Hvetja Evrópubúa til grímunotkunar í jólaboðum Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 18:39 WHO hvetur til frekari grímunotkunar. AP/Cecilia Fabiano Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir útlit fyrir aðra bylgju í Evrópu snemma árs 2021 ef áfram heldur sem horfir, enda fari smitum ört fjölgandi. Stofnunin hvetur því fólk til þess að auka grímunotkun og nota grímur einnig í jólaboðum með fjölskyldu yfir hátíðirnar. Fjöldi Evrópuríkja hefur tilkynnt hertar aðgerðir vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. Þýskaland kynnti hertari aðgerðir í dag og hefur nú verið lokað fyrir alla verslun og þjónustu, að matvöruverslunum og bönkum undanskildum. Veitingastaðir, barir og aðrir samkomusalir hafa verið lokaðir síðan í nóvember en skólum verður einnig lokað nú eftir að aðgerðir voru hertar. Þá kynnti Danmörk einnig hertar aðgerðir í dag og er verslunum, öðrum en matvörubúðum og apótekum, gert að loka fram yfir áramót. Mest mega tíu manns koma saman en þó biðlaði Mette Frederiksen forsætisráðherra til fólks að líta ekki á það sem viðmið. Fólk ætti heilt yfir að umgangast sem fæsta. Halda fjölskyldusamkomur utandyra ef mögulegt Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru einstaklingar, fjölskyldur og samfélög í heild sinni beðin um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fólk eigi að forðast samkomur innandyra, enda hafi það ýtt undir frekari útbreiðslu yfir vetrarmánuðina. Því er biðlað til fólks að halda fjölskyldusamkomur utandyra ef slíkur möguleiki er fyrir hendi. Ef fólk hittist innandyra eigi það helst að nota grímur og huga að fjarlægðartakmörkunum. „Ykkur gæti fundist vandræðalegt að nota grímur og halda fjarlægð með vinum og fjölskyldu, en slíkt eykur líkurnar á því að allir verði öruggir og heilbrigðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Viðkvæmir hópar eða eldri vinir og ættingjar gætu átt erfitt með að biðja ástvini um að halda fjarlægð, sama þó þeir upplifi kvíða eða áhyggjur. Sýnið tillit til þess sem aðrir gætu verið að upplifa og þeirra erfiðu ákvarðana sem þau gætu þurft að taka.“ Jólin verða óvenjuleg í ár.Getty Bóluefni í augsýn Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í morgun að öll aðildarríki sambandsins ættu að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni sama daginn. Ekki er þó ljóst hvaða dag það verður. Með þessu myndu ríkin sýna fram á samstöðu sín á milli, en bólusetningar eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember. Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja hefur tilkynnt hertar aðgerðir vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. Þýskaland kynnti hertari aðgerðir í dag og hefur nú verið lokað fyrir alla verslun og þjónustu, að matvöruverslunum og bönkum undanskildum. Veitingastaðir, barir og aðrir samkomusalir hafa verið lokaðir síðan í nóvember en skólum verður einnig lokað nú eftir að aðgerðir voru hertar. Þá kynnti Danmörk einnig hertar aðgerðir í dag og er verslunum, öðrum en matvörubúðum og apótekum, gert að loka fram yfir áramót. Mest mega tíu manns koma saman en þó biðlaði Mette Frederiksen forsætisráðherra til fólks að líta ekki á það sem viðmið. Fólk ætti heilt yfir að umgangast sem fæsta. Halda fjölskyldusamkomur utandyra ef mögulegt Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru einstaklingar, fjölskyldur og samfélög í heild sinni beðin um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fólk eigi að forðast samkomur innandyra, enda hafi það ýtt undir frekari útbreiðslu yfir vetrarmánuðina. Því er biðlað til fólks að halda fjölskyldusamkomur utandyra ef slíkur möguleiki er fyrir hendi. Ef fólk hittist innandyra eigi það helst að nota grímur og huga að fjarlægðartakmörkunum. „Ykkur gæti fundist vandræðalegt að nota grímur og halda fjarlægð með vinum og fjölskyldu, en slíkt eykur líkurnar á því að allir verði öruggir og heilbrigðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Viðkvæmir hópar eða eldri vinir og ættingjar gætu átt erfitt með að biðja ástvini um að halda fjarlægð, sama þó þeir upplifi kvíða eða áhyggjur. Sýnið tillit til þess sem aðrir gætu verið að upplifa og þeirra erfiðu ákvarðana sem þau gætu þurft að taka.“ Jólin verða óvenjuleg í ár.Getty Bóluefni í augsýn Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í morgun að öll aðildarríki sambandsins ættu að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni sama daginn. Ekki er þó ljóst hvaða dag það verður. Með þessu myndu ríkin sýna fram á samstöðu sín á milli, en bólusetningar eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember. Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07