Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2020 17:10 Héraðssaksóknari Reykjaness hefur ákært mennina þrjá fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi að gáleysi. Vísir/Vilhelm Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. Samkvæmt ákærunni hafði öryggisbúnaður á vinnuvél sem maðurinn starfaði við verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að Pawel Giniewicz klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og dó í kjölfarið. Einn yfirmannanna, sem er verkstjóri hjá verksmiðjunni, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar er framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eru eigendur verksmiðjunnar, hafa verið ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Framkvæmdastjórinn er einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Fram kemur í ákærunni að einn ákærðu hafi miðvikudaginn 21. júlí 2017 gert öryggisbúnað frauðpressuvélar óvirkan vitandi það að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana og síðan gangsett vélina sem hafði verið stöðvuð án þess að gæta að því hvort einhver væri inni í vélinni. Maðurinn er sagður ekki hafa upplýst alla starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hafi verið óvirkjaður. Við gangsetningu hafi Pawel svo klemmst á milli móta vélarinnar og látist af áverkum sem hann hlaut við það. Pawel var pólskur og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og var hann 32 ára þegar hann dó. Móðir Pawels og bróðir hans hafa krafist þess að hinir ákærðu greiði þeim miska- og skaðabætur. Móðir Pawels hefur krafist 3.071.911 króna í miska- og skaðabætur ásamt vöxtum en bróðir hans 1,5 milljónar í miskabætur. Dómsmál Reykjanesbær Vinnuslys Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Samkvæmt ákærunni hafði öryggisbúnaður á vinnuvél sem maðurinn starfaði við verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að Pawel Giniewicz klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og dó í kjölfarið. Einn yfirmannanna, sem er verkstjóri hjá verksmiðjunni, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar er framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eru eigendur verksmiðjunnar, hafa verið ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Framkvæmdastjórinn er einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Fram kemur í ákærunni að einn ákærðu hafi miðvikudaginn 21. júlí 2017 gert öryggisbúnað frauðpressuvélar óvirkan vitandi það að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana og síðan gangsett vélina sem hafði verið stöðvuð án þess að gæta að því hvort einhver væri inni í vélinni. Maðurinn er sagður ekki hafa upplýst alla starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hafi verið óvirkjaður. Við gangsetningu hafi Pawel svo klemmst á milli móta vélarinnar og látist af áverkum sem hann hlaut við það. Pawel var pólskur og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og var hann 32 ára þegar hann dó. Móðir Pawels og bróðir hans hafa krafist þess að hinir ákærðu greiði þeim miska- og skaðabætur. Móðir Pawels hefur krafist 3.071.911 króna í miska- og skaðabætur ásamt vöxtum en bróðir hans 1,5 milljónar í miskabætur.
Dómsmál Reykjanesbær Vinnuslys Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira