Íslendingar og Bretar skrifa undir viðskiptasamning Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2020 13:13 Um 90 prósent af núverandi viðskiptum Breta og Íslendinga verða áfram tollfrjáls, að því er fram kemur í tilkynningu frá breska utanríkisráðuneytinu. Getty Bresk og íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir bráðabirgðafríverslunarsamning sem mun taka gildi í ársbyrjun 2021. Frá þessu segir á vef breska utanríkisviðskiptaráðuneytisins, en samningnum er ætlað að tryggja áframhaldandi viðskiptasamband ríkjanna eftir að aðlögunartímabil Bretlands eftir útgöngu úr Evrópusambandinu og þar með evrópska efnahagssvæðinu lýkur um áramót. Í tilkynningunni segir að samkvæmt samningnum munu um 90 prósent af vöruviðskiptum ríkjanna áfram vera tollfrjáls. Í samningi Breta og Norðmanna, sem einnig var skrifaður undir í dag, er hlutfallið 95 prósent. Sérstaklega er tekið fram að breskir neytendur munu áfram geta notið frosinnar ýsu frá Íslandi og Noregi sem verður áfram tollfrjáls. Uppfært klukkan 14:30: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir samningurinn tryggi óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta við Bretland. Er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, að fagnaðarefni sé að kjarnahagsmunir íslenskra fyrirtækja hafi nú verið tryggðir. Samningurinn eru sagður byggja á samningi sem upphaflega var gerður í apríl 2019 og stóð til að tæki gildi ef útganga Bretlands úr ESB hefði verið án samnings. „Þar sem Bretland gekk úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi þann 31. janúar sl. kom aldrei til þess að sá samningur tæki gildi. Í október sl. náðist samkomulag um að bráðabirgðasamningurinn taki gildi um áramót uns fríverslunarsamningurinn er tilbúinn og með undirrituninni í dag er sú ákvörðun fest í sessi,“ stendur í tilkynningunni. Ennfremur segir að íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á að styrkja enn frekar og byggja upp sambandið við Bretland eftir útgöngu. „Bráðabirgðafríverslunarsamningurinn tryggir að inn- og útflutningur til og frá Bretlandi lúti ekki hærri tollum en í dag. Markmið samningsins er þannig að viðhalda gildandi kjörum þar til samið hefur verið um nýjan og viðameiri fríverslunarsamning á milli ríkjanna. Noregur á jafnframt aðild að samningnum.“ Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Brexit Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Frá þessu segir á vef breska utanríkisviðskiptaráðuneytisins, en samningnum er ætlað að tryggja áframhaldandi viðskiptasamband ríkjanna eftir að aðlögunartímabil Bretlands eftir útgöngu úr Evrópusambandinu og þar með evrópska efnahagssvæðinu lýkur um áramót. Í tilkynningunni segir að samkvæmt samningnum munu um 90 prósent af vöruviðskiptum ríkjanna áfram vera tollfrjáls. Í samningi Breta og Norðmanna, sem einnig var skrifaður undir í dag, er hlutfallið 95 prósent. Sérstaklega er tekið fram að breskir neytendur munu áfram geta notið frosinnar ýsu frá Íslandi og Noregi sem verður áfram tollfrjáls. Uppfært klukkan 14:30: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir samningurinn tryggi óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta við Bretland. Er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, að fagnaðarefni sé að kjarnahagsmunir íslenskra fyrirtækja hafi nú verið tryggðir. Samningurinn eru sagður byggja á samningi sem upphaflega var gerður í apríl 2019 og stóð til að tæki gildi ef útganga Bretlands úr ESB hefði verið án samnings. „Þar sem Bretland gekk úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi þann 31. janúar sl. kom aldrei til þess að sá samningur tæki gildi. Í október sl. náðist samkomulag um að bráðabirgðasamningurinn taki gildi um áramót uns fríverslunarsamningurinn er tilbúinn og með undirrituninni í dag er sú ákvörðun fest í sessi,“ stendur í tilkynningunni. Ennfremur segir að íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á að styrkja enn frekar og byggja upp sambandið við Bretland eftir útgöngu. „Bráðabirgðafríverslunarsamningurinn tryggir að inn- og útflutningur til og frá Bretlandi lúti ekki hærri tollum en í dag. Markmið samningsins er þannig að viðhalda gildandi kjörum þar til samið hefur verið um nýjan og viðameiri fríverslunarsamning á milli ríkjanna. Noregur á jafnframt aðild að samningnum.“
Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Brexit Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira