Konur tíðari gestir í kjörklefanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2020 12:42 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stingur vegabréfi sínu aftur í vasann á kjörstað þann 27. júní síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Rétt tæplega 67 prósent fólks á kjörskrá greiddi atkvæði í forsetakosningunum hér á landi í sumar. Rúmlega 252 þúsund manns voru á kjörskrá eða 69,2 prósent landsmanna. Af þeim greiddu 168.790 atkvæði eða 66,9 prósent að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Kosningaþátttaka kvenna var 71,5 prósent og töluverð meiri en karla þar sem þátttakan var 62,4 prósent. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var 31,1 prósent sem var töluvert hærra en í kosningunum árið 2016 þegar 23,1 prósent greiddu atkvæði í aðdraganda kjördags. Í framboði til forseta voru Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Hlaut Guðni Th. Jóhannesson 92,2 prósent gildra atkvæða og var því kjörinn forseti Íslands. Kostnaður vegna forsetakosninganna í sumar nam tæpum 416 milljónum króna. Það er um 75 milljónum meira en kostnaður vegna síðustu forsetakosninga þar á undan, árið 2016. Kosningaþátttaka hefur aðeins einu sinni verið slakari hér á landi en nú í sumar. Það var árið 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti til átta ára, fékk mótframboð frá Baldri Ágústssyni og Ástþóri MagnússyniHagstofan Kostnaður vegna forsetakosninganna 2016 nam 341 milljón króna. Ráðstafanir sem gerðar voru vegna Covid-19 fólu í sér aukinn kostnað, meðal annars ráðstöfun sem gripið var til til að fólki í sóttkví yrði gert kleift að kjósa. Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði tæpar fimm milljónir króna. Framlög Guðmundar sjálfs til framboðsins var rúmlega 1,6 milljón króna. Helsti kostnaðarliður rekstrarreikningsins voru auglýsingar og kynningarkostnaður eða 3,5 milljónir króna. Guðni lagði ekki eins mikið til kosningabaráttunnar eins og sá sem skoraði hann á hólm. Kostnaður vegna framboðsins var rúmlega 1,5 milljón en rekstrartekjur hins vegar rúmar tvær milljónir. Afgangur var af framboði Guðna eða sem nam 612 þúsund krónum. Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Kostnaður vegna forsetakosninganna tæpar 416 milljónir Það er um 75 milljónum meira en kostnaður vegna síðustu forsetakosninga þar á undan árið 2016. 2. nóvember 2020 17:04 Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði hann og stuðningsmenn fimm milljónir króna Kostningarnar kostuðu forsetann og hans stuðningssveit 1,5 milljón króna. 16. október 2020 15:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kosningaþátttaka kvenna var 71,5 prósent og töluverð meiri en karla þar sem þátttakan var 62,4 prósent. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var 31,1 prósent sem var töluvert hærra en í kosningunum árið 2016 þegar 23,1 prósent greiddu atkvæði í aðdraganda kjördags. Í framboði til forseta voru Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Hlaut Guðni Th. Jóhannesson 92,2 prósent gildra atkvæða og var því kjörinn forseti Íslands. Kostnaður vegna forsetakosninganna í sumar nam tæpum 416 milljónum króna. Það er um 75 milljónum meira en kostnaður vegna síðustu forsetakosninga þar á undan, árið 2016. Kosningaþátttaka hefur aðeins einu sinni verið slakari hér á landi en nú í sumar. Það var árið 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti til átta ára, fékk mótframboð frá Baldri Ágústssyni og Ástþóri MagnússyniHagstofan Kostnaður vegna forsetakosninganna 2016 nam 341 milljón króna. Ráðstafanir sem gerðar voru vegna Covid-19 fólu í sér aukinn kostnað, meðal annars ráðstöfun sem gripið var til til að fólki í sóttkví yrði gert kleift að kjósa. Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði tæpar fimm milljónir króna. Framlög Guðmundar sjálfs til framboðsins var rúmlega 1,6 milljón króna. Helsti kostnaðarliður rekstrarreikningsins voru auglýsingar og kynningarkostnaður eða 3,5 milljónir króna. Guðni lagði ekki eins mikið til kosningabaráttunnar eins og sá sem skoraði hann á hólm. Kostnaður vegna framboðsins var rúmlega 1,5 milljón en rekstrartekjur hins vegar rúmar tvær milljónir. Afgangur var af framboði Guðna eða sem nam 612 þúsund krónum.
Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Kostnaður vegna forsetakosninganna tæpar 416 milljónir Það er um 75 milljónum meira en kostnaður vegna síðustu forsetakosninga þar á undan árið 2016. 2. nóvember 2020 17:04 Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði hann og stuðningsmenn fimm milljónir króna Kostningarnar kostuðu forsetann og hans stuðningssveit 1,5 milljón króna. 16. október 2020 15:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kostnaður vegna forsetakosninganna tæpar 416 milljónir Það er um 75 milljónum meira en kostnaður vegna síðustu forsetakosninga þar á undan árið 2016. 2. nóvember 2020 17:04
Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði hann og stuðningsmenn fimm milljónir króna Kostningarnar kostuðu forsetann og hans stuðningssveit 1,5 milljón króna. 16. október 2020 15:37