Salka komin heim eftir að hafa verið týnd í tvö ár Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 13:35 Salka lét fara vel um sig í gær eftir að hún kom heim eftir rúmlega tveggja ára óvissu. Það má segja að hálfgert jólakraftaverk hafi átt sér stað þegar Hólmfríður Eva Björnsdóttir fékk óvænt skilaboð á fimmtudagskvöld. Þar var hún spurð hvort hún kannaðist við kisu sem hafði fundist, og reyndist það vera Salka, sem Hólmfríður hafði saknað í tvö og hálft ár. Hólmfríður hafði tekið Sölku að sér eftir að henni var bjargað inn úr kuldanum árið 2015. Hún segir Sölku hafa verið sína bestu vinkonu, en þurfti því miður að láta hana frá sér vegna flutninga árið 2018. Nokkrum dögum seinna slapp Salka út og ekkert hafði spurst til hennar síðan. „Við leituðum lengi og vorum með fellibúr en ekkert gekk. Við vorum búin að telja okkur trú um að hún væri dáin.“ Salka fannst á fimmtudag í Hvassaleitinu í Reykjavík þar sem hún hafði týnst í júní 2018. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður að gleðin sé í raun tvöföld núna, því hún keypti nýlega íbúð þar sem hún má vera með Sölku. Salka er því komin á nýtt heimili, til sinna fyrri eigenda og braggast vel að sögn Hólmfríðar. „Malar hástöfum og sleikir okkur í framan“ Salka er öll að braggast. Hún segir Sölku greinilega hafa munað eftir sér, en þegar Hólmfríður kom að sækja hana í gærkvöldi malaði hún þegar henni var klappað og þáði mat eftir að hafa ekkert viljað borða fyrst. Nú sé hún farin að líkjast sjálfri sér aftur. „Hún malar hástöfum og sleikir okkur í framan og hendurnar, og elskar að fá klapp á magann,“ segir Hólmfríður. Með Sölku á heimilinu verða einnig tveir hundar sem Hólmfríður á. Aðspurð segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því, enda hafi Salka nú þegar hitt þá og það hafi ekki verið neitt vandamál. „Þau eru búin að hitta Sölku og hún kippir sér ekkert upp við það þegar þau koma nálægt og þefa af henni og svona.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Hólmfríður hafði tekið Sölku að sér eftir að henni var bjargað inn úr kuldanum árið 2015. Hún segir Sölku hafa verið sína bestu vinkonu, en þurfti því miður að láta hana frá sér vegna flutninga árið 2018. Nokkrum dögum seinna slapp Salka út og ekkert hafði spurst til hennar síðan. „Við leituðum lengi og vorum með fellibúr en ekkert gekk. Við vorum búin að telja okkur trú um að hún væri dáin.“ Salka fannst á fimmtudag í Hvassaleitinu í Reykjavík þar sem hún hafði týnst í júní 2018. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður að gleðin sé í raun tvöföld núna, því hún keypti nýlega íbúð þar sem hún má vera með Sölku. Salka er því komin á nýtt heimili, til sinna fyrri eigenda og braggast vel að sögn Hólmfríðar. „Malar hástöfum og sleikir okkur í framan“ Salka er öll að braggast. Hún segir Sölku greinilega hafa munað eftir sér, en þegar Hólmfríður kom að sækja hana í gærkvöldi malaði hún þegar henni var klappað og þáði mat eftir að hafa ekkert viljað borða fyrst. Nú sé hún farin að líkjast sjálfri sér aftur. „Hún malar hástöfum og sleikir okkur í framan og hendurnar, og elskar að fá klapp á magann,“ segir Hólmfríður. Með Sölku á heimilinu verða einnig tveir hundar sem Hólmfríður á. Aðspurð segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því, enda hafi Salka nú þegar hitt þá og það hafi ekki verið neitt vandamál. „Þau eru búin að hitta Sölku og hún kippir sér ekkert upp við það þegar þau koma nálægt og þefa af henni og svona.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning