Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2020 11:31 María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Vísir/Vilhelm Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. Fari íbúi út af hjúkrunarheimili þarf hann að fara í sóttkví í fimm daga og að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun áður en hann getur snúið aftur á hjúkrunarheimilið. Sóttvarnayfirvöld biðla til ættingja að láta eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Ættingjar mega þó heimsækja íbúa hjúkrunarheimila yfir jólin en með ströngum skilyrðum. „Þú komir ekki inn með einkenni. Að þú komir inn með grímu. Þið dveljið ekki á sameiginlegum svæðum. Farið beint inn á herbergi með ykkar íbúa. Við óskum eftir að aðstandendur og aðrir gestir virði tveggja metra regluna. Það er freistandi að fá að knúsa og faðma en það skiptir máli að við höldum uppi eins miklum sóttvörnum og hægt er,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Tilefnið er ærið enda býr viðkvæmasti hópurinn á þessum hjúkrunarheimilum. „Við sjáum bara hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Og það sem gerðist á Landakoti getur gerst hvar sem er. Það er allt gert til að verja því við vitum hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef veiran kemst inn á heimilin.“ Margir íbúanna upplifi létti að heyra af þessum ströngu reglum. „Við erum að heyra raddir þar sem fólk er almennt þakklát að við séum að verja heimilin. Við erum á lokametrunum. Við þurfum að halda þetta út, við missum ekki smitin inn á heimilin á lokametrunum. Við vitum afleiðingarnar og þær eru gríðarlega alvarlegar.“ Mikið verður lagt upp úr jólunum á Hrafnistu, eins og áður. „Starfsfólk okkar hefur sagt í nokkur ár að það er mjög huggulegt að vinna á jólunum því þetta er huggulegt og við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera þetta eins hátíðlegt og mögulegt er. Þetta verður ánægjuleg stund.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Fari íbúi út af hjúkrunarheimili þarf hann að fara í sóttkví í fimm daga og að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun áður en hann getur snúið aftur á hjúkrunarheimilið. Sóttvarnayfirvöld biðla til ættingja að láta eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Ættingjar mega þó heimsækja íbúa hjúkrunarheimila yfir jólin en með ströngum skilyrðum. „Þú komir ekki inn með einkenni. Að þú komir inn með grímu. Þið dveljið ekki á sameiginlegum svæðum. Farið beint inn á herbergi með ykkar íbúa. Við óskum eftir að aðstandendur og aðrir gestir virði tveggja metra regluna. Það er freistandi að fá að knúsa og faðma en það skiptir máli að við höldum uppi eins miklum sóttvörnum og hægt er,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Tilefnið er ærið enda býr viðkvæmasti hópurinn á þessum hjúkrunarheimilum. „Við sjáum bara hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Og það sem gerðist á Landakoti getur gerst hvar sem er. Það er allt gert til að verja því við vitum hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef veiran kemst inn á heimilin.“ Margir íbúanna upplifi létti að heyra af þessum ströngu reglum. „Við erum að heyra raddir þar sem fólk er almennt þakklát að við séum að verja heimilin. Við erum á lokametrunum. Við þurfum að halda þetta út, við missum ekki smitin inn á heimilin á lokametrunum. Við vitum afleiðingarnar og þær eru gríðarlega alvarlegar.“ Mikið verður lagt upp úr jólunum á Hrafnistu, eins og áður. „Starfsfólk okkar hefur sagt í nokkur ár að það er mjög huggulegt að vinna á jólunum því þetta er huggulegt og við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera þetta eins hátíðlegt og mögulegt er. Þetta verður ánægjuleg stund.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira