„Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 10:00 Lars Lagerbäck á blaðamannafundi sem landsliðsþjálfari Íslands. EPA/PETER SCHNEIDER Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Lars Lagerbäck hefur hafnað tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna en hann hefur líka verið orðaður við starf tæknilega ráðgjafa hjá íslensku landsliðunum. Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag ræddu aðeins Lars Lagerbäck í tengslum við framtíð íslenska fótboltalandsliðsins. Rikki G. er sannfærður um að Lars hafi hafnað alvöru peningatilboði hjá Sameinuðu furstadæmunum. „Lars hefur margoft sýnt það að peningar skipta hann greinilega engu máli. Hann kom til að þjálfa Ísland í mörg ár og það þarf enginn að segja mér að hann hafi ekki verið með tilboð annars staðar frá fyrir helmingi meiri pening. Ef hann er að hafna því að fara í sandinn og skófla inn seðlum í nokkra vörubíla og keyra þá á búgarðinn hans í Svíþjóð þá er hann bara nokkuð vel settur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Nægjusæmur gæi „Ég hef það á tilfinningunni að Lars sé svona nægjusæmur gæi. Það skiptir hann ekki máli að bæta við einhverjum extra milljónum. Hann hefur allt sem hann þarf og vill bara gera það sem hann vill,“ sagði Henry Birgir. „Gefa þessar fréttir því byr undir báða vængi að hann sé í viðræðum við KSÍ og að það sá raunverulega möguleiki á góðri endurkomu,“ spurði Rikki G. „Hann hefur sjálfur sagt að hann ætlaði að hætta þegar hann hætti með Ísland. Þegar hann byrjaði með Ísland þá var það ákveðin endurkoma og hann langaði að gera eitthvað spennandi áður en hann hætti. Noregur var álíka spennandi sem dróg hann aftur af stað. Ég held að hann sé ekkert í þessu nema ef verkefnið sé rétt,“ sagði Henry Birgir. „Ég held að þetta sé ekki mest spennandi landslið í heiminum með fullri virðingu fyrir öllum furstunum sem eru að hlusta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Alltaf spennandi að fá útborgað „Við skulum samt átta okkur á því að það er alltaf spennandi að fá útborgað,“ sagði Rikki G. en Kjartan Atli skaut strax inn í. „Ég held samt að eftir því sem árin líða þá verði það minna spennandi og hann er kominn yfir sjötugt,“ sagði Kjartan Atli. „Hann er ekki að hringja 28. hvers mánaðar og biðja um yfirdrátt. Ég held að Lalli sé alveg í fínum málum,“ sagði Henry Birgir. Rikki G. heyrði það að það væri verið að hugsa Lars Lagerbäck sem tæknilegan ráðgjafa og sagði frá því í Sportinu í síðustu viku. „Ef hann er að koma á annað borð á hann ekki þá bara að fara að þjálfa liðið,“ spurði Rikki. „Snýst þetta ekki bara um hvað hann vill gera. Ef hann vill ekki þjálfa þá eigum við ekki að vera að pína hann í að þjálfa. Ef hann vill þjálfa þá eigum við að sjálfsögðu að skoða þann möguleika. Ef hann vill leggja hönd á plóg og vera tæknilegur ráðgjafi þá eigum við að þiggja það,“ sagði Henry Birgir. Annað er galið „Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það. Annað er galið,“ sagði Henry Birgir. En væri Lars þá að fara í starf Arnars Þórs Viðarssonar sem yfirmaður knattspyrnumála ef Arnar Þór verður ráðinn sem landsliðsþjálfari? „Ég veit alveg hvað ‚budgetið' er á bak við það starf og það er ekki mikið,“ sagði Rikki G. „Ég held að hann verði þá bara tæknilegur ráðgjafi fyrir landsliðið en verði ekki að sjá um heildarmyndina. Honum er eflaust drullusama þannig séð um einhver yngri landslið eða að vera að halda eitthvað utan um það. Hann kemur með sína punkta en ég held að hann sé ekki að nenna því að vera á Blönduósi klukkan níu á laugardagsmorgni,“ sagði Henry Birgir. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck í þættinum sem er allur aðgengilegur ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Tengdar fréttir Lars þegar búinn að hafna einu landsliðsþjálfarastarfi Lars Lagerbäck hafnaði tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 15. desember 2020 08:00 Ari Freyr vill sjá Lars taka við landsliðinu og stefnir sjálfur til Svíþjóðar Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segist vilja sjá Lars Lagerbäck sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vinstri bakvörðurinn segist vera skoða sín mál og það komi til greina að spila í Svíþjóð á nýjan leik. 12. desember 2020 12:31 Sagði Lars „sænska risaeðlu“ og ákvörðun norska sambandsins skiljanlega Norskur blaðamaður var ekki par hrifinn af Lars Lagerbäck sem þjálfara norska landsliðsins. 8. desember 2020 09:01 Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 8. desember 2020 08:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur hafnað tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna en hann hefur líka verið orðaður við starf tæknilega ráðgjafa hjá íslensku landsliðunum. Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag ræddu aðeins Lars Lagerbäck í tengslum við framtíð íslenska fótboltalandsliðsins. Rikki G. er sannfærður um að Lars hafi hafnað alvöru peningatilboði hjá Sameinuðu furstadæmunum. „Lars hefur margoft sýnt það að peningar skipta hann greinilega engu máli. Hann kom til að þjálfa Ísland í mörg ár og það þarf enginn að segja mér að hann hafi ekki verið með tilboð annars staðar frá fyrir helmingi meiri pening. Ef hann er að hafna því að fara í sandinn og skófla inn seðlum í nokkra vörubíla og keyra þá á búgarðinn hans í Svíþjóð þá er hann bara nokkuð vel settur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Nægjusæmur gæi „Ég hef það á tilfinningunni að Lars sé svona nægjusæmur gæi. Það skiptir hann ekki máli að bæta við einhverjum extra milljónum. Hann hefur allt sem hann þarf og vill bara gera það sem hann vill,“ sagði Henry Birgir. „Gefa þessar fréttir því byr undir báða vængi að hann sé í viðræðum við KSÍ og að það sá raunverulega möguleiki á góðri endurkomu,“ spurði Rikki G. „Hann hefur sjálfur sagt að hann ætlaði að hætta þegar hann hætti með Ísland. Þegar hann byrjaði með Ísland þá var það ákveðin endurkoma og hann langaði að gera eitthvað spennandi áður en hann hætti. Noregur var álíka spennandi sem dróg hann aftur af stað. Ég held að hann sé ekkert í þessu nema ef verkefnið sé rétt,“ sagði Henry Birgir. „Ég held að þetta sé ekki mest spennandi landslið í heiminum með fullri virðingu fyrir öllum furstunum sem eru að hlusta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Alltaf spennandi að fá útborgað „Við skulum samt átta okkur á því að það er alltaf spennandi að fá útborgað,“ sagði Rikki G. en Kjartan Atli skaut strax inn í. „Ég held samt að eftir því sem árin líða þá verði það minna spennandi og hann er kominn yfir sjötugt,“ sagði Kjartan Atli. „Hann er ekki að hringja 28. hvers mánaðar og biðja um yfirdrátt. Ég held að Lalli sé alveg í fínum málum,“ sagði Henry Birgir. Rikki G. heyrði það að það væri verið að hugsa Lars Lagerbäck sem tæknilegan ráðgjafa og sagði frá því í Sportinu í síðustu viku. „Ef hann er að koma á annað borð á hann ekki þá bara að fara að þjálfa liðið,“ spurði Rikki. „Snýst þetta ekki bara um hvað hann vill gera. Ef hann vill ekki þjálfa þá eigum við ekki að vera að pína hann í að þjálfa. Ef hann vill þjálfa þá eigum við að sjálfsögðu að skoða þann möguleika. Ef hann vill leggja hönd á plóg og vera tæknilegur ráðgjafi þá eigum við að þiggja það,“ sagði Henry Birgir. Annað er galið „Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það. Annað er galið,“ sagði Henry Birgir. En væri Lars þá að fara í starf Arnars Þórs Viðarssonar sem yfirmaður knattspyrnumála ef Arnar Þór verður ráðinn sem landsliðsþjálfari? „Ég veit alveg hvað ‚budgetið' er á bak við það starf og það er ekki mikið,“ sagði Rikki G. „Ég held að hann verði þá bara tæknilegur ráðgjafi fyrir landsliðið en verði ekki að sjá um heildarmyndina. Honum er eflaust drullusama þannig séð um einhver yngri landslið eða að vera að halda eitthvað utan um það. Hann kemur með sína punkta en ég held að hann sé ekki að nenna því að vera á Blönduósi klukkan níu á laugardagsmorgni,“ sagði Henry Birgir. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck í þættinum sem er allur aðgengilegur ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Tengdar fréttir Lars þegar búinn að hafna einu landsliðsþjálfarastarfi Lars Lagerbäck hafnaði tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 15. desember 2020 08:00 Ari Freyr vill sjá Lars taka við landsliðinu og stefnir sjálfur til Svíþjóðar Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segist vilja sjá Lars Lagerbäck sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vinstri bakvörðurinn segist vera skoða sín mál og það komi til greina að spila í Svíþjóð á nýjan leik. 12. desember 2020 12:31 Sagði Lars „sænska risaeðlu“ og ákvörðun norska sambandsins skiljanlega Norskur blaðamaður var ekki par hrifinn af Lars Lagerbäck sem þjálfara norska landsliðsins. 8. desember 2020 09:01 Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 8. desember 2020 08:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Lars þegar búinn að hafna einu landsliðsþjálfarastarfi Lars Lagerbäck hafnaði tilboði um að taka við landsliði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 15. desember 2020 08:00
Ari Freyr vill sjá Lars taka við landsliðinu og stefnir sjálfur til Svíþjóðar Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segist vilja sjá Lars Lagerbäck sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vinstri bakvörðurinn segist vera skoða sín mál og það komi til greina að spila í Svíþjóð á nýjan leik. 12. desember 2020 12:31
Sagði Lars „sænska risaeðlu“ og ákvörðun norska sambandsins skiljanlega Norskur blaðamaður var ekki par hrifinn af Lars Lagerbäck sem þjálfara norska landsliðsins. 8. desember 2020 09:01
Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 8. desember 2020 08:01