Draumurinn um skíði um jólin fjarlægur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2020 09:01 Bláfjöll í blíðunni á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir annað en að skíðasvæði landsins verði að mestu lokuð yfir jólin. Skíðaþyrstir Íslendingar þurfa því að láta gönguskíði eða fjallaskíði duga geti þeir ekki beðið eftir að renna sér í snjónum. Um þetta leyti ársins eru skíðasvæði landsins yfirleitt opnuð eða við það að opna. Ef snjór leyfir er fastur liður hjá mörgum um jólin að bregða sér á skíði. En með eins og svo margt annað undanfarna mánuði kemur kórónuveirufaraldurinn í veg fyrir það. Forsvarsmenn skíðasvæða víða um land höfðu leyft sér að vona að hægt yrði að opna skíðasvæðin í desember, til að mynda hefur hefur dagsetningin 17. desember verið nefnd til sögunnar varðandi opnum á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Án frekari tilslakana er þó ljóst að skíðasvæðin munu ekki opna á nýjan leik á þessu ári. Leið þrjú við lýði Engar tilslakanir í tengslum við skíðasvæði eru nefnilega að finna í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi á miðnætti og gildir til 12. janúar. Leiðirnar sex sem Samtök skíðasvæða hafa gert tillögu að verði stuðst við varðandi opnun skíðasvæða. Heimilt er að hafa opið samkvæmt leið þrjú eins og sakir standa.Samtök skíðasvæða á Íslandi Í byrjun mánaðarins fengu Samtök skíðasvæða á Íslandi það staðfest frá yfirvöldum að samkvæmt þeirri reglugerð sem var í gildi á undan þeirri sem tók gildi á miðnætti, væri skíðasvæðum heimilt að hafa opið samkvæmt svokallaðri leið þrjú. Hún felur í sér að lyftur mega vera opnar fyrir æfingar barna fædd fyrir 2005, auk þess sem að skíðaganga er heimiluð. Leið þrjú er ein af sex leiðum sem samtökin lögðu til að styðjast mætti við í tengslum við opnun skíðasvæða á nýjan leik. Skíðasvæðin hafa fengið þær upplýsingar að áfram verði heimilt að miða við leið þrjú miðað við þá reglugerð sem tók gildi á miðnætti. „Þetta er bara árið og það verður bara að taka því“ „Það er búið að segja okkur að við eigum að styðja okkur við þrjú en við erum ekki komin með neitt skriflegt þannig að ég er ekki að fara að gera ráð fyrir að það verði neinar breytingar hjá okkur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu Það verður þá ekki hægt að skíða um jólin? „Nei, þetta gildir til 12. janúar og gildir fyrir öll skíðasvæðin eins og við erum að skilja þetta. Auðvitað er þetta mjög slæmt, við erum að selja vetrarkortin okkar núna og tilboð til áramóta en það er bara þannig. Þetta er bara árið og það verður bara að taka því,“ segir Magnús. Staðan í Bláfjöllum síðdegis í gær. Nægur snjór til staðar. Bætir hann við að ef það væri leyfilegt að taka á móti gestum í lyfturnar hefðu skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli opnað um síðustu helgi. „Við værum nýlega búnir að opna. Við hefðum sennilega opnað síðustu helgi. Síðan þá er búið að snjóa gríðarlega mikið,“ segir Magnús. Mikill fjöldi sem sækir í fjöllinn Hann bendir á að þrátt fyrir að lyfturnar sé ekki opnar komi töluverður fjöldi fólks á skíðasvæðin til þess að njóta útiverunnar. „Það er ótrúlegur fjöldi í fjöllunum hérna á þokkalegum dögum. Fólk sem mætir snemma, er byrjað að labba upp, á gönguskíðum. Maður finnur þörfina svo greinilega hjá fólki að geta komist aðeins út að leika sér. Ég er að horfa á til dæmis núna þessu roki sem er núna, það eru þrír að renna sér hérna á brettum við hliðina á brekkunum.“ Sem labba þá bara upp? „Já,“ segir Magnús sem ræddi við fréttastofu síðdegis í gær. Svona var staðan á skíðasvæðinu við Dalvík í gær. Svipaða sögu er að segja frá skíðasvæðum víða um land þar sem gönguskíðin eru að koma sterk inn, enda leyfilegt að stunda gönguskíði. Tilbúnir þegar kallið kemur Líklegt er að það hafi að einhverju leyti svalað skíðaþorsta landsmanna enda hafa skíðasvæðin verið lokuð frá því í mars. Þeir allra hörðustu leggja stund á fjallaskíðaiðkun og segir Magnús greinilegt að margir hafi farið þá leið síðasta vetur þegar skíðasvæðunum var lokað. En hvort sem að einhverjar tilslakanir verða gerðar fyrir 12. jan eða ekki verða menn klárir þegar kallið kemur. „Við erum alveg tilbúnir. Það er gríðarlega mikill snjór hérna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Uppbyggingin á skíðasvæðunum á byrjunarreit Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum. 16. nóvember 2020 11:56 Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum. 20. mars 2020 22:37 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Um þetta leyti ársins eru skíðasvæði landsins yfirleitt opnuð eða við það að opna. Ef snjór leyfir er fastur liður hjá mörgum um jólin að bregða sér á skíði. En með eins og svo margt annað undanfarna mánuði kemur kórónuveirufaraldurinn í veg fyrir það. Forsvarsmenn skíðasvæða víða um land höfðu leyft sér að vona að hægt yrði að opna skíðasvæðin í desember, til að mynda hefur hefur dagsetningin 17. desember verið nefnd til sögunnar varðandi opnum á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Án frekari tilslakana er þó ljóst að skíðasvæðin munu ekki opna á nýjan leik á þessu ári. Leið þrjú við lýði Engar tilslakanir í tengslum við skíðasvæði eru nefnilega að finna í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi á miðnætti og gildir til 12. janúar. Leiðirnar sex sem Samtök skíðasvæða hafa gert tillögu að verði stuðst við varðandi opnun skíðasvæða. Heimilt er að hafa opið samkvæmt leið þrjú eins og sakir standa.Samtök skíðasvæða á Íslandi Í byrjun mánaðarins fengu Samtök skíðasvæða á Íslandi það staðfest frá yfirvöldum að samkvæmt þeirri reglugerð sem var í gildi á undan þeirri sem tók gildi á miðnætti, væri skíðasvæðum heimilt að hafa opið samkvæmt svokallaðri leið þrjú. Hún felur í sér að lyftur mega vera opnar fyrir æfingar barna fædd fyrir 2005, auk þess sem að skíðaganga er heimiluð. Leið þrjú er ein af sex leiðum sem samtökin lögðu til að styðjast mætti við í tengslum við opnun skíðasvæða á nýjan leik. Skíðasvæðin hafa fengið þær upplýsingar að áfram verði heimilt að miða við leið þrjú miðað við þá reglugerð sem tók gildi á miðnætti. „Þetta er bara árið og það verður bara að taka því“ „Það er búið að segja okkur að við eigum að styðja okkur við þrjú en við erum ekki komin með neitt skriflegt þannig að ég er ekki að fara að gera ráð fyrir að það verði neinar breytingar hjá okkur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu Það verður þá ekki hægt að skíða um jólin? „Nei, þetta gildir til 12. janúar og gildir fyrir öll skíðasvæðin eins og við erum að skilja þetta. Auðvitað er þetta mjög slæmt, við erum að selja vetrarkortin okkar núna og tilboð til áramóta en það er bara þannig. Þetta er bara árið og það verður bara að taka því,“ segir Magnús. Staðan í Bláfjöllum síðdegis í gær. Nægur snjór til staðar. Bætir hann við að ef það væri leyfilegt að taka á móti gestum í lyfturnar hefðu skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli opnað um síðustu helgi. „Við værum nýlega búnir að opna. Við hefðum sennilega opnað síðustu helgi. Síðan þá er búið að snjóa gríðarlega mikið,“ segir Magnús. Mikill fjöldi sem sækir í fjöllinn Hann bendir á að þrátt fyrir að lyfturnar sé ekki opnar komi töluverður fjöldi fólks á skíðasvæðin til þess að njóta útiverunnar. „Það er ótrúlegur fjöldi í fjöllunum hérna á þokkalegum dögum. Fólk sem mætir snemma, er byrjað að labba upp, á gönguskíðum. Maður finnur þörfina svo greinilega hjá fólki að geta komist aðeins út að leika sér. Ég er að horfa á til dæmis núna þessu roki sem er núna, það eru þrír að renna sér hérna á brettum við hliðina á brekkunum.“ Sem labba þá bara upp? „Já,“ segir Magnús sem ræddi við fréttastofu síðdegis í gær. Svona var staðan á skíðasvæðinu við Dalvík í gær. Svipaða sögu er að segja frá skíðasvæðum víða um land þar sem gönguskíðin eru að koma sterk inn, enda leyfilegt að stunda gönguskíði. Tilbúnir þegar kallið kemur Líklegt er að það hafi að einhverju leyti svalað skíðaþorsta landsmanna enda hafa skíðasvæðin verið lokuð frá því í mars. Þeir allra hörðustu leggja stund á fjallaskíðaiðkun og segir Magnús greinilegt að margir hafi farið þá leið síðasta vetur þegar skíðasvæðunum var lokað. En hvort sem að einhverjar tilslakanir verða gerðar fyrir 12. jan eða ekki verða menn klárir þegar kallið kemur. „Við erum alveg tilbúnir. Það er gríðarlega mikill snjór hérna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skíðasvæði Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Uppbyggingin á skíðasvæðunum á byrjunarreit Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum. 16. nóvember 2020 11:56 Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum. 20. mars 2020 22:37 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Uppbyggingin á skíðasvæðunum á byrjunarreit Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum. 16. nóvember 2020 11:56
Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum. 20. mars 2020 22:37