„Það er skelfilegt að eiga við þetta“ Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 15. desember 2020 18:30 Svona köggla mátti sjá víða á þjóðvegi 1 á Norðurlandi vestra í dag. Vísir/Tryggvi Fjöldi flutningabíla og annarra bíla hafa skemmst undanfarna daga vegna vegklæðninga sem losnað hafa á kafla leiðarinnar á milli Staðarskála og Varmahlíðar. Framkvæmdastjóri Þróttar segir tjónið tilfinnanlegt fyrir utan þá hættu sem þessar aðstæður skapi. Litlar og stórar tjöruklessur hafa dreift sér á víð og dreif um þjóðveg 1 undanfarna daga vegna bikblæðinga. Talsvert tjón hefur orðið á bílum sem ekið hefur verið um þjóðveginn í þessu ásigkomulagi, ekki síst stórum flutningabílum. Framkvæmdastjóri Vörubílastöðvar innar Þróttar segir þrjá bíla frá fyrirtækinu illa leikna eftir akstur með fisk frá Dalvík til Reykjavíkur í gær. „Þetta er inn í bremsubúnaði. Þetta er ofan á honum. Við sjáum ekki olíutankinn. Þetta er inni í vélarrúmi, þetta er uppi í gírkassa. Þannig að við erum að horfa uppá hellings tjón við að þrífa þetta. Svo vitum við ekki umfangið á tjóninu. Hvort það sé bilun á bremsubúnaði, bilun á skynjurum sem er hellings peningur í,“ segir Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri Þróttar. Stórtjón á Sauðárkróki Sömu sögu er að segja frá Sauðárkróki þar sem 14 flutningabílar Vörumiðlunar eru illa leiknir eftir að ekið um þjóðveg 1 undanfarna daga. „Þetta hleðst á raflagnir, þetta hleðst á loftlagnir, það er skelfilegt að eiga við þetta,“ segir Magnús E. Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar. Hann segist hafa látið Vegagerðina vita á sunnudaginn og spyr af hverju ekki hafi verið brugðist fyrr við af hennar hálfu. „Þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlegt að bregðast fyrr við og taka kannsi pínulítið mark á því þegar maður er að hringja inn,“ segir Magnús. Þeir telja báðir að það skorti svör frá Vegagerðinni um ástæður þessa ástands á þessum langa kafla. „Við erum að horfa á vegi annars staðar á landinu sem eru í fínu lagi. Nú eru hellings flutningar suður fyrir á firðina. Við erum ekki að sjá þetta þar. Þetta er á þessum kafla frá Vatnsskarði að Staðarskála,“ segir Stefán. Fyrir utan tjón á vörubílunum og öryggi bílstjóra þeirra varði þetta líka öryggi annarra vegfarenda. „Þú sérð það alveg.Það er ekki gott að vera á litlum fólksbíl og fá þetta framan á sig. Eða framan á dekkið á einhverjum hraða. Þetta skapar hættu, segir Stefán.“ Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32 Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23 „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Litlar og stórar tjöruklessur hafa dreift sér á víð og dreif um þjóðveg 1 undanfarna daga vegna bikblæðinga. Talsvert tjón hefur orðið á bílum sem ekið hefur verið um þjóðveginn í þessu ásigkomulagi, ekki síst stórum flutningabílum. Framkvæmdastjóri Vörubílastöðvar innar Þróttar segir þrjá bíla frá fyrirtækinu illa leikna eftir akstur með fisk frá Dalvík til Reykjavíkur í gær. „Þetta er inn í bremsubúnaði. Þetta er ofan á honum. Við sjáum ekki olíutankinn. Þetta er inni í vélarrúmi, þetta er uppi í gírkassa. Þannig að við erum að horfa uppá hellings tjón við að þrífa þetta. Svo vitum við ekki umfangið á tjóninu. Hvort það sé bilun á bremsubúnaði, bilun á skynjurum sem er hellings peningur í,“ segir Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri Þróttar. Stórtjón á Sauðárkróki Sömu sögu er að segja frá Sauðárkróki þar sem 14 flutningabílar Vörumiðlunar eru illa leiknir eftir að ekið um þjóðveg 1 undanfarna daga. „Þetta hleðst á raflagnir, þetta hleðst á loftlagnir, það er skelfilegt að eiga við þetta,“ segir Magnús E. Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar. Hann segist hafa látið Vegagerðina vita á sunnudaginn og spyr af hverju ekki hafi verið brugðist fyrr við af hennar hálfu. „Þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlegt að bregðast fyrr við og taka kannsi pínulítið mark á því þegar maður er að hringja inn,“ segir Magnús. Þeir telja báðir að það skorti svör frá Vegagerðinni um ástæður þessa ástands á þessum langa kafla. „Við erum að horfa á vegi annars staðar á landinu sem eru í fínu lagi. Nú eru hellings flutningar suður fyrir á firðina. Við erum ekki að sjá þetta þar. Þetta er á þessum kafla frá Vatnsskarði að Staðarskála,“ segir Stefán. Fyrir utan tjón á vörubílunum og öryggi bílstjóra þeirra varði þetta líka öryggi annarra vegfarenda. „Þú sérð það alveg.Það er ekki gott að vera á litlum fólksbíl og fá þetta framan á sig. Eða framan á dekkið á einhverjum hraða. Þetta skapar hættu, segir Stefán.“
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32 Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23 „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32
Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23
„Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08