Tryggvi Snær spilaði reyndar aðeins tólf mínútur í öruggum sigri Zaragoza á RETAbet Bilbao, 105-76.
Á þessum tólf mínútum skilaði Tryggvi þó átta stigum, níu fráköstum og tveimur stoðsendingum.
Haukur Helgi og félagar í Morabanc Andorra töpuðu í framlengdum leik fyrir Acunsa, 86-82. Haukur spilaði 25 mínútur og var næststigahæstur í sínu liði með sextán stig auk þess að taka tvö fráköst.