Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2020 21:44 Íbúar á Seyðisfirði biðu í dag fyrir utan fjöldahjálparstöðina eftir því að komast yfir til Egilsstaða. Vísir/Egill Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt. „Það er komin ró yfir þetta núna. Það er búið að rýma þau svæði sem þurfti að rýma. Svo verður staðan bara tekin aftur á morgun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Við munum skoða hvort óhætt sé að fara inn á svæðið og síðan í kjölfarið förum við í að meta tjónið. Svo þurfum við að taka afstöðu til þess hvenær verður hægt að hleypa fólki heim til sín,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ekki væri búið að staðsetja alla en að sú vinna væri í gangi. Rögnvaldur segir að þeirri vinnu sé nú lokið. „Já, það er búið að staðsetja alla. Það var í dag eftirgrennslan eftir fólki sem átti eftir að staðsetja og það tókst prýðilega,“ segir Rögnvaldur. Týr á leiðinni Austur og lögreglulið frá Reykjavík og Akureyri mætt „Það hafa allir fengið húsaskjól í nótt, við höfum ekki heyrt af neinu öðru. Ótal aðilar hafa boðið fram gistirými og svo hafa einstaklingar boðist til að taka á móti fólki og er jafnvel tilbúið að ganga úr rúmum sínum fyrir fólk sem þurfti að rýma þannig að það hefur allt saman gengið rosalega vel,“ segir Rögnvaldur. Þá hafa einhverjir íbúar á Eskifirði þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðhættu þar. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð á Eskifirði og allir þeir sem þurftu á að halda eru komnir þangað. Rögnvaldur segist ekki hafa heyrt af því að Eskfirðingar hafi þurft að fara til Egilsstaða í fjöldahjálparstöðina þar. Töluvert færri hafi þurft að rýma hús sín á Eskifirði en á Seyðisfirði. Lið lögreglu- og sérsveitarmanna frá Reykjavík lentu á Egilsstöðum á sjöunda tímanum en þeir fóru þangað með flugi til að aðstoða við vettvangsvinnu. Þá komu tveir lögreglubílar og lögreglumenn austur frá Akureyri síðdegis í dag. Varðskipið Týr hefur verið kallað út til Seyðisfjarðar til aðstoðar og lagði það af stað frá Reykjavík klukkan fimm síðdegis. Rögnvaldur segir að ferðin taki um sólarhring og verði það því komið til Seyðisfjarðar síðdegis á morgun. Múlaþing Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Það er komin ró yfir þetta núna. Það er búið að rýma þau svæði sem þurfti að rýma. Svo verður staðan bara tekin aftur á morgun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Við munum skoða hvort óhætt sé að fara inn á svæðið og síðan í kjölfarið förum við í að meta tjónið. Svo þurfum við að taka afstöðu til þess hvenær verður hægt að hleypa fólki heim til sín,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ekki væri búið að staðsetja alla en að sú vinna væri í gangi. Rögnvaldur segir að þeirri vinnu sé nú lokið. „Já, það er búið að staðsetja alla. Það var í dag eftirgrennslan eftir fólki sem átti eftir að staðsetja og það tókst prýðilega,“ segir Rögnvaldur. Týr á leiðinni Austur og lögreglulið frá Reykjavík og Akureyri mætt „Það hafa allir fengið húsaskjól í nótt, við höfum ekki heyrt af neinu öðru. Ótal aðilar hafa boðið fram gistirými og svo hafa einstaklingar boðist til að taka á móti fólki og er jafnvel tilbúið að ganga úr rúmum sínum fyrir fólk sem þurfti að rýma þannig að það hefur allt saman gengið rosalega vel,“ segir Rögnvaldur. Þá hafa einhverjir íbúar á Eskifirði þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðhættu þar. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð á Eskifirði og allir þeir sem þurftu á að halda eru komnir þangað. Rögnvaldur segist ekki hafa heyrt af því að Eskfirðingar hafi þurft að fara til Egilsstaða í fjöldahjálparstöðina þar. Töluvert færri hafi þurft að rýma hús sín á Eskifirði en á Seyðisfirði. Lið lögreglu- og sérsveitarmanna frá Reykjavík lentu á Egilsstöðum á sjöunda tímanum en þeir fóru þangað með flugi til að aðstoða við vettvangsvinnu. Þá komu tveir lögreglubílar og lögreglumenn austur frá Akureyri síðdegis í dag. Varðskipið Týr hefur verið kallað út til Seyðisfjarðar til aðstoðar og lagði það af stað frá Reykjavík klukkan fimm síðdegis. Rögnvaldur segir að ferðin taki um sólarhring og verði það því komið til Seyðisfjarðar síðdegis á morgun.
Múlaþing Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42