Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2020 22:41 Mikil óvissa ríkir um ástandið á Seyðisfirði. Óvíst er að fólk geti snúið heim fyrir jól. Vísir/Egill Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. „Hér hefur verið stöðugt streymi, við opnuðum klukkan átta í morgun og svona upp úr níu fór maður að sjá að fólk var farið að týnast verulega inn. Í hádeginu komu þó nokkrir í mat, við vorum með mat frá hálf eitt og það voru margir sem nýttu sér það. Ég myndi segja að hér hafi örugglega verið svona á milli þrjú- og fjögur hundruð manns sem eru búin að koma hingað á einhverjum tímapunkti í dag,“ segir Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, í samtali við fréttastofu. Fjöldahjálparstöðin verður áfram opin á morgun en þá verður staðan endurmetin. Hún segir að Rauði krossinn verði þó áfram til staðar eins og þarf. Mikil óvissa ríki enn meðal Seyðfirðinga. „Fólki líður upp og ofan. Þetta er heilmikil óvissa. Fólk veit ekki alveg stöðuna á sínum heimilum eða sínum eigum þannig að menn vita ekki alveg hvert framhaldið er, það er líka bara erfitt,“ segir Margrét. Erfitt fyrir fólk að vita ekki hvort það geti haldið jólin heima Hún segir stöðuna sérstaklega erfiða svona í aðdraganda jóla. Fólk viti ekki hvar það fái að vera um jólin, hvort það fái að fara heim til sín eða þurfi að vera annars staðar. „Þetta er sérstaklega erfitt í aðdraganda jóla. Að vita ekki hvort menn geta farið heim til sín eða hvernig ástandið er. Við erum búin að finna gríðarlegan samhug í fólki hér á svæðinu og alls staðar af landinu,“ segir Margrét. Margrét Dögg og Berglind segja stuðninginn við Seyðfirðinga hafa verið mikinn.Vísir/Egill Allir Seyðfirðingar fengu svefnstað í gærnótt, fólk fékk rúmpláss á hótelum, gistihúsum og í heimahúsum. „Það voru alls staðar rúm í boði fyrir fólk að sofa í. Enginn þurfti að vera hér í fjöldahjálparstöðinni. Við erum bara komin með lista yfir staði þar sem fólk er búið að bjóða híbýli. Þar sem fólk getur komið sér fyrir á næstu dögum ef það þarf að vera annars staðar en heima hjá sér á jólunum,“ segir Margrét. „Maður er bara klökkur“ Fjöldi fólks hefur boðið Seyðfirðingum húsnæði til að gista í og margir hafa boðist til að lána íbúðir sínar og hús yfir jólin. „Ég held að fólk hafi aðallega tekið það upp hjá sjálfu sér að láta vita að það hafi íbúðir í boði og hús. Einhverjir fara í burtu af staðnum yfir jólin, þeir hafa látið lyklana sína í hendurnar á okkur og fólk fær að vera þar eins og það vill. Ég held að það séu margir sem gerðu þetta af fyrra bragði og margir hringdu til að bjóða ef að kæmu á eftir, seinna, einhverjir sem vantaði gistingu,“ segir Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins. „Við finnum gríðarlegan stuðning. Þetta er alveg stórkostlegt. Það er einfaldlega ekkert annað orð yfir það.“ Hún segir að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafi styrkt Rauða krossinn og Seyðfirðinga. „Við erum að fá sendingar frá fyrirtækjum í Reykjavík og alls staðar að af landinu og verið að bjóða gistingar fyrir sunnan ef einhver vill fara suður og vera þar um jólin. Maður er bara klökkur, það er einfaldlega þannig,“ segir Berglind. Múlaþing Hjálparstarf Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 Vatnsþrýstingur fer minnkandi í jarðvegi Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 19. desember 2020 20:44 Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. 19. desember 2020 20:00 Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Hér hefur verið stöðugt streymi, við opnuðum klukkan átta í morgun og svona upp úr níu fór maður að sjá að fólk var farið að týnast verulega inn. Í hádeginu komu þó nokkrir í mat, við vorum með mat frá hálf eitt og það voru margir sem nýttu sér það. Ég myndi segja að hér hafi örugglega verið svona á milli þrjú- og fjögur hundruð manns sem eru búin að koma hingað á einhverjum tímapunkti í dag,“ segir Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, í samtali við fréttastofu. Fjöldahjálparstöðin verður áfram opin á morgun en þá verður staðan endurmetin. Hún segir að Rauði krossinn verði þó áfram til staðar eins og þarf. Mikil óvissa ríki enn meðal Seyðfirðinga. „Fólki líður upp og ofan. Þetta er heilmikil óvissa. Fólk veit ekki alveg stöðuna á sínum heimilum eða sínum eigum þannig að menn vita ekki alveg hvert framhaldið er, það er líka bara erfitt,“ segir Margrét. Erfitt fyrir fólk að vita ekki hvort það geti haldið jólin heima Hún segir stöðuna sérstaklega erfiða svona í aðdraganda jóla. Fólk viti ekki hvar það fái að vera um jólin, hvort það fái að fara heim til sín eða þurfi að vera annars staðar. „Þetta er sérstaklega erfitt í aðdraganda jóla. Að vita ekki hvort menn geta farið heim til sín eða hvernig ástandið er. Við erum búin að finna gríðarlegan samhug í fólki hér á svæðinu og alls staðar af landinu,“ segir Margrét. Margrét Dögg og Berglind segja stuðninginn við Seyðfirðinga hafa verið mikinn.Vísir/Egill Allir Seyðfirðingar fengu svefnstað í gærnótt, fólk fékk rúmpláss á hótelum, gistihúsum og í heimahúsum. „Það voru alls staðar rúm í boði fyrir fólk að sofa í. Enginn þurfti að vera hér í fjöldahjálparstöðinni. Við erum bara komin með lista yfir staði þar sem fólk er búið að bjóða híbýli. Þar sem fólk getur komið sér fyrir á næstu dögum ef það þarf að vera annars staðar en heima hjá sér á jólunum,“ segir Margrét. „Maður er bara klökkur“ Fjöldi fólks hefur boðið Seyðfirðingum húsnæði til að gista í og margir hafa boðist til að lána íbúðir sínar og hús yfir jólin. „Ég held að fólk hafi aðallega tekið það upp hjá sjálfu sér að láta vita að það hafi íbúðir í boði og hús. Einhverjir fara í burtu af staðnum yfir jólin, þeir hafa látið lyklana sína í hendurnar á okkur og fólk fær að vera þar eins og það vill. Ég held að það séu margir sem gerðu þetta af fyrra bragði og margir hringdu til að bjóða ef að kæmu á eftir, seinna, einhverjir sem vantaði gistingu,“ segir Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins. „Við finnum gríðarlegan stuðning. Þetta er alveg stórkostlegt. Það er einfaldlega ekkert annað orð yfir það.“ Hún segir að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafi styrkt Rauða krossinn og Seyðfirðinga. „Við erum að fá sendingar frá fyrirtækjum í Reykjavík og alls staðar að af landinu og verið að bjóða gistingar fyrir sunnan ef einhver vill fara suður og vera þar um jólin. Maður er bara klökkur, það er einfaldlega þannig,“ segir Berglind.
Múlaþing Hjálparstarf Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 Vatnsþrýstingur fer minnkandi í jarðvegi Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 19. desember 2020 20:44 Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. 19. desember 2020 20:00 Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01
Vatnsþrýstingur fer minnkandi í jarðvegi Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 19. desember 2020 20:44
Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. 19. desember 2020 20:00
Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03