Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 19. desember 2020 21:01 Þórarinn Sigurður Andrésson, eða Tóti Ripper eins og hann er kallaður, segir að áfallið eftir hörmungar gærdagsins eigi enn eftir að koma. Vísir/Egill Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. „Ég bý í húsinu fyrir ofan Breiðablik sem var. Svo er ég staddur þarna út frá þar sem stóra skriðan kemur öll og þá kemur allt í einu hringing úr húsinu yfir í næsta hús. Við hlaupum yfir í næsta hús og ég er varla búinn að vera þar nema kannski í tuttugu sekúndur, þá er bara öskrað á okkur: „ÚT!“ Ég hleyp af stað og öskra á næstu manneskju, vinkonu mína Siggu Boston, og ég bara öskraði „komdu til baka!“ mér leist ekkert á að hún hlypi þarna niður eftir. En ég stoppa bara og horfi á þetta gerast. Bara sitt hvoru megin,“ segir Tóti. Þurfti að vaða aurskriðuna til að komast í öruggt skjól Hann segir að á því augnabliki hafi runnið upp fyrir honum að hann hafi lagt frá sér köttinn sem hann var að passa inn í húsinu. „Og ég hljóp bara til baka og náði í hann. Mér var alveg sama. Ég sá ekki neitt hvað ég græddi á því að hlaupa. Þessar skriður núna hafa verið að taka svo miklar beygjur, alveg 90 gráðu beygjur.“ Hann varð vitni að því þegar skriðan féll á björgunarsveitarhúsið og sá hann vörubíl sem stóð uppi á götu fjúka á húsið. „Já, ég sá vörubílinn fjúka á björgunarsveitarhúsið. Svo sá ég aumingja björgunarsveitarmennina alveg á harðahlaupum. Þetta var alveg hræðilegt að horfa á.“ „Svo náði ég í köttinn og ég fór af stað þangað niður eftir og hitti annan björgunarsveitarmann og við földum okkur á bak við hús. Héldum svo áfram niður fyrir Gamla ríkið eins og við köllum það, beint fyrir ofan smábátahöfnina. Svo var aðeins stoppað þar og svo þurftum við að vaða drulluna upp í hné og svo bara niður í ferjuhús,“ segir Tóti. Þeir þurftu að ganga yfir skriðuna sem var nýfallin og Tóti segir að það hafi ekki verið hættulaust. „Gusurnar gengu þarna ennþá. Þetta er svo óraunverulegt fyrir manni. En þetta verður ekki raunverulegt fyrir manni fyrr en maður sér þessa hræðilegu hluti þegar maður kemur aftur heim,“ segir Tóti. Lenti líka í Flateyrarslysinu Tóti segist afskaplega þreyttur eftir átökin. Hann hafi enn ekki fengið áfallið sem hann veit að mun koma. „Ég á alveg eftir að fá áfallahjálp, eftir það og eftir Flateyrarslysið, þá var ég fluttur vestur. Þá lenti ég í því. Svo þetta og eins og ég segi þá er þetta ekkert komið. Þetta er ekkert komið ennþá það sem gerðist í gær. Ég veit það kemur. Ég á eftir að fá einhvers konar taugaáfall. Held ég,“ segir Tóti. Aurskriðurnar sem hafa fallið hafa valdið gríðarlegum skemmdum.Vísir/Egill Hann segist kvíða mikið fyrir því að snúa aftur til Seyðisfjarðar „Mig kvíðir fyrir því. Ég er svo hræddur um að maður fái þá áfallið. Þetta er alveg svakalegt. Ég er búinn að sjá eina og eina mynd og jú auðvitað kvíðir maður fyrir því að sjá þetta. Þetta eru allt staðir sem maður elskaði, öll þessi hús eru farin. Það er bara allt farið þarna fyrir utan.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
„Ég bý í húsinu fyrir ofan Breiðablik sem var. Svo er ég staddur þarna út frá þar sem stóra skriðan kemur öll og þá kemur allt í einu hringing úr húsinu yfir í næsta hús. Við hlaupum yfir í næsta hús og ég er varla búinn að vera þar nema kannski í tuttugu sekúndur, þá er bara öskrað á okkur: „ÚT!“ Ég hleyp af stað og öskra á næstu manneskju, vinkonu mína Siggu Boston, og ég bara öskraði „komdu til baka!“ mér leist ekkert á að hún hlypi þarna niður eftir. En ég stoppa bara og horfi á þetta gerast. Bara sitt hvoru megin,“ segir Tóti. Þurfti að vaða aurskriðuna til að komast í öruggt skjól Hann segir að á því augnabliki hafi runnið upp fyrir honum að hann hafi lagt frá sér köttinn sem hann var að passa inn í húsinu. „Og ég hljóp bara til baka og náði í hann. Mér var alveg sama. Ég sá ekki neitt hvað ég græddi á því að hlaupa. Þessar skriður núna hafa verið að taka svo miklar beygjur, alveg 90 gráðu beygjur.“ Hann varð vitni að því þegar skriðan féll á björgunarsveitarhúsið og sá hann vörubíl sem stóð uppi á götu fjúka á húsið. „Já, ég sá vörubílinn fjúka á björgunarsveitarhúsið. Svo sá ég aumingja björgunarsveitarmennina alveg á harðahlaupum. Þetta var alveg hræðilegt að horfa á.“ „Svo náði ég í köttinn og ég fór af stað þangað niður eftir og hitti annan björgunarsveitarmann og við földum okkur á bak við hús. Héldum svo áfram niður fyrir Gamla ríkið eins og við köllum það, beint fyrir ofan smábátahöfnina. Svo var aðeins stoppað þar og svo þurftum við að vaða drulluna upp í hné og svo bara niður í ferjuhús,“ segir Tóti. Þeir þurftu að ganga yfir skriðuna sem var nýfallin og Tóti segir að það hafi ekki verið hættulaust. „Gusurnar gengu þarna ennþá. Þetta er svo óraunverulegt fyrir manni. En þetta verður ekki raunverulegt fyrir manni fyrr en maður sér þessa hræðilegu hluti þegar maður kemur aftur heim,“ segir Tóti. Lenti líka í Flateyrarslysinu Tóti segist afskaplega þreyttur eftir átökin. Hann hafi enn ekki fengið áfallið sem hann veit að mun koma. „Ég á alveg eftir að fá áfallahjálp, eftir það og eftir Flateyrarslysið, þá var ég fluttur vestur. Þá lenti ég í því. Svo þetta og eins og ég segi þá er þetta ekkert komið. Þetta er ekkert komið ennþá það sem gerðist í gær. Ég veit það kemur. Ég á eftir að fá einhvers konar taugaáfall. Held ég,“ segir Tóti. Aurskriðurnar sem hafa fallið hafa valdið gríðarlegum skemmdum.Vísir/Egill Hann segist kvíða mikið fyrir því að snúa aftur til Seyðisfjarðar „Mig kvíðir fyrir því. Ég er svo hræddur um að maður fái þá áfallið. Þetta er alveg svakalegt. Ég er búinn að sjá eina og eina mynd og jú auðvitað kvíðir maður fyrir því að sjá þetta. Þetta eru allt staðir sem maður elskaði, öll þessi hús eru farin. Það er bara allt farið þarna fyrir utan.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03
„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28