Kendall Jenner, Cher og Katy Perry hafa óskað eftir flíkum úr nýrri línu Hildar Yeoman Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. desember 2020 20:01 Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman slær í gegn með nýrri línu sem er hönnuð sem óður til gleðinnar og undir áhrifum söngkonunnar Cher. Mynd - Saga Sig „Við vorum beðin um að hanna fyrir goðsögnina hana Cher og upp úr því verkefni spratt þessi lína sem við köllum einfaldlega, Cheer-up! Þetta er mjög lítrík og skemmtileg lína sem mætti segja að væri óður til gleðinnar,“ segir fatahönnuðurinn og listakonan Hildur Yeoman í samtali við Vísi. Hildur hefur hannað undir merki sínu Hildur Yeoman í yfir áratug og á sér farsælan feril að baki. Stíllinn hennar er afar litríkur og ævintýralegur en hún er þekkt fyrir mjög líflega framsetningu og húmor þegar kemur að ímynd og hönnun merkisins. Stórstjörnurnar Taylor Swift, Björk Guðmundsdóttir, Laura Lee, Ellie Goulding, Katy Perry, Hildur Guðna og Sheryl Crow eru einar af þeim sem hafa skartað flíkum úr línu Hildar. Hún segir að það sé ekki óalgengt að fá á borð til sín verkefni um að hanna línur eða flíkur fyrir stjörnurnar. „Við erum með PR skrifstofu í London og í gegnum hana fáum við allskonar verkefni þó svo að það sé algengara að fólk hafi samband við okkur beint í gegnum Instagram síðuna okkar.“ Töffaraleg og seiðandi. Fyrirsætan og ofurskutlan Andrea Röfn í buxum og topp úr nýju línunni. Mynd - Saga Sig Línan Cheer-up hönnuð undir áhrifum söngkonunnar Cher Hildur líkir ferlinu við nokkurs konar áhorfendaprufur og að varan þurfi að fara í gegnum margar síur til að enda í lokavalinu. „Aðalstílistinn hennar Cher hafði samband við okkur til að hanna sviðsfatnað á hana fyrir túrinn hennar sem var einstaklega spennandi verkefni, enda er Cher mikið idol. Þetta virkar þannig að ég sendi teikningar út sem teymið hennar fer yfir. Þó svo að þetta hafi ekki endað sem lokaval þá varð úr ný lína undir áhrifum Cher sem heitir því skemmtilega nafni Cheer -up. Okkur finnst það mjög viðeigandi á tímum sem þessum að fá smá litadýrð og gleði í tilveruna og það er einstaklega gaman að heyra viðbrögð fólks við línunni.“ Cher bað svo síðar um að fá nokkrar flíkur úr línunni svo að það er aldrei að vita hvenær við sjáum hana í Hildi Yeoman flík. Ásamt Cher hafa stjörnur á borð við Kendall Jenner og Katy Perry einnig óskað eftir flíkum úr nýju línu Hildar sem hefur heldur betur slegið í gegn. Gleði og litadýrð einkenna Cheer-up línu Hildar Yeoman og segir Hildur að ekki veiti af smá litadýrð í tilveruna á þessum tímum. Mynd - Saga Sig Langaði að senda gleðistrauma út í samfélagið Hildur segir föt og tísku geti haft meiri áhrif á fólk en það geri sér grein fyrir og hafi margir haft það á orði að þeir finni fyrir mikilli gleði þegar þeir heimsæki búðina og sjái fötin. Okkur langaði að senda frá okkur gleðistrauma með þessari línu og það er greinilega að skila sér. Eftir þrjú ár með verslun sína á Skólavörðustíg ákvað Hildur að stækka við sig og flytja verslunina yfir á Laugaveginn. Hún segir mikið líf í miðbænum þessa dagana og fólk greinilega meðvitað um að styðja við íslenska hönnun og list. Aðspurð hvort að hún finni fyrir breyttri kauphegðun fólks í kjölfar faraldursins segir hún netsöluna hafa aukist all verulega og nú sé sala í gegnum heimasíðuna og samfélagsmiðla orðin stór hluti af daglegum rekstri. Við finnum fyrir mikilli stemmningu hér á Laugaveginum og gaman að sjá svona margt fólk í miðbænum. Við höfum nýtt árið vel í að stækka vörulínuna okkar og bjóðum nú upp á glænýja kertalínu, allskonar prjónaflíkur og auðvitað skvísukjóla og djammtoppa. Hildur segir það mikilvægt á þessum tímum að hafa gaman og skvísa sig upp þó maður sé bara að fara í labbitúr eða í heimsókn í „litlu jólabubbluna sína". Ljósmyndir af nýju línunni hafa strax vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og segist Hildur hafa valið sínar uppáhalds hæfileikakonur og ofurskutlur til að sitja fyrir á myndunum. Við fengum nokkrar af mestu pæjunum sem við þekkjum til að dressa sig upp með okkur og tókum jóla og áramóta myndaþátt með ljósmyndaranum Sögu Sig. Gulla Jónsdóttir arkitekt er stórglæsileg í grænum í kjól úr Cheer-up línu Hildar Yeoman. Saga Sig Glamúr og glæsileiki. Kristín Sighvatsdóttir, móðir Gullu Jóns, geislar í mynstruðum og silfruðum síðkjól frá Hildi Yeoman. Mynd - Saga Sig Taylor Cochran í litríkum buxum og prjónapeysu. Mynd - Saga Sig Saga Sig ljósmyndari og listmálari sómir sér einnig mjög vel fyrir framan myndavélina í mynstruðum aðsniðnum kjól frá Hildi Yeoman. Gull sem glóir. Áhrif diskótímabilsins leyna sér ekki í þessu fallega dressi frá Hildi Yeoman. Mynd - Saga Sig Tíska og hönnun Menning Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Saga og Steindi í nýrri rómantískri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Hildur hefur hannað undir merki sínu Hildur Yeoman í yfir áratug og á sér farsælan feril að baki. Stíllinn hennar er afar litríkur og ævintýralegur en hún er þekkt fyrir mjög líflega framsetningu og húmor þegar kemur að ímynd og hönnun merkisins. Stórstjörnurnar Taylor Swift, Björk Guðmundsdóttir, Laura Lee, Ellie Goulding, Katy Perry, Hildur Guðna og Sheryl Crow eru einar af þeim sem hafa skartað flíkum úr línu Hildar. Hún segir að það sé ekki óalgengt að fá á borð til sín verkefni um að hanna línur eða flíkur fyrir stjörnurnar. „Við erum með PR skrifstofu í London og í gegnum hana fáum við allskonar verkefni þó svo að það sé algengara að fólk hafi samband við okkur beint í gegnum Instagram síðuna okkar.“ Töffaraleg og seiðandi. Fyrirsætan og ofurskutlan Andrea Röfn í buxum og topp úr nýju línunni. Mynd - Saga Sig Línan Cheer-up hönnuð undir áhrifum söngkonunnar Cher Hildur líkir ferlinu við nokkurs konar áhorfendaprufur og að varan þurfi að fara í gegnum margar síur til að enda í lokavalinu. „Aðalstílistinn hennar Cher hafði samband við okkur til að hanna sviðsfatnað á hana fyrir túrinn hennar sem var einstaklega spennandi verkefni, enda er Cher mikið idol. Þetta virkar þannig að ég sendi teikningar út sem teymið hennar fer yfir. Þó svo að þetta hafi ekki endað sem lokaval þá varð úr ný lína undir áhrifum Cher sem heitir því skemmtilega nafni Cheer -up. Okkur finnst það mjög viðeigandi á tímum sem þessum að fá smá litadýrð og gleði í tilveruna og það er einstaklega gaman að heyra viðbrögð fólks við línunni.“ Cher bað svo síðar um að fá nokkrar flíkur úr línunni svo að það er aldrei að vita hvenær við sjáum hana í Hildi Yeoman flík. Ásamt Cher hafa stjörnur á borð við Kendall Jenner og Katy Perry einnig óskað eftir flíkum úr nýju línu Hildar sem hefur heldur betur slegið í gegn. Gleði og litadýrð einkenna Cheer-up línu Hildar Yeoman og segir Hildur að ekki veiti af smá litadýrð í tilveruna á þessum tímum. Mynd - Saga Sig Langaði að senda gleðistrauma út í samfélagið Hildur segir föt og tísku geti haft meiri áhrif á fólk en það geri sér grein fyrir og hafi margir haft það á orði að þeir finni fyrir mikilli gleði þegar þeir heimsæki búðina og sjái fötin. Okkur langaði að senda frá okkur gleðistrauma með þessari línu og það er greinilega að skila sér. Eftir þrjú ár með verslun sína á Skólavörðustíg ákvað Hildur að stækka við sig og flytja verslunina yfir á Laugaveginn. Hún segir mikið líf í miðbænum þessa dagana og fólk greinilega meðvitað um að styðja við íslenska hönnun og list. Aðspurð hvort að hún finni fyrir breyttri kauphegðun fólks í kjölfar faraldursins segir hún netsöluna hafa aukist all verulega og nú sé sala í gegnum heimasíðuna og samfélagsmiðla orðin stór hluti af daglegum rekstri. Við finnum fyrir mikilli stemmningu hér á Laugaveginum og gaman að sjá svona margt fólk í miðbænum. Við höfum nýtt árið vel í að stækka vörulínuna okkar og bjóðum nú upp á glænýja kertalínu, allskonar prjónaflíkur og auðvitað skvísukjóla og djammtoppa. Hildur segir það mikilvægt á þessum tímum að hafa gaman og skvísa sig upp þó maður sé bara að fara í labbitúr eða í heimsókn í „litlu jólabubbluna sína". Ljósmyndir af nýju línunni hafa strax vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og segist Hildur hafa valið sínar uppáhalds hæfileikakonur og ofurskutlur til að sitja fyrir á myndunum. Við fengum nokkrar af mestu pæjunum sem við þekkjum til að dressa sig upp með okkur og tókum jóla og áramóta myndaþátt með ljósmyndaranum Sögu Sig. Gulla Jónsdóttir arkitekt er stórglæsileg í grænum í kjól úr Cheer-up línu Hildar Yeoman. Saga Sig Glamúr og glæsileiki. Kristín Sighvatsdóttir, móðir Gullu Jóns, geislar í mynstruðum og silfruðum síðkjól frá Hildi Yeoman. Mynd - Saga Sig Taylor Cochran í litríkum buxum og prjónapeysu. Mynd - Saga Sig Saga Sig ljósmyndari og listmálari sómir sér einnig mjög vel fyrir framan myndavélina í mynstruðum aðsniðnum kjól frá Hildi Yeoman. Gull sem glóir. Áhrif diskótímabilsins leyna sér ekki í þessu fallega dressi frá Hildi Yeoman. Mynd - Saga Sig
Tíska og hönnun Menning Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Saga og Steindi í nýrri rómantískri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist