Kjartan Atli segir að Lars sé algjört „alpha male“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 14:31 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrimsson á æfingu með íslenska landsliðinu. EPA/CHRISTIAN CHARISIUS Kjartan Atli Kjartansson sagði sögu af samskiptum sínum og Lars Lagerbäck í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi en Kjartan rifjaði það upp þegar hann fékk það verkefni að taka ítarlegt viðtal við Lars fyrir Fréttablaðið. Lars Lagerbäck er enn á ný orðaður við íslenska landsliðið eftir að hann var rekinn frá Noregi enda er gamla starfið hans hjá íslenska landsliðinu nú aftur laust. Kjartan Atli gaf hlustendum aðeins innsýn í það hvernig það var að umgangast Svíann. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef tekið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þá að vinna á innblaðinu hjá Fréttablaðinu en ekki á íþróttunum. „Ég var að skrifa í helgarblaðið og í öftustu síðurnar, innblaðið eins og það er kallað. Við fengum pláss til að taka viðtal við Lars og þeir vildu mannlífsvinkilinn á honum. Ég fór að hitta hann. Við mæltum okkur mót á Hilton,“ sagði Kjartan Atli. Sat lengi með Lars „Við sátum þar lengi saman og þar rann upp fyrir mér að gæinn sem hann sýnir í fjölmiðlum er, ég segi ekki passífur, en ótrúlega mikill herramaður sem hann er náttúrulega. Hann er þar ekki þessi töffari sem hann er í raun og veru. Þegar þú situr með þessum gæja þá hugsar þú að þetta er algjört ‚alpha male'. Hann er bara svo ótrúlega dannaður og er ekki að ‚flexa' því í fjölmiðlum,“ sagði Kjartan Atli. „Maður fann það að vera í kringum hann að hann sé alvöru töffari. Þetta er gæi sem lét Zlatan Ibrahimovic heyra það og rak hann úr liðinu,“ sagði Kjartan Atli. Reyndi að læra af honum „Við sátum saman í einn og hálfan klukkutíma og ég sem þjálfari var að læra af honum. Ég spurði: Hvernig talar þú við leikmennina? Hvenær hittist þið? Hvað gerið þið? Ég tók mjög ítarlegar spurningar um þetta. Hann er með plan á þessu öllu þegar hann fer í landsliðsverkefni og það er ekki Covid. Hvenær menn hittast og hvenær er fyrsti fundur. Hvað er sagt á þeim fundi og hversu langur er hann. Hvernig nálgastu erfiðara karaktera eða menn sem eru ekki í hóp. Allir þessir litlu punktar skipta ekkert minna máli en taktík í landsliðinu. Þú ert að reyna að búa til einhverja stemmningu á stuttum tíma og þetta eru afmörkuð verkefni. Það er ákveðin kúnst og það eru fáir í heiminum sem kunna það jafnvel og Lars Lagerbäck,“ sagði Kjartan Atli. Þjálfari sem þú vilt ekki bregðast Rikki G. velti því fyrir sér hvort að Lars Lagerbäck notaði sömu hræðslutaktík á leikmenn og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. „Ég les hann meira eins og ég horfi á Rúnar Kristinsson. Ég væri mjög spenntur að spila fyrir hann ef ég væri knattspyrnumaður. Hann er svona þjálfari sem þú vilt ekki bregðast. Teitur (Örlygsson) hafði þetta líka þegar ég var að spila. Ég held að Heimir Guðjónsson hafi þetta líka. Þú ert ekkert skammaður en þú finnur alveg: Ég var að valda þessum gæja vonbrigðum,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Fleiri fréttir Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Sjá meira
Lars Lagerbäck er enn á ný orðaður við íslenska landsliðið eftir að hann var rekinn frá Noregi enda er gamla starfið hans hjá íslenska landsliðinu nú aftur laust. Kjartan Atli gaf hlustendum aðeins innsýn í það hvernig það var að umgangast Svíann. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef tekið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þá að vinna á innblaðinu hjá Fréttablaðinu en ekki á íþróttunum. „Ég var að skrifa í helgarblaðið og í öftustu síðurnar, innblaðið eins og það er kallað. Við fengum pláss til að taka viðtal við Lars og þeir vildu mannlífsvinkilinn á honum. Ég fór að hitta hann. Við mæltum okkur mót á Hilton,“ sagði Kjartan Atli. Sat lengi með Lars „Við sátum þar lengi saman og þar rann upp fyrir mér að gæinn sem hann sýnir í fjölmiðlum er, ég segi ekki passífur, en ótrúlega mikill herramaður sem hann er náttúrulega. Hann er þar ekki þessi töffari sem hann er í raun og veru. Þegar þú situr með þessum gæja þá hugsar þú að þetta er algjört ‚alpha male'. Hann er bara svo ótrúlega dannaður og er ekki að ‚flexa' því í fjölmiðlum,“ sagði Kjartan Atli. „Maður fann það að vera í kringum hann að hann sé alvöru töffari. Þetta er gæi sem lét Zlatan Ibrahimovic heyra það og rak hann úr liðinu,“ sagði Kjartan Atli. Reyndi að læra af honum „Við sátum saman í einn og hálfan klukkutíma og ég sem þjálfari var að læra af honum. Ég spurði: Hvernig talar þú við leikmennina? Hvenær hittist þið? Hvað gerið þið? Ég tók mjög ítarlegar spurningar um þetta. Hann er með plan á þessu öllu þegar hann fer í landsliðsverkefni og það er ekki Covid. Hvenær menn hittast og hvenær er fyrsti fundur. Hvað er sagt á þeim fundi og hversu langur er hann. Hvernig nálgastu erfiðara karaktera eða menn sem eru ekki í hóp. Allir þessir litlu punktar skipta ekkert minna máli en taktík í landsliðinu. Þú ert að reyna að búa til einhverja stemmningu á stuttum tíma og þetta eru afmörkuð verkefni. Það er ákveðin kúnst og það eru fáir í heiminum sem kunna það jafnvel og Lars Lagerbäck,“ sagði Kjartan Atli. Þjálfari sem þú vilt ekki bregðast Rikki G. velti því fyrir sér hvort að Lars Lagerbäck notaði sömu hræðslutaktík á leikmenn og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. „Ég les hann meira eins og ég horfi á Rúnar Kristinsson. Ég væri mjög spenntur að spila fyrir hann ef ég væri knattspyrnumaður. Hann er svona þjálfari sem þú vilt ekki bregðast. Teitur (Örlygsson) hafði þetta líka þegar ég var að spila. Ég held að Heimir Guðjónsson hafi þetta líka. Þú ert ekkert skammaður en þú finnur alveg: Ég var að valda þessum gæja vonbrigðum,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Fleiri fréttir Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Sjá meira