„Þetta er algjört met, algjört met" Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2020 20:00 Sjaldan hafa eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin í miðbæ Reykjavíkur og í ár. Formaður sambands íslenskra myndlistarmanna segir alla í spreng eftir að hafa verið einir á vinnustofum sínum í Covid. Á annað hundrað listamenn eru með verk sín til sölu á þremur sýningum í miðbæ Reykjavíkur nú fyrir jólin. Í dag var opnuð sýningin Bæ, bæ 2020 í Núllinu í Bankastræti þar sem 25 listamenn selja verk sín. Ennfremur verður hægt að sjá verkin á Instagram-síðu sýningarinnar. „Þetta er okkar leið til að kveðja árið með stæl. Þessi lægð í viðburðahaldi undanfarið hafði þau áhrif að mjög margir vildu vera með. Margir hafa líka setið á hugmyndum sem þeir hafa haft tækifæri til að vinna úr á þessu ári Svo hef ég tekið eftir að listmörkuðum yfir jólin hefur fjölgað,“ segir Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar. Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar og Logi Leó Gunnarsson listamaður að undirbúa Bæ, bæ 2020.Vísir/Egill Ríflega hundrað félagar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna eru með verk sín til sölu á sýningunni Kanill í gamla Kirkjuhúsinu. „Þetta er algjört met, algjört met, þó að það hafi verið jólasýningar þá hafa aldrei verið eins margar og núna eru allir að gera eitthvað skemmtilegt. Það eru allir komnir í spreng með að selja verk. Það er ekki nóg að vera bara á vinnustofunni og gera verkin. Þetta er búið að vera erfitt ár,“ segir Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari. Hún segir enn fremur að það hafi komið á óvart hversu vel verkin seljast. Verðin séu mismunandi. En það er hægt að gera afborgunarsamninga á vefsíðunni artotek.is. Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari segir að sjaldan eða aldrei hafi eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin.Vísir/Egill Á þriðja tug listamanna eru svo með verk til sölu á sýningunni Flæði á Vesturgötu 17. „Við viljum styðja við fólk sé að kaupa list í jólagjöf og styðja við ungt listafólk sem hefur kannski misst tekjur í ár,“ segir Dorothea Olesen Halldórsdóttir annar stjórnandi Flæðis á Vesturgötu. Antonía Bergþórsdóttir og Dorothea Olesen Halldórsdóttir stjórnendur Flæðis á Vesturgötu.Vísir/Egill Hægt er að nálgast verkin á sýningunni Flæði á vefsíðunni Flaedi.com. Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Reykjavík Myndlist Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Á annað hundrað listamenn eru með verk sín til sölu á þremur sýningum í miðbæ Reykjavíkur nú fyrir jólin. Í dag var opnuð sýningin Bæ, bæ 2020 í Núllinu í Bankastræti þar sem 25 listamenn selja verk sín. Ennfremur verður hægt að sjá verkin á Instagram-síðu sýningarinnar. „Þetta er okkar leið til að kveðja árið með stæl. Þessi lægð í viðburðahaldi undanfarið hafði þau áhrif að mjög margir vildu vera með. Margir hafa líka setið á hugmyndum sem þeir hafa haft tækifæri til að vinna úr á þessu ári Svo hef ég tekið eftir að listmörkuðum yfir jólin hefur fjölgað,“ segir Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar. Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar og Logi Leó Gunnarsson listamaður að undirbúa Bæ, bæ 2020.Vísir/Egill Ríflega hundrað félagar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna eru með verk sín til sölu á sýningunni Kanill í gamla Kirkjuhúsinu. „Þetta er algjört met, algjört met, þó að það hafi verið jólasýningar þá hafa aldrei verið eins margar og núna eru allir að gera eitthvað skemmtilegt. Það eru allir komnir í spreng með að selja verk. Það er ekki nóg að vera bara á vinnustofunni og gera verkin. Þetta er búið að vera erfitt ár,“ segir Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari. Hún segir enn fremur að það hafi komið á óvart hversu vel verkin seljast. Verðin séu mismunandi. En það er hægt að gera afborgunarsamninga á vefsíðunni artotek.is. Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari segir að sjaldan eða aldrei hafi eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin.Vísir/Egill Á þriðja tug listamanna eru svo með verk til sölu á sýningunni Flæði á Vesturgötu 17. „Við viljum styðja við fólk sé að kaupa list í jólagjöf og styðja við ungt listafólk sem hefur kannski misst tekjur í ár,“ segir Dorothea Olesen Halldórsdóttir annar stjórnandi Flæðis á Vesturgötu. Antonía Bergþórsdóttir og Dorothea Olesen Halldórsdóttir stjórnendur Flæðis á Vesturgötu.Vísir/Egill Hægt er að nálgast verkin á sýningunni Flæði á vefsíðunni Flaedi.com.
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Reykjavík Myndlist Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira