Handbolti

Rhein-Neckar hafði betur með minnsta mun í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Naumur sigur í dag.
Naumur sigur í dag. vísir/Getty

Það var Íslendingaslagur í þýska handboltanum í dag þegar alls fjórir íslenskir handknattleiksmenn komu við sögu í leik Rhein-Neckar Löwen og Bergischer.

Úr varð hörkuleikur sem lauk með eins marks sigri Rhein-Neckar Löwen, 24-23, eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi með fjórum mörkum, 13-9.

Alexander Petersson gerði þrjú mörk úr fimm skotum fyrir Rhein-Neckar. Ýmir Örn Gíslason lét lítið að sér kveða sóknarlega en stóð vaktina í vörn Rhein-Neckar.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark úr þremur skotum fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×