Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 18. desember 2020 08:20 Húsið Breiðablik sem aurskriðan tók með sér í nótt er að öllum líkindum ónýtt. Vísir/Egill Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Hættustig er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og féllu tvær aurskriður úr Nautaklauf í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú seinni um tveimur tímum síðar. „Sú seinni hreif með sér hús einhverja tugi metra sem væntanlega er ónýtt, við gerum ráð fyrir því,“ segir Kristján Ólafur. Húsið, sem stóð við Austurveg, hafði lent í skriðu fyrr í vikunni. Ekki er búið í húsinu að staðaldri heldur er það nýtt sem sumarhús fyrir fólk sem býr erlendis að sögn Davíðs Kristinssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Kristján Ólafur segir að verið sé að meta aðstæður en þær eigi eftir að koma betur í ljós þegar það birtir. „Það rignir enn en það er gert ráð fyrir að það hægi heldur á með morgninum þannig að vonandi lagast ástandið í kjölfar þess og styttir upp á morgun ef allt gengur samkvæmt spá,“ segir Kristján Ólafur. Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni. Þeir sem eru á ferðinni eru síðan beðnir um að fara sérstaklega varlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Rýming húsa enn í gildi Mikið úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt og er appelsínugul veðurviðvörun vegna mikilla rigninga í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Rýming húsa er enn í gilid á Seyðisfirði og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Fréttin var uppfærð klukkan 09:32. Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Hættustig er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og féllu tvær aurskriður úr Nautaklauf í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú seinni um tveimur tímum síðar. „Sú seinni hreif með sér hús einhverja tugi metra sem væntanlega er ónýtt, við gerum ráð fyrir því,“ segir Kristján Ólafur. Húsið, sem stóð við Austurveg, hafði lent í skriðu fyrr í vikunni. Ekki er búið í húsinu að staðaldri heldur er það nýtt sem sumarhús fyrir fólk sem býr erlendis að sögn Davíðs Kristinssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Kristján Ólafur segir að verið sé að meta aðstæður en þær eigi eftir að koma betur í ljós þegar það birtir. „Það rignir enn en það er gert ráð fyrir að það hægi heldur á með morgninum þannig að vonandi lagast ástandið í kjölfar þess og styttir upp á morgun ef allt gengur samkvæmt spá,“ segir Kristján Ólafur. Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni. Þeir sem eru á ferðinni eru síðan beðnir um að fara sérstaklega varlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Rýming húsa enn í gildi Mikið úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt og er appelsínugul veðurviðvörun vegna mikilla rigninga í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Rýming húsa er enn í gilid á Seyðisfirði og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Fréttin var uppfærð klukkan 09:32.
Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“