Hvetja Evrópubúa til grímunotkunar í jólaboðum Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 18:39 WHO hvetur til frekari grímunotkunar. AP/Cecilia Fabiano Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir útlit fyrir aðra bylgju í Evrópu snemma árs 2021 ef áfram heldur sem horfir, enda fari smitum ört fjölgandi. Stofnunin hvetur því fólk til þess að auka grímunotkun og nota grímur einnig í jólaboðum með fjölskyldu yfir hátíðirnar. Fjöldi Evrópuríkja hefur tilkynnt hertar aðgerðir vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. Þýskaland kynnti hertari aðgerðir í dag og hefur nú verið lokað fyrir alla verslun og þjónustu, að matvöruverslunum og bönkum undanskildum. Veitingastaðir, barir og aðrir samkomusalir hafa verið lokaðir síðan í nóvember en skólum verður einnig lokað nú eftir að aðgerðir voru hertar. Þá kynnti Danmörk einnig hertar aðgerðir í dag og er verslunum, öðrum en matvörubúðum og apótekum, gert að loka fram yfir áramót. Mest mega tíu manns koma saman en þó biðlaði Mette Frederiksen forsætisráðherra til fólks að líta ekki á það sem viðmið. Fólk ætti heilt yfir að umgangast sem fæsta. Halda fjölskyldusamkomur utandyra ef mögulegt Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru einstaklingar, fjölskyldur og samfélög í heild sinni beðin um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fólk eigi að forðast samkomur innandyra, enda hafi það ýtt undir frekari útbreiðslu yfir vetrarmánuðina. Því er biðlað til fólks að halda fjölskyldusamkomur utandyra ef slíkur möguleiki er fyrir hendi. Ef fólk hittist innandyra eigi það helst að nota grímur og huga að fjarlægðartakmörkunum. „Ykkur gæti fundist vandræðalegt að nota grímur og halda fjarlægð með vinum og fjölskyldu, en slíkt eykur líkurnar á því að allir verði öruggir og heilbrigðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Viðkvæmir hópar eða eldri vinir og ættingjar gætu átt erfitt með að biðja ástvini um að halda fjarlægð, sama þó þeir upplifi kvíða eða áhyggjur. Sýnið tillit til þess sem aðrir gætu verið að upplifa og þeirra erfiðu ákvarðana sem þau gætu þurft að taka.“ Jólin verða óvenjuleg í ár.Getty Bóluefni í augsýn Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í morgun að öll aðildarríki sambandsins ættu að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni sama daginn. Ekki er þó ljóst hvaða dag það verður. Með þessu myndu ríkin sýna fram á samstöðu sín á milli, en bólusetningar eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember. Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja hefur tilkynnt hertar aðgerðir vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. Þýskaland kynnti hertari aðgerðir í dag og hefur nú verið lokað fyrir alla verslun og þjónustu, að matvöruverslunum og bönkum undanskildum. Veitingastaðir, barir og aðrir samkomusalir hafa verið lokaðir síðan í nóvember en skólum verður einnig lokað nú eftir að aðgerðir voru hertar. Þá kynnti Danmörk einnig hertar aðgerðir í dag og er verslunum, öðrum en matvörubúðum og apótekum, gert að loka fram yfir áramót. Mest mega tíu manns koma saman en þó biðlaði Mette Frederiksen forsætisráðherra til fólks að líta ekki á það sem viðmið. Fólk ætti heilt yfir að umgangast sem fæsta. Halda fjölskyldusamkomur utandyra ef mögulegt Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru einstaklingar, fjölskyldur og samfélög í heild sinni beðin um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fólk eigi að forðast samkomur innandyra, enda hafi það ýtt undir frekari útbreiðslu yfir vetrarmánuðina. Því er biðlað til fólks að halda fjölskyldusamkomur utandyra ef slíkur möguleiki er fyrir hendi. Ef fólk hittist innandyra eigi það helst að nota grímur og huga að fjarlægðartakmörkunum. „Ykkur gæti fundist vandræðalegt að nota grímur og halda fjarlægð með vinum og fjölskyldu, en slíkt eykur líkurnar á því að allir verði öruggir og heilbrigðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Viðkvæmir hópar eða eldri vinir og ættingjar gætu átt erfitt með að biðja ástvini um að halda fjarlægð, sama þó þeir upplifi kvíða eða áhyggjur. Sýnið tillit til þess sem aðrir gætu verið að upplifa og þeirra erfiðu ákvarðana sem þau gætu þurft að taka.“ Jólin verða óvenjuleg í ár.Getty Bóluefni í augsýn Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í morgun að öll aðildarríki sambandsins ættu að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni sama daginn. Ekki er þó ljóst hvaða dag það verður. Með þessu myndu ríkin sýna fram á samstöðu sín á milli, en bólusetningar eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember. Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07