Hundruð þúsunda beitt misnotkun á opinberum stofnunum á Nýja-Sjálandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 06:39 Forsætisráðherrann Jacinda Ardern skipaði nefndina árið 2018. epa/Felipe Trueba Að minnsta kosti 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðnir sem dvöldu á stofnunum á vegum nýsjálenska ríkisins á árunum 1950 til 1999 sættu einhvers konar misnotkun, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar. Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í dag en einnig voru til skoðunar trúarlegar stofnanir á borð við kirkjurekin heimili fyrir munaðarlausa. Um 655 þúsund manns bjuggu á umræddum stofnunum á einum tíma eða öðrum á þessum árum en 1.900 einstaklingar hafa sett sig í samband við nefndina og gert er ráð fyrir að þúsundir til viðbótar muni bætast í þann hóp. Nefndin var sett á laggirnar 2018 af Jacindu Ardern forsætisráðherra, sem sagði þá misnotkun sem hefði átt sér stað á barnaheimilum á vegum ríkisins „samviskulausa“. Meirihluti fórnarlambanna hefðu verið minnihlutahópar, fátækir, konur og börn. Annasophia Calman, ein þeirra sem gaf sig fram við nefndina, sagði misnotkunina hafa varpað skugga á allt sitt líf. Annar, Mike Ledingham, sagðist enn búa við afleiðingarnar. „Biskupinn talaði um uppgjör en hvernig getur þú sagt skilið við fortíðina þegar þú ert enn að vakna við martraðir?“ Innfædd börn verða sérstaklega illa úti Samkvæmt skýrslunni voru mörg börn fjarlægð af heimilum sínum vegna fátæktar og þegar þeim var skilað aftur voru þau andlega illa farin eftir upplifunina. Maori-börn voru hlutfallslega fleiri meðal þeirra barna sem var komið fyrir í umsjá ríkisins og sem voru beitt misnotkun. Er það meðal annars rakið til fordóma embættismanna. Þá virðast fatlaðir einnig hafa verið skotmark fordóma og mismununar. Samkvæmt nefndinni var oftast um að ræða líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en einstaklingum í umsjá ríkisins var einnig refsað með lyfjagjöf, einangrun, ónauðsynlegum persónulegum líkamsskoðunum og ómannúðlegri meðferð, til að nefna dæmi. Þeim sem kvörtuðu var refsað og þá var reynt að hylma yfir brot. Óhæft starfsfólk, ónóg þjálfun og skortur á eftirliti með einstaklingum í valdastöðum voru meðal þátta sem urðu til þess að misnotkunin gat átt sér stað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að umfang þeirra brota sem fólk varð fyrir á umræddu tímabili hefði verið meira en menn grunaði og sagði að skoða þyrfti málið í því ljósi að misnotkun ætti sér ennþá stað í kerfinu. Til dæmis væru Maori-börn enn hlutfallslega fleiri í kerfinu en önnur börn; 69% barna í umsjá ríkisins og 81% barna sem væru beitt misnotkun. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Nýja-Sjáland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Nefndin skilaði niðurstöðum sínum í dag en einnig voru til skoðunar trúarlegar stofnanir á borð við kirkjurekin heimili fyrir munaðarlausa. Um 655 þúsund manns bjuggu á umræddum stofnunum á einum tíma eða öðrum á þessum árum en 1.900 einstaklingar hafa sett sig í samband við nefndina og gert er ráð fyrir að þúsundir til viðbótar muni bætast í þann hóp. Nefndin var sett á laggirnar 2018 af Jacindu Ardern forsætisráðherra, sem sagði þá misnotkun sem hefði átt sér stað á barnaheimilum á vegum ríkisins „samviskulausa“. Meirihluti fórnarlambanna hefðu verið minnihlutahópar, fátækir, konur og börn. Annasophia Calman, ein þeirra sem gaf sig fram við nefndina, sagði misnotkunina hafa varpað skugga á allt sitt líf. Annar, Mike Ledingham, sagðist enn búa við afleiðingarnar. „Biskupinn talaði um uppgjör en hvernig getur þú sagt skilið við fortíðina þegar þú ert enn að vakna við martraðir?“ Innfædd börn verða sérstaklega illa úti Samkvæmt skýrslunni voru mörg börn fjarlægð af heimilum sínum vegna fátæktar og þegar þeim var skilað aftur voru þau andlega illa farin eftir upplifunina. Maori-börn voru hlutfallslega fleiri meðal þeirra barna sem var komið fyrir í umsjá ríkisins og sem voru beitt misnotkun. Er það meðal annars rakið til fordóma embættismanna. Þá virðast fatlaðir einnig hafa verið skotmark fordóma og mismununar. Samkvæmt nefndinni var oftast um að ræða líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en einstaklingum í umsjá ríkisins var einnig refsað með lyfjagjöf, einangrun, ónauðsynlegum persónulegum líkamsskoðunum og ómannúðlegri meðferð, til að nefna dæmi. Þeim sem kvörtuðu var refsað og þá var reynt að hylma yfir brot. Óhæft starfsfólk, ónóg þjálfun og skortur á eftirliti með einstaklingum í valdastöðum voru meðal þátta sem urðu til þess að misnotkunin gat átt sér stað. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að umfang þeirra brota sem fólk varð fyrir á umræddu tímabili hefði verið meira en menn grunaði og sagði að skoða þyrfti málið í því ljósi að misnotkun ætti sér ennþá stað í kerfinu. Til dæmis væru Maori-börn enn hlutfallslega fleiri í kerfinu en önnur börn; 69% barna í umsjá ríkisins og 81% barna sem væru beitt misnotkun. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Nýja-Sjáland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira