Verslunum í Danmörku gert að loka fram yfir áramót Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 17:45 Aðgerðir hafa verið hertar umtalsvert í Danmörku, en metfjöldi smita greindist í gær. EPA-EFE/Philip Davali Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að herða aðgerðir í ljósi versnandi stöðu faraldursins þar í landi. Allar verslanir fyrir utan matvöruverslanir og apótek munu þurfa að loka frá 25. desember og mega þær opna á ný þann 3. janúar. Aðgerðirnar gilda á landsvísu, en hertar aðgerðir tóku gildi á mánudaginn í síðustu viku. Þá giltu þær fyrir sextíu og níu sveitarfélög Danmerkur en nú munu allir landsmenn þurfa að lúta ströngum sóttvarnareglum. Einyrkjar þurfa að loka starfsemi sinni frá 21. desember, þar með talið hárgreiðslustofur og sjúkraþjálfarar, og mun samkomubann miðast við tíu manns að hámarki. Mette Frederiksen forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. „Staða kórónuveirufaraldursins er því miður mjög alvarleg. Yfir 22 þúsund hafa greinst með veiruna síðastliðna viku og 15 þúsund vikuna áður. Vitaskuld eru fleiri sýni tekin nú en við sjáum því miður að fleiri eru að greinast jákvæðir.“ Samhliða fleiri smitum fjölgar innlögnum á sjúkrahús og eru 493 vegna Covid-19 samkvæmt danska ríkisútvarpinu, 54 fleiri en voru í gær. Áhættustig var hækkað upp í 4 sem er það næst hæsta samkvæmt kerfinu sem þar er í gildi. Þó svo að samkomubann miðist við tíu manns biður Frederiksen fólk ekki um að horfa á það sem almenna hvatningu til þess að halda tíu manna samkomur. Þvert á móti ættu sem fæstir að koma saman yfir hátíðirnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær. 10. desember 2020 14:54 Veitingastaðir og barir loki og elstu grunnskólabörnin send heim Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka. 7. desember 2020 09:11 Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. 6. desember 2020 21:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Aðgerðirnar gilda á landsvísu, en hertar aðgerðir tóku gildi á mánudaginn í síðustu viku. Þá giltu þær fyrir sextíu og níu sveitarfélög Danmerkur en nú munu allir landsmenn þurfa að lúta ströngum sóttvarnareglum. Einyrkjar þurfa að loka starfsemi sinni frá 21. desember, þar með talið hárgreiðslustofur og sjúkraþjálfarar, og mun samkomubann miðast við tíu manns að hámarki. Mette Frederiksen forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. „Staða kórónuveirufaraldursins er því miður mjög alvarleg. Yfir 22 þúsund hafa greinst með veiruna síðastliðna viku og 15 þúsund vikuna áður. Vitaskuld eru fleiri sýni tekin nú en við sjáum því miður að fleiri eru að greinast jákvæðir.“ Samhliða fleiri smitum fjölgar innlögnum á sjúkrahús og eru 493 vegna Covid-19 samkvæmt danska ríkisútvarpinu, 54 fleiri en voru í gær. Áhættustig var hækkað upp í 4 sem er það næst hæsta samkvæmt kerfinu sem þar er í gildi. Þó svo að samkomubann miðist við tíu manns biður Frederiksen fólk ekki um að horfa á það sem almenna hvatningu til þess að halda tíu manna samkomur. Þvert á móti ættu sem fæstir að koma saman yfir hátíðirnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær. 10. desember 2020 14:54 Veitingastaðir og barir loki og elstu grunnskólabörnin send heim Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka. 7. desember 2020 09:11 Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. 6. desember 2020 21:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær. 10. desember 2020 14:54
Veitingastaðir og barir loki og elstu grunnskólabörnin send heim Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka. 7. desember 2020 09:11
Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. 6. desember 2020 21:14