
Náttúruhamfarir

Óttast að mörg hundruð séu látin
Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi.

43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar
Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun.

24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum
Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega.

Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður
Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir hvirfilbyli og ofsaveðurs í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna. Neyðarástand er í gildi í þremur ríkjum og hundruð þúsunda án rafmangs.

Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma
Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum.

Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA
Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki.

„Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“
Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda.

Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá
Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum.

Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna
Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum.

Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn
Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða.

Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini
Yfirvöld á Grikklandi hafa lýst yfir neyðarástandi á ferðamannaeyjunni Santorini vegna tíðra jarðskjálfta við eyjuna. Þúsundir skjálfta hafa verið skráðir síðan á sunnudag.

Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta
Um ellefu þúsundir íbúa á grísku eyjunni Santorini hafa yfirgefið eyjuna eftir mikla skjálftavirkni síðustu daga. Skjálfti 5,2 að stærð mældist milli eyjarinnar og Amorgos í gærkvöldi eftir mikinn fjölda smáskjálfta síðustu vikur.

Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum
Sjö norskir skíðagarpar urðu fyrir snjóflóði í frönsku Ölpunum í dag. Fjórir eru látnir samkvæmt tilkynningu franskra yfirvalda.

Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum
Breskir veðurfræðingar hafa gefið út rauða viðvörun á norðurhluta Írlands og í Skotlandi vegna öflugrar lægðar sem liggur vestur af Bretlandseyjum. Búist er við mjög öflugum vindhviðum á Bretlandseyjum á morgun og hefur einnig verið varað við mögulegum hvirfilbyljum vegna lægðarinnar.

Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles
Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni.

Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði
Rýmingum í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Enn er verið að fara yfir gögn og meta hvort aflétta eigi rýmingum á Seyðisfirði strax. Verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum segir ánægjulegt að óvissuástandinu sé að ljúka.

Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl
Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt en þung færð gerði slökkviliði erfitt fyrir í slökkvistarfi. Varðstjóri slökkviliðs Múlaþings segir atvikið til marks um þær hættulegu aðstæður sem skapast geta meðan lokað er fyrir umferð um Fjarðarheiði.

Rýma fleiri hús á Seyðisfirði
Þrjú stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Rýma á tvær blokkir til viðbótar á Seyðisfirði í dag. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir rýmingarnar hafa tekið á íbúa.

Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma
Kona, sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir þrjátíu árum, segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Hún furðar sig á því að rannsóknarnefnd um hamfarirnar, sem hóf störf í byrjun árs, hafi ekki verið komið á fót löngu fyrr.

Minni vindur í LA en óttast hafði verið
Veðurspáin í Los Angeles rættist ekki að fullu í gær og varð vindurinn á svæðinu mun minni en veðurfræðingar höfðu óttast.

Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð
Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað.

Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni
Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu.

Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles
Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið.

Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles
Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa.

Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Los Angeles, næst stærstu borg Bandaríkjanna vegna skógar- og kjarrelda sem á skömmum tíma í gær fóru verulega úr böndunum.

Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet
Að minnsta kosti fimmtíu og þrír eru látnir og sextíu og tveir slasaðir eftir að öflugur jarðskjálfti upp sem bandaríska jarðfræðistofnunin segir að hafi verið 7,1 stig reið yfir í Tíbet í nótt.

Ástandið að lagast í Hvítá
Ástandið hefur lagast nokkuð eftir að Hvítá flæddi yfir bakka sína við Brúnastaði um daginn vegna klakastíflu sem er í ánni.

Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans
Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári.

Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum
Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Nokkur snjóflóð féllu á vegi á Vestfjörðum í nótt.

Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar
Minningarathafnir voru haldnar víða í Suður-Asíu í dag til að minnast þeirra sem fórust þegar skjálftaflóðbylgjur gengu á land þennan dag árið 2004. Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir þessarar aldar en tæplega 230 þúsund fórust.