Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2020 14:11 Frá aðallestarstöðinni í Stokkhólmi. Alls hafa nú rúmlega sjö þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Getty Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. Björn Eriksson, forstjóri heilbrigðisþjónustunnar í Region Stockholm, hefur biðlað til yfirvalda um að fá aukinn mannafla til að hægt sé að sinna öllum þeim sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Alls séu 83 nú á gjörgæslu vegna Covid-19 í Stokkhólmi. Greint var frá því í morgun að dauðsföllum vegna Covid-19 í Svíþjóð hafi fjölgað um 96 síðan í gær. Alls hafi því 7.296 látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Smituðum hefur fjölgað um rúmlega sjö þúsund síðan í gær og hafa því alls um 305 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Svíþjóð frá upphafi. Alls er nú 261 á gjörgæslu í landinu vegna Covid-19. Gagnrýndi íbúa Stokkhólms harðlega Eriksson gagnrýndi íbúa í Stokkhólmi harðlega á fréttamannafundi í dag og sagði marga ekki taka ástandið nógu alvarlega. „Við höfum verið í mannmergð og verið í samskiptum við of marga utan heimilis. Þetta gengur upp núna þar sem heilbrigðisstarfsfólk skilar enn á ný stórkostlegu vinnuframlagi. En þetta gengur ekki til lengdar,“ sagði Eriksson. „Nú er komið nóg. Það getur ekki verið þess virði – að hafa alla þessa hittinga eftir vinnu og fara milli verslana í jólagjafainnkaupum eða hitta fólk í aðventukaffi. Afleiðingarnar verða skelfilegar,“ sagði Eriksson. Hann segir ekkert lát vera á fjölgun smittilfella í borginni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Björn Eriksson, forstjóri heilbrigðisþjónustunnar í Region Stockholm, hefur biðlað til yfirvalda um að fá aukinn mannafla til að hægt sé að sinna öllum þeim sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Alls séu 83 nú á gjörgæslu vegna Covid-19 í Stokkhólmi. Greint var frá því í morgun að dauðsföllum vegna Covid-19 í Svíþjóð hafi fjölgað um 96 síðan í gær. Alls hafi því 7.296 látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Smituðum hefur fjölgað um rúmlega sjö þúsund síðan í gær og hafa því alls um 305 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Svíþjóð frá upphafi. Alls er nú 261 á gjörgæslu í landinu vegna Covid-19. Gagnrýndi íbúa Stokkhólms harðlega Eriksson gagnrýndi íbúa í Stokkhólmi harðlega á fréttamannafundi í dag og sagði marga ekki taka ástandið nógu alvarlega. „Við höfum verið í mannmergð og verið í samskiptum við of marga utan heimilis. Þetta gengur upp núna þar sem heilbrigðisstarfsfólk skilar enn á ný stórkostlegu vinnuframlagi. En þetta gengur ekki til lengdar,“ sagði Eriksson. „Nú er komið nóg. Það getur ekki verið þess virði – að hafa alla þessa hittinga eftir vinnu og fara milli verslana í jólagjafainnkaupum eða hitta fólk í aðventukaffi. Afleiðingarnar verða skelfilegar,“ sagði Eriksson. Hann segir ekkert lát vera á fjölgun smittilfella í borginni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36