Hættustig almannavarna er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum vegna mikilla rigninga.
Tvær skriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú síðari um tveimur tímum síðar.
Sú skriða virðist hafa verið nokkuð mikil að umfangi enda hreif hún með sér einbýlishúsið Breiðablik sem stóð við Austurveg og flutti það til um fimmtíu metra að minnsta kosti. Talið er að húsið sé ónýtt.
Ekki var búið í því að staðaldri svo það var mannlaust auk þess sem var það inni á hættusvæði í bænum og hafði lenti í annarri aurskriðu fyrr í mánuðinum.
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Fundurinn stendur enn yfir en Bjarni fór fyrr af fundinum og ræddi við fréttamenn þegar hann kom út.
Spurður út í Seyðisfjörð og mögulegra aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna hamfaranna þar sagði Bjarni að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings.
„Það standa auðvitað allir landsmenn með Seyðfirðingum í því að takast á við þessa erfiðleika,“ sagði Bjarni.