Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2020 21:44 Íbúar á Seyðisfirði biðu í dag fyrir utan fjöldahjálparstöðina eftir því að komast yfir til Egilsstaða. Vísir/Egill Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt. „Það er komin ró yfir þetta núna. Það er búið að rýma þau svæði sem þurfti að rýma. Svo verður staðan bara tekin aftur á morgun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Við munum skoða hvort óhætt sé að fara inn á svæðið og síðan í kjölfarið förum við í að meta tjónið. Svo þurfum við að taka afstöðu til þess hvenær verður hægt að hleypa fólki heim til sín,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ekki væri búið að staðsetja alla en að sú vinna væri í gangi. Rögnvaldur segir að þeirri vinnu sé nú lokið. „Já, það er búið að staðsetja alla. Það var í dag eftirgrennslan eftir fólki sem átti eftir að staðsetja og það tókst prýðilega,“ segir Rögnvaldur. Týr á leiðinni Austur og lögreglulið frá Reykjavík og Akureyri mætt „Það hafa allir fengið húsaskjól í nótt, við höfum ekki heyrt af neinu öðru. Ótal aðilar hafa boðið fram gistirými og svo hafa einstaklingar boðist til að taka á móti fólki og er jafnvel tilbúið að ganga úr rúmum sínum fyrir fólk sem þurfti að rýma þannig að það hefur allt saman gengið rosalega vel,“ segir Rögnvaldur. Þá hafa einhverjir íbúar á Eskifirði þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðhættu þar. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð á Eskifirði og allir þeir sem þurftu á að halda eru komnir þangað. Rögnvaldur segist ekki hafa heyrt af því að Eskfirðingar hafi þurft að fara til Egilsstaða í fjöldahjálparstöðina þar. Töluvert færri hafi þurft að rýma hús sín á Eskifirði en á Seyðisfirði. Lið lögreglu- og sérsveitarmanna frá Reykjavík lentu á Egilsstöðum á sjöunda tímanum en þeir fóru þangað með flugi til að aðstoða við vettvangsvinnu. Þá komu tveir lögreglubílar og lögreglumenn austur frá Akureyri síðdegis í dag. Varðskipið Týr hefur verið kallað út til Seyðisfjarðar til aðstoðar og lagði það af stað frá Reykjavík klukkan fimm síðdegis. Rögnvaldur segir að ferðin taki um sólarhring og verði það því komið til Seyðisfjarðar síðdegis á morgun. Múlaþing Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
„Það er komin ró yfir þetta núna. Það er búið að rýma þau svæði sem þurfti að rýma. Svo verður staðan bara tekin aftur á morgun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Við munum skoða hvort óhætt sé að fara inn á svæðið og síðan í kjölfarið förum við í að meta tjónið. Svo þurfum við að taka afstöðu til þess hvenær verður hægt að hleypa fólki heim til sín,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ekki væri búið að staðsetja alla en að sú vinna væri í gangi. Rögnvaldur segir að þeirri vinnu sé nú lokið. „Já, það er búið að staðsetja alla. Það var í dag eftirgrennslan eftir fólki sem átti eftir að staðsetja og það tókst prýðilega,“ segir Rögnvaldur. Týr á leiðinni Austur og lögreglulið frá Reykjavík og Akureyri mætt „Það hafa allir fengið húsaskjól í nótt, við höfum ekki heyrt af neinu öðru. Ótal aðilar hafa boðið fram gistirými og svo hafa einstaklingar boðist til að taka á móti fólki og er jafnvel tilbúið að ganga úr rúmum sínum fyrir fólk sem þurfti að rýma þannig að það hefur allt saman gengið rosalega vel,“ segir Rögnvaldur. Þá hafa einhverjir íbúar á Eskifirði þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðhættu þar. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð á Eskifirði og allir þeir sem þurftu á að halda eru komnir þangað. Rögnvaldur segist ekki hafa heyrt af því að Eskfirðingar hafi þurft að fara til Egilsstaða í fjöldahjálparstöðina þar. Töluvert færri hafi þurft að rýma hús sín á Eskifirði en á Seyðisfirði. Lið lögreglu- og sérsveitarmanna frá Reykjavík lentu á Egilsstöðum á sjöunda tímanum en þeir fóru þangað með flugi til að aðstoða við vettvangsvinnu. Þá komu tveir lögreglubílar og lögreglumenn austur frá Akureyri síðdegis í dag. Varðskipið Týr hefur verið kallað út til Seyðisfjarðar til aðstoðar og lagði það af stað frá Reykjavík klukkan fimm síðdegis. Rögnvaldur segir að ferðin taki um sólarhring og verði það því komið til Seyðisfjarðar síðdegis á morgun.
Múlaþing Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42