Skúbb í Sportinu í dag: Ari Freyr í viðræðum við Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 12:30 Ari Freyr Skúlason með fyrirliðabandið í leik á móti Belgíu á dögunum. Getty/Soccrates Rikki G. sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag að landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason sé mjög líklegur til að snúa aftur á heimaslóðir sínar í Val fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni. Íslandsmeistarar Vals virðast ætla að halda áfram að styrkja sig fyrir titilvörnina í Pepsi Max deild karla í fótbolta næsta sumar og nú lítur út fyrir það að liðið sé að fá annan landsliðsmann heim út atvinnumennsku. Arnór Smárason var kynntur í síðustu viku og nú gæti annar verið á leiðinni. Nýr þáttur af Sportinu í dag er nú kominn inn á Vísi en þar fara þeir Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. Rikki G. „skúbbaði“ því í þættinum í dag að Ari Freyr Skúlason sé í viðræðum við Valsmenn um að spila með liðinu næsta sumar. „Það eru heldur betur fréttir. Ég hugsa að deildin næsta sumar verði rosaleg,“ sagði Rikki G. sem býst við því að margir atvinnumenn gætu verið á leiðinni heim úr atvinnumennsku. „Ég fór aðeins á stúfana í gær og heyrði frá mjög svo áreiðanlegum manni sem er mjög vel tengdur Hlíðarenda að Valsmenn eru búnir að tala við og undirstinga það að Ari Frey Skúlason mæti heim næsta sumar,“ sagði Rikki G. Hér fyrir neðan má hlusta á allt Sportið í dag en þar fara strákarnir yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. „Ari Freyr er samningsbundinn Oostende í Belgíu fram í júní næsta sumar. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum en hann verður 34 ára næsta vor. Sagan segir að þeir ætli ekki að endurnýja samninginn við hann og Valur og Oostende ætli þá að reyna að finna einhvers konar millileið svo að hann geti komið mögulega í febrúar eða mars. Ari Freyr Skúlason mun snúa aftur á Hlíðarenda næsta sumar samkvæmt því sem ég heyri,“ sagði Rikki G. Ari Freyr Skúlason er uppalinn Valsmaður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2006. Áður en hann yfirgaf Val þá spilaði hann eitt tímabil með Hlíðarendaliðinu í efstu deild en Ari fór út aðeins nítján ára gamall. Síðan hefur hann spilað í fjórtán ár í Svíþjóð (2006-13; BK Häcken, Sundsvall), Danmörku (2013-16; OB) og í Belgíu (2016-; Lokeren, Oostende). Ari Freyr er að renna út á samning hjá belgíska félaginu K.V. Oostende þar sem hann hefur spilað frá árinu 2019. Ari Freyr hefur spilað 77 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti var á móti Englendingum á Wembley á dögunum. Hann var fastamaður í liði Lars Lagerbäck en hefur ekki spilað eins mikið hjá síðustu landsliðsþjálfurum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Valur Tengdar fréttir Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. 16. desember 2020 11:30 „Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. 16. desember 2020 10:00 Sportið í dag: Meistaradeildin, Lars og æfingahópurinn fyrir HM í handbolta Hlaðvarpsþátturinn Sportið í dag er kominn í loftið og er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. 15. desember 2020 14:15 Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals virðast ætla að halda áfram að styrkja sig fyrir titilvörnina í Pepsi Max deild karla í fótbolta næsta sumar og nú lítur út fyrir það að liðið sé að fá annan landsliðsmann heim út atvinnumennsku. Arnór Smárason var kynntur í síðustu viku og nú gæti annar verið á leiðinni. Nýr þáttur af Sportinu í dag er nú kominn inn á Vísi en þar fara þeir Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. Rikki G. „skúbbaði“ því í þættinum í dag að Ari Freyr Skúlason sé í viðræðum við Valsmenn um að spila með liðinu næsta sumar. „Það eru heldur betur fréttir. Ég hugsa að deildin næsta sumar verði rosaleg,“ sagði Rikki G. sem býst við því að margir atvinnumenn gætu verið á leiðinni heim úr atvinnumennsku. „Ég fór aðeins á stúfana í gær og heyrði frá mjög svo áreiðanlegum manni sem er mjög vel tengdur Hlíðarenda að Valsmenn eru búnir að tala við og undirstinga það að Ari Frey Skúlason mæti heim næsta sumar,“ sagði Rikki G. Hér fyrir neðan má hlusta á allt Sportið í dag en þar fara strákarnir yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. „Ari Freyr er samningsbundinn Oostende í Belgíu fram í júní næsta sumar. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum en hann verður 34 ára næsta vor. Sagan segir að þeir ætli ekki að endurnýja samninginn við hann og Valur og Oostende ætli þá að reyna að finna einhvers konar millileið svo að hann geti komið mögulega í febrúar eða mars. Ari Freyr Skúlason mun snúa aftur á Hlíðarenda næsta sumar samkvæmt því sem ég heyri,“ sagði Rikki G. Ari Freyr Skúlason er uppalinn Valsmaður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2006. Áður en hann yfirgaf Val þá spilaði hann eitt tímabil með Hlíðarendaliðinu í efstu deild en Ari fór út aðeins nítján ára gamall. Síðan hefur hann spilað í fjórtán ár í Svíþjóð (2006-13; BK Häcken, Sundsvall), Danmörku (2013-16; OB) og í Belgíu (2016-; Lokeren, Oostende). Ari Freyr er að renna út á samning hjá belgíska félaginu K.V. Oostende þar sem hann hefur spilað frá árinu 2019. Ari Freyr hefur spilað 77 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti var á móti Englendingum á Wembley á dögunum. Hann var fastamaður í liði Lars Lagerbäck en hefur ekki spilað eins mikið hjá síðustu landsliðsþjálfurum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Valur Tengdar fréttir Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. 16. desember 2020 11:30 „Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. 16. desember 2020 10:00 Sportið í dag: Meistaradeildin, Lars og æfingahópurinn fyrir HM í handbolta Hlaðvarpsþátturinn Sportið í dag er kominn í loftið og er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. 15. desember 2020 14:15 Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. 16. desember 2020 11:30
„Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. 16. desember 2020 10:00
Sportið í dag: Meistaradeildin, Lars og æfingahópurinn fyrir HM í handbolta Hlaðvarpsþátturinn Sportið í dag er kominn í loftið og er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. 15. desember 2020 14:15
Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55