Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2020 22:21 Fyrstu bílarnir aka í gegn eftir að Austureyjargöngin voru opnuð. Kringvarpið Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Kringvarps Færeyja frá opnun þessara 11,2 kílómetra jarðganga sem marka þáttaskil í samgöngusögu Færeyja. Þetta eru næstlengstu neðansjávarbílagöng heims, á eftir nýlegum göngum í Noregi, og þau fyrstu í heiminum með hringtorgi undir sjó. Listaverkið er blanda af ljósskúlptur og útskornum mannverum sem umlykja hringtorgið. Höfundur er Tróndur Patursson.Kringvarpið Ljósskúlptur í bland við útskorið fólk í málm gyrðir hringtorgið. Verkið var jafnframt afhjúpað við athöfnina en það er eftir færeyska listamanninn Trónd Patursson. Það kom í hlut Jørgens Niclasen, samgönguráðherra Færeyja, að flytja aðalræðuna og síðan skera á borðana, sem að þessu sinni voru þrír enda eru þetta þriggja arma göng. Í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja frá hátíðahöldunum mátti sjá færeyska ráðherrann munda dálkinn á alla borðana þrjá. Samgönguráðherrann Jørgen Niclasen opnaði göngin með því að skera á borðana.Kringvarpið Eysturoyartunnilin, eins og göngin nefnast á færeysku, stytta vegalengdir verulega milli helstu byggða Færeyja. Þannig styttist leiðin milli Þórshafnar og Rúnavíkur úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra og aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttist um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. 80 kílómetra hraði er leyfður í göngunum. Mesti halli er fimm prósent og lægsti punktur er 187 metra undir sjávarmáli. Hringtorgið er á 73 metra dýpi undir mynni Skálafjarðar. Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar eru að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Rúnavík.EYSTUR- OG SANDOYARTUNLAR Kostnaðurinn, um 55 milljarðar íslenskra króna, er greiddur með vegtolli en áætlað er að um sex þúsund bílar muni aka daglega um göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrsta sprenging var í febrúar 2017, sem sagt var frá í þessari frétt á Stöð 2: Færeyingar eru örugglega áköfustu jarðgangamenn veraldar, miðað við höfðatölu, komnir með 20 jarðgöng og hvergi nærri hættir. Fyrir sjö árum sýndi Jørgen Niclasen tveimur íslenskum ráðherrum Gásadalsgöngin sem Færeyingar grófu fyrir 15 manna byggð og rökstuddi þau stoltur, sem sjá má í þessari frétt: Færeyjar Samgöngur Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Kringvarps Færeyja frá opnun þessara 11,2 kílómetra jarðganga sem marka þáttaskil í samgöngusögu Færeyja. Þetta eru næstlengstu neðansjávarbílagöng heims, á eftir nýlegum göngum í Noregi, og þau fyrstu í heiminum með hringtorgi undir sjó. Listaverkið er blanda af ljósskúlptur og útskornum mannverum sem umlykja hringtorgið. Höfundur er Tróndur Patursson.Kringvarpið Ljósskúlptur í bland við útskorið fólk í málm gyrðir hringtorgið. Verkið var jafnframt afhjúpað við athöfnina en það er eftir færeyska listamanninn Trónd Patursson. Það kom í hlut Jørgens Niclasen, samgönguráðherra Færeyja, að flytja aðalræðuna og síðan skera á borðana, sem að þessu sinni voru þrír enda eru þetta þriggja arma göng. Í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja frá hátíðahöldunum mátti sjá færeyska ráðherrann munda dálkinn á alla borðana þrjá. Samgönguráðherrann Jørgen Niclasen opnaði göngin með því að skera á borðana.Kringvarpið Eysturoyartunnilin, eins og göngin nefnast á færeysku, stytta vegalengdir verulega milli helstu byggða Færeyja. Þannig styttist leiðin milli Þórshafnar og Rúnavíkur úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra og aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttist um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. 80 kílómetra hraði er leyfður í göngunum. Mesti halli er fimm prósent og lægsti punktur er 187 metra undir sjávarmáli. Hringtorgið er á 73 metra dýpi undir mynni Skálafjarðar. Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar eru að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Rúnavík.EYSTUR- OG SANDOYARTUNLAR Kostnaðurinn, um 55 milljarðar íslenskra króna, er greiddur með vegtolli en áætlað er að um sex þúsund bílar muni aka daglega um göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrsta sprenging var í febrúar 2017, sem sagt var frá í þessari frétt á Stöð 2: Færeyingar eru örugglega áköfustu jarðgangamenn veraldar, miðað við höfðatölu, komnir með 20 jarðgöng og hvergi nærri hættir. Fyrir sjö árum sýndi Jørgen Niclasen tveimur íslenskum ráðherrum Gásadalsgöngin sem Færeyingar grófu fyrir 15 manna byggð og rökstuddi þau stoltur, sem sjá má í þessari frétt:
Færeyjar Samgöngur Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira