Skíðaíþróttir

Fréttamynd

Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag

Opið verður í skíða- og sleðabrekkunum í Ártúnsbrekkunni í dag. Reykjavíkurborg hefur verið í snjóframleiðslu á svæðinu frá því fyrir helgi. Í tilkynningu kemur fram að vel hafi gengið að búa til snjó. Hann sé harðpakkaður og fínt að gera ráð fyrir því þegar brekkan er notuð.

Innlent
Fréttamynd

Snjó­fram­leiðslan „fárán­lega flott“ í Ártúns­brekkunni

Líklegt er að skíðasvæðið í Ártúnsbrekku verði opnað á miðvikudag. Hafin var snjóframleiðsla á svæðinu síðasta föstudag. Ólíklegt er að opni í Bláfjöllum í vikunni en rekstrarstjóri segir unnið hörðum höndum að því að gera brekkurnar tilbúnar. Þriggja vikna rigningartímabil um hátíðarnar hafi verið starfsfólki mikil vonbrigði.

Innlent
Fréttamynd

Fann liðsfélaga sinn látinn

Norski skíðamaðurinn Johan-Olav Botn hefur lýst áfallinu sem hann varð fyrir þegar hann fann vin sinn, Sivert Bakken, líflausan. Hann ræddi þessa hræðilegu upplifun við norska sjónvarpsstöð.

Sport
Fréttamynd

Dæmd úr leik vegna skó­sóla

Skíðastökkvarinn Anna Odine Strøm var dæmd úr leik á alþjóðlegu móti vegna skósóla sem uppfyllti ekki kröfur Alþjóðaskíðasambandsins, FIS.

Sport
Fréttamynd

Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótel­her­bergi

Liðsfélagar norska skíðaskotfimikappans Sivert Guttorm Bakken fóru að undrast um hann þegar hann hafði ekki skilað sér niður í morgunmat í gær, á hóteli landsliðsins á Ítalíu. Þeir fundu hann látinn inni á herbergi en Bakken var aðeins 27 ára gamall.

Sport
Fréttamynd

„Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“

Brundrottningin er svo sannarlega snúin aftur og er að vinna heimsbikarmót þótt að hún sé komin á fimmtugsaldurinn.  Það styttist í Ólympíuleika og Lindsey Vonn er greinilega klár í baráttuna.

Sport
Fréttamynd

Goð­sögnin verð­launuð með hrein­dýri frá jóla­sveininum

Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu.

Sport
Fréttamynd

Bregðast ekki við bíla­stæða­vanda við skíða­svæði í Reykja­vík

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. 

Innlent
Fréttamynd

Hófí Dóra vann Suður-Ameríku­bikarinn

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, eða Hófí Dóra, stóð uppi sem sigurvegari í samanlagðri keppni Suður-Ameríkubikarsins í bruni og risasvigi í Síle. Þessi fremsta skíðakona landsins segir niðurstöðuna koma skemmtilega á óvart og hún mun taka stórt skref upp heimslistann.

Sport
Fréttamynd

Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið

Sænska skíðagöngukonan Linn Svahn upplifði mikla martröð í hálft ár eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í aðdraganda heimsmeistaramótsins á skíðum í byrjun ársins.

Sport
Fréttamynd

Á bata­vegi fjórum mánuðum eftir slysið

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á Ríkissjónvarpinu, gekkst undir margþætta aðgerð á vinstra hné í gær eftir að hafa slasast á fjallaskíðum á Snæfellsjökli um liðna páska. Hún segist nú vera á batavegi og stefnir á að mæta aftur til starfa í október.

Lífið