landsins og aðfangadag og ekki heldur á jóladag. Ég gat ekki aflýst þessum tónleikum því það var búið að selja þá upp og ég væri skaðabótaskyldur. Þannig að ég er bara í þeirri stöðu að vera einn í Tókýó á jólunum. Ég var að horfa á Lost in Translation þar sem að Bill Murray er í mínum sporum og eftir að hafa horft á það lítur þetta betur út og gæti bara orðið ævintýralega skemmtilegt.“ Víkingur segist ætla fá sér gott sushi á aðfangadagskvöld. „Ég var farinn að velta fyrir mér að reyna koma mér í cargo vél og sitja í kuldanum, mig langaði bara að komast heim til sonar míns og konunnar minnar en ég er bara að verða eins og Trump og er hægt og bítandi að sætta mig við þetta.“ Hann segir að þetta sé vissulega fyrsta heims vandamál og hann sé ánægður að vera yfirleitt með atvinnu og geta komið fram á tónleikum. Hann segir að þetta verði Skype-jólin. „Nema klukkan sex á aðfangadag er klukkan þrjú um nótt í Tókýó. Ég legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Japan Jól Menning Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira