„Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. desember 2020 19:00 Kristinn var við dælustörf þegar stóra skriðan féll á föstudaginn. Vísir/Egill Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. „Það fyrsta sem við sjáum er að það er björgunarsveitarbíll í hættu og við fórum að líta á hann. Síðan fórum við í það að koma slökkviliðsbílunum í burtu frá skriðufarveginum og þegar ég er búinn með það þá sé ég að félagi minn er búinn að ná björgunarsveitarmanninum út úr bílnum,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu í dag. Því næst hafi þeir hlaupið í átt að björgunarmiðstöðinni sem komið hafði verið upp á Seyðisfirði. „Þá var fólk að koma sér út úr húsum þar í kring og við tekur eitthvað þar sem við hlaupum á vettvang og reynum að hjálpa öðrum. Athuga hvort það sé einhver í húsunum sem eru þarna uppi í hlíðinni. Svo bara forðum við okkur.“ Aðspurður hvort ástandið hafi staðið tæpt á einhverjum tímapunkti segir Kristinn það hafa verið óraunverulega upplifun að hafa séð skriðuna koma niður á bæinn. „Maður eiginlega veit það ekki. Jújú, ætli maður hafi ekki verið óþægilega nálægt þessu.“ Kristinn tók myndband af björgunarstörfum sem sýna ástandið í bænum rétt eftir að skriðan féll. Það má sjá hér að neðan. Vildi koma aftur og „gera eitthvað gagn“ Kristinn segir þá að „merkilega lítil“ örvænting hafi gripið um sig meðal fólks í bænum þegar stóra skriðan féll. „Slökkviliðsstjórinn og lögreglan voru á fundi þarna og þetta eru menn með reynslu. Þeir róuðu restina af okkur. Svo fórum við bara, rýmdum svæðið og fréttum af fólki hinum megin við skriðuna og fórum á bát og sóttum eitthvað fólk sem við vissum af og komum með það til baka.“ Kristinn segir að daginn eftir að skriðan féll hafi hann viljað fara aftur á Seyðisfjörð. „Daginn eftir var ég alveg viðþolslaus, vildi komast aftur yfir á Seyðisfjörð og gera eitthvað gagn. Ég held að stærsta verkefnið mitt hafi bara verið að vera kyrr og hlúa að mér og mínum,“ segir Kristinn. Hann segist af og til hafa verið við það að beygja af andlega, þegar hann upplifði atburðina í gegnum aðra. „Auðvitað tekur þetta á sálarlífið, að sjá fólk vera í öngum sínum. Mér finnst samt svo gott að við erum svolítið saman í þessu, ég vildi ekki vera í Reykjavík í burtu frá þessu öllu. Ég vil vera hér, í kringum fólkið sem er búið að upplifa það sama. Þannig að við getum unnið úr þessu saman. Það er ótrúlega góð huggun í því, þessum sameiginlega háska sem upplifum hérna,“ segir Kristinn. Stuðningurinn ómetanlegur Hann segist þá finna fyrir miklum stuðningi hvaðanæva að. Símtölum frá fólki sem er tilbúið að hjálpa hreinlega rigni inn. „Það er alveg ómetanlegt, hreinlega,“ segir Kristinn og nefnir sérstaklega íbúa Egilsstaða, sem margir tóku á móti Seyðfirðingum og aðstoðuðu þá. Kristinn segir að það muni taka tíma að vinna úr því sem gerðist, en hann sé feginn að vera kominn aftur til Seyðisfjarðar. „Kannski fær maður að gera eitthvað meira gagn, allavega hlúa að sér og sínum.“ Hann segir það þá undarlega upplifun að koma aftur í bæinn eftir það sem hefur gengið á. „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan. Hér er bara jólalegt um að litast, logn og bara eins og í póstkorti.“ Viðtalið við Kristinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Tengdar fréttir 14 hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49 Myndband sýnir andartökin rétt eftir skriðuna miklu: „Eru allir komnir út?“ Myndefni frá björgunarstörfum á Seyðisfirði sýnir hvernig var umhorfs í bænum augnablikum eftir að stór aurskriða, sem olli verulegum skemmdum á bænum, féll um þrjúleytið á föstudag. 21. desember 2020 18:10 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Það fyrsta sem við sjáum er að það er björgunarsveitarbíll í hættu og við fórum að líta á hann. Síðan fórum við í það að koma slökkviliðsbílunum í burtu frá skriðufarveginum og þegar ég er búinn með það þá sé ég að félagi minn er búinn að ná björgunarsveitarmanninum út úr bílnum,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu í dag. Því næst hafi þeir hlaupið í átt að björgunarmiðstöðinni sem komið hafði verið upp á Seyðisfirði. „Þá var fólk að koma sér út úr húsum þar í kring og við tekur eitthvað þar sem við hlaupum á vettvang og reynum að hjálpa öðrum. Athuga hvort það sé einhver í húsunum sem eru þarna uppi í hlíðinni. Svo bara forðum við okkur.“ Aðspurður hvort ástandið hafi staðið tæpt á einhverjum tímapunkti segir Kristinn það hafa verið óraunverulega upplifun að hafa séð skriðuna koma niður á bæinn. „Maður eiginlega veit það ekki. Jújú, ætli maður hafi ekki verið óþægilega nálægt þessu.“ Kristinn tók myndband af björgunarstörfum sem sýna ástandið í bænum rétt eftir að skriðan féll. Það má sjá hér að neðan. Vildi koma aftur og „gera eitthvað gagn“ Kristinn segir þá að „merkilega lítil“ örvænting hafi gripið um sig meðal fólks í bænum þegar stóra skriðan féll. „Slökkviliðsstjórinn og lögreglan voru á fundi þarna og þetta eru menn með reynslu. Þeir róuðu restina af okkur. Svo fórum við bara, rýmdum svæðið og fréttum af fólki hinum megin við skriðuna og fórum á bát og sóttum eitthvað fólk sem við vissum af og komum með það til baka.“ Kristinn segir að daginn eftir að skriðan féll hafi hann viljað fara aftur á Seyðisfjörð. „Daginn eftir var ég alveg viðþolslaus, vildi komast aftur yfir á Seyðisfjörð og gera eitthvað gagn. Ég held að stærsta verkefnið mitt hafi bara verið að vera kyrr og hlúa að mér og mínum,“ segir Kristinn. Hann segist af og til hafa verið við það að beygja af andlega, þegar hann upplifði atburðina í gegnum aðra. „Auðvitað tekur þetta á sálarlífið, að sjá fólk vera í öngum sínum. Mér finnst samt svo gott að við erum svolítið saman í þessu, ég vildi ekki vera í Reykjavík í burtu frá þessu öllu. Ég vil vera hér, í kringum fólkið sem er búið að upplifa það sama. Þannig að við getum unnið úr þessu saman. Það er ótrúlega góð huggun í því, þessum sameiginlega háska sem upplifum hérna,“ segir Kristinn. Stuðningurinn ómetanlegur Hann segist þá finna fyrir miklum stuðningi hvaðanæva að. Símtölum frá fólki sem er tilbúið að hjálpa hreinlega rigni inn. „Það er alveg ómetanlegt, hreinlega,“ segir Kristinn og nefnir sérstaklega íbúa Egilsstaða, sem margir tóku á móti Seyðfirðingum og aðstoðuðu þá. Kristinn segir að það muni taka tíma að vinna úr því sem gerðist, en hann sé feginn að vera kominn aftur til Seyðisfjarðar. „Kannski fær maður að gera eitthvað meira gagn, allavega hlúa að sér og sínum.“ Hann segir það þá undarlega upplifun að koma aftur í bæinn eftir það sem hefur gengið á. „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan. Hér er bara jólalegt um að litast, logn og bara eins og í póstkorti.“ Viðtalið við Kristinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Tengdar fréttir 14 hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49 Myndband sýnir andartökin rétt eftir skriðuna miklu: „Eru allir komnir út?“ Myndefni frá björgunarstörfum á Seyðisfirði sýnir hvernig var umhorfs í bænum augnablikum eftir að stór aurskriða, sem olli verulegum skemmdum á bænum, féll um þrjúleytið á föstudag. 21. desember 2020 18:10 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
14 hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49
Myndband sýnir andartökin rétt eftir skriðuna miklu: „Eru allir komnir út?“ Myndefni frá björgunarstörfum á Seyðisfirði sýnir hvernig var umhorfs í bænum augnablikum eftir að stór aurskriða, sem olli verulegum skemmdum á bænum, féll um þrjúleytið á föstudag. 21. desember 2020 18:10