Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:21 Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir breytingarnar sem þingmenn sameinuðust allir um þýddu að greiðslur til öryrkja hækkuðu í samræmi við launahækkanir. Vísir/Vilhelm Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. Önnur umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um framfærsluuppbót og eingreiðslu til öryrkja fór fram í dag og skiluðu fulltrúar allra flokka í velferðarnefnd sameiginlegu áliti í málinu. Upphæð tekjuuppbótar er uppfærð og síðan hækkuð um 3,6 prósent og dregið úr tekjutengingum til lækkunar bóta. Halla Signý Kristjánsdóttir segir þingheim leggja höfuðáherslu á að öryrkjum berist 50 þúsund króna skattfrjáls eingreiðsla fyrir jól.Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir annar varamaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins mælti fyrir nefndaráliti fulltrúa allra flokka. Hún sagði frumvarpið tryggja öryrkjum miðað við fullar bætur 50 þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu og öðrum miðað við hlutfall bóta sem ekki skerði aðrar greiðslur til þeirra. „Nefndin leggur áherslu á að sérstök eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jólin. Nefndin telur brýnt að tryggja hraðan framgang málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Halla Signý. Guðmundur Ingi Kristinsson segir vinnubrögð fulltrúa flokka í velferðarnefnd hafa verið til fyrirmyndar í þessu máli.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fagnaði því sérstaklega að allir flokkar skyldu sameinast um afgreiðslu málsins. Batnandi mönnum væri best að lifa. „Ég vona heitt og innilega þessi vinnubrögð sem við erum búin að sýna í þessu máli, hvernig við unnum þetta mál og koma því fyrir og hvernig er verið að setja þetta fram allir í sátt og samlyndi viti á gott. Þetta þurfum við að gera oftar og við þurfum að taka höndum saman og sjá til þess líka í þessu samhengi og gera það á þann hátt að við sjáum til þess að enginn þurfi að lifa í fátækt eða sárafátækt á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi. Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um framfærsluuppbót og eingreiðslu til öryrkja fór fram í dag og skiluðu fulltrúar allra flokka í velferðarnefnd sameiginlegu áliti í málinu. Upphæð tekjuuppbótar er uppfærð og síðan hækkuð um 3,6 prósent og dregið úr tekjutengingum til lækkunar bóta. Halla Signý Kristjánsdóttir segir þingheim leggja höfuðáherslu á að öryrkjum berist 50 þúsund króna skattfrjáls eingreiðsla fyrir jól.Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir annar varamaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins mælti fyrir nefndaráliti fulltrúa allra flokka. Hún sagði frumvarpið tryggja öryrkjum miðað við fullar bætur 50 þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu og öðrum miðað við hlutfall bóta sem ekki skerði aðrar greiðslur til þeirra. „Nefndin leggur áherslu á að sérstök eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jólin. Nefndin telur brýnt að tryggja hraðan framgang málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Halla Signý. Guðmundur Ingi Kristinsson segir vinnubrögð fulltrúa flokka í velferðarnefnd hafa verið til fyrirmyndar í þessu máli.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fagnaði því sérstaklega að allir flokkar skyldu sameinast um afgreiðslu málsins. Batnandi mönnum væri best að lifa. „Ég vona heitt og innilega þessi vinnubrögð sem við erum búin að sýna í þessu máli, hvernig við unnum þetta mál og koma því fyrir og hvernig er verið að setja þetta fram allir í sátt og samlyndi viti á gott. Þetta þurfum við að gera oftar og við þurfum að taka höndum saman og sjá til þess líka í þessu samhengi og gera það á þann hátt að við sjáum til þess að enginn þurfi að lifa í fátækt eða sárafátækt á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi.
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00
Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20